Straumhvörf - 15.01.1943, Qupperneq 21

Straumhvörf - 15.01.1943, Qupperneq 21
STRAUMHVÖRF 19 Síra Friðriks sakna’ eg æ, sá bar hjartað trygga. Vísu þessa gerði Einar eitt sinn, er hann kom af sjó: Stýri’ eg undir sætum sex á síldarranni. Enginn mælti orð frá munni, illa mjög ég við það kunni. Natan Ketilsson var eitt sinn á ferð á Breiðafirði og fékk flutning hjá Einari á Skáleyjum upp á Reykja- nes. Vísu þessa gerði Einar á leiðinni: Gatan flata greiðir skeið gelti’ óvöltum drafnar. Natan ratar rétta leið Reykjaness til hafnar. Vísurnar hans Einars í Skáleyj- um, sem hér eru birtar, munu vera obbinn af því, sem enn lifir af kveð- skap hans. Þær bera ekki í sér vaxt- arbrodd nýrra hugsjóna, né snilld í orðhegurð og rími. Þær munu aðeins gerðar til hugarhægðar í amstri og önn erilsams dags. Ég veit ekki, hvort nokkur treyst- ist til að sjá á þeim ættarmót hans og Matthíasar Jochumssonar, Theo- dóru Thoroddsen, eða þeirra Andrés- dætra, Ólínu og Herdísar. En Einar var afi Matthíasar og Theodóru og langafi systranna. Ekki veit ég, hvort staldrað yrði við Einar í Skáleyjum, þegar leitað yrði ráðningar á því, hvaðan Matt- híasi rann skáldæðin, eða hvort num- ið yrði staðar við Jón Rauðseyjar- skáld og Einar prest í Eydölum. Víða að liggja þræðirnir. En það hygg ég torrætt, að ganga fram hjá þeim áhrifum, sem Matt- hías varð fyrir í Flatey á æskuárum sínum, þar sem hann undi betur um ævina en hvarvetna annars staðar, eins og hann segir sjálfur, og um eyjuna sína, „þar sem er fegurra og fjörugra líf á sumrum en á nokkrum öðrum stað á íslandi", yrkir hann: Frá því byggð þín brosa tók barnsins sjónartaugum, listum fegri lífsins bók, leit ég hvergi augum. Ætli menn hafi gefið því gaum sem skyldi, hve víða áhrifanna frá Flat- ey gætir í skáldskap Matthíasar? Er þar ekki athugunarefni fyrir þá, sem grannkanna vilja skáldskap hans og hvaðan hann hefir dregið að ýmis orðtæki og myndir í kvæði sín?

x

Straumhvörf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.