Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 9

Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 9
STRAUMHVÖRF 7 umfangsmeira, en mörg fyrirtæki hjá stórþjóðunum. Svo er annað. Þegar starfsfólk fyrirtækis fær þvílíkan á- huga fyrir velgengni þess, hversu miklu meiri áhuga ættu þá ekki borg- ararnir að hafa á velgengni þjóðfé- lags síns, er þeir lifa ánægðir í. Sá munur er þó á, að borgararnir eru beinlínis þjóðfélagið, en í dæminu er fólkið auðvitað ekki fyrirtækið og á það ekki heldur. Ef barátta hagsmunaflokkanna rénaði og réttlátir hugsjónamenn hefðu forustuna í landinu og reyndu eftir mætti að láta eitt yfir alla ganga, eftir því sem hægt er, þá trúi ég því hiklaust, að í móti kæmi þegnskapur borgaranna, hyrningar- steinn hvers þjóðfélags. Eg geng þess ekki dulinn, að ýmsir muni telja þessa hugmynd þoku- kennda, hlægilega fjarstæðu, svíf- andi í lausu lofti, hugsjónavaðal, jafnvel blekkingar. Svo rík er þátt- taka manna í stríði, sundrungu og óánægju, að þeir geta vart hugsað sér lífið öðruvísi. En það er fullgild ástæða til að ætla, að einmitt nú séu að verða straumhvörf í þessum efnum, sundrungin í landinu hefir náð hámarki sínu. Það er miklu fleira af ungu og gömlu fólki til sjávar og sveita en nokkurn grunar, sem hugs- ar nú meira um sameiningu þjóðar- innar en nokkru sinni áður síðan 1918. Það getur verið, að þessar hug- myndir svífi nokkuð í lausu lofti, og að þessi þjóðernisvakning beri engan heildarsvip ennþá. En hún er ótví- rætt að gróa upp undir yfirborð- inu, á rústum sundrungarinnar, og það vantar ekki nema herzlumun- inn til þess að hún rísi upp í fullri hæð. Við skulum vona, að ekki þurfi að skerða sjálfstæði okkar meira en orð- ið er, til þess að við vöknum til fulls. m. Við höfum leitt rök að því, að engin þjóð ætti með réttu að þekkja betur köllun sína en við, en við höf- um einnig mætt þeirri staðreynd, að þrátt fyrir það hafa fáar þjóðir verið sjálfujn sér sundurþykkari en við undanfarið. Þá skulum við í fáum dráttum gera okkur ljóst, hver lífs- nauðsyn okkur er, að læra þjóðar- hlutverk okkar öðrum þjóðum frem- ur. — Okkur er þetta lífsnauðsyn, af því að við erum fámennasta, fátækasta og því veigaminnsta þjóð heimsins, þannig séð. Um þetta höfum við sér- stöðu, og ekki verður nægilega rík áherzla lögð á það, að við þessa sér- stöðu verðum við að miða öll okkar viðskipti bæði inn á við og út á við. Það verður því ekki um deilt, að þjóð með þessa sérstöðu er lífs- nauðsynlegt að læra hlutverk sitt, þekkja köllun sína og hlýða henni. Vegna fæðarinnar hvílir hlutfalls- lega þyngri þjóðfélagsleg ábyrgð á herðum hvers íslendings en þegni nokkurs annars ríkis. Þetta er ó- hrekjandi og athyglisverð staðreynd, sem borgarar og ráðamenn þjóðfé- lagsins ættu jafnt að festa sér í minni. Engin þjóð og ekkert land þarfnast sárar allra hæfileika og krafta einstaklinganna en okkar þjóð

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.