Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 28
26
STRAUMHVÖRF
BKODDI JÓHANNESSON:
Heimili og þjóSfélag
1. Inngangsorð.
I fámennum þjóðfélögum er jafnan
nokkur hætta á því, að atburðaröð
sögunnar og menningarlegt og efna-
legt stig verði dæmt eftir grunnfæru
mati á ytri kjörum einum eða dáðum
•og glöpum fárra einstaklinga. Enginn
:skyldi vanmeta félagslegt gildi ytri
kjara, en þó að þau séu jafnan auð-
:sæ, birta þau aðeins eina hlið máls-
ins. Einstaklingar geta ráðið miklu
um verðandi þjóða, en því aðeins, að
þeir gerist þjónar hugsjóna þeirra,
er í brjósti fjöldans búa. Menn geta
orðið misfljótir að eygja takmörkin
<og finna leiðirnar, en leiðirnar verða
•ekki færar og takmörkin nást ekki
Jyrr en fjöldinn sjálfur hefir einnig
eygt þau. Og þegar takmörkin nást,
rætist aðeins draumur, sem jafnvel
öldum saman kann að hafa búið í
"brjósti f jöldans. Og fyrir þessar sakir
er það jafn ósatt eins og það er
ihættulegt, að klæða söguna í búning
örfárra einstaklinga. En meðan það
er gert, finnast ekki lögmál þau, er
Taunverulega ráða skipan alls félags-
lífs og fela í sér uppruna allra félags-
legra stofnana.
Persónudómar fámennisins eru felld-
Ir yfir einstaklingum, en ekki mál-
efnum, efnisgildið hverfur í skuggann
eða Ijómann af flutningsmanninum.
(Gerist þetta einnig, þó að mun auð-
veldara sé að afla sér skoðunar á
málefninu en flutningsmanninum. —
Það skal ekki dregið í efa, að betra
er að vita nokkur deili á flutnings-
mannni einhvers málefnis, ef fleiri
ályktanir en forsendur eru birtar,
en að öllum jafnaði mun reynast
frjóast, að hver lesandi eða hlust-
andi ákveði afstöðu sína gagnvart
málefninu að svo miklu leyti sem
honum er unnt, án þess að láta hug-
myndir sínar um flutningsmanninn
glepja sig að nokkru. Eg tek þetta
fram, annars vegar til þess að benda
á leiðan ávana í fari margra heiðar-
legra lesenda, og hins vegar vegna
þess að ég óska af heilum hug, að
höf. þessarar greinar verði margir.
Hún verður framhaldsgrein í tvenn-
um skilningi: Hún birtist í fleiri tölu-
blöðum en einu, og hún verður því að-
eins rituð að gagni, að sérhver les-
andi hugsi og semji svo framhald
hennar sem hann kann bezt og dragi
þær ályktanir, er honum virðast ör-
uggastar. Enda verður framhald efn-
isins svo einfalt, að hverjum má vera
hlutfallslega auðvelt að afla sér skoð-
unar á því. Mörgum kann að virðast,
að hér sé oflátungslega að farið, að
vænta slíkrar hluttöku um þetta mál-
efni, en því aðeins rita ég þessar lín-
ur, að ég þykist þess fullviss, að
íramtíð okkar og menning sé að