Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 15

Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 15
STRAUMHVÖRF 13 tekin er til stríðsgróðans sem félags- legs vandamáls, en að því verður vikið hér á eftir. m. Það er augljóst mál, að misjafnlega réttmæt öfl ráða því, hve mikið hinir einstöku borgarar bera úr býtum fyr- ir þau störf, sem þeir láta þjóðfé- laginu í té. En ef athugað er, hvað beri að ráða mestu um það, ef full- nægja á kröfum jafnréttis og lýð- ræðis, getur svarið ekki orðið nema á einn veg: Einstaklingar eiga að fá tekjur í samræmi við þá kunnáttu, dugnað og siðferðisþrótt, sem þeir sýna í störfum sínum, og við þá á- byrgð, sem stöðunum fylg'ir. Ef ekki er innbyrðis samræmi milli þess, sem hinir einstöku borgarar bera úr být- um, og mikilvægi þeirra þjónusta, sem þeir inna af höndum fyrir þjóð- félagið, er orsökin annað hvort til- viljun eða áunnin forréttindaaðstaða. í báðum tilfellum ber ríkisvaldinu skylda til að skerast í leikinn og gera ráðstafanir til að komið verði á jafn- vægi, sem samrýmist jafnréttisregl- unni. Ef það bregzt, er ríkið þar með orðið verndari forréttinda, og lýðræð- ið innantómt form. Þetta gæti gefið tilefni til margskonar hugleiðinga, en hér varðar okkur aðeins um þá hlið málsins, sem viðkemur stríðs- gróðanum. Athugum nú, hvert er eðli stríðs- gróðans. Að honum standa öfl, sem eru óháð vilja einstaklinga, ýmist utan að komin eða runnin frá breyt- ingum, sem orðið hafa í viðskipta- lífinu í heild. Dugnaður og framtaks- semi einstakra manna ráða engu um myndun hans, þótt annað mál sé, að viðskiptalegir hæfileikar manna hafi áhrif á það, hvort gróðinn verður meiri eða minni. Liggur nokkuð beinna við en að einstakir menn eigi ekki að fá hagnaðinn af þvi, að ís- lenzk framleiðsluöfl yfirleitt hafa fengið aukið verðgildi af ófriðará- stæðum ? Það er aðeins einkareksturs- form atvinnulífsins, sem veldur því, að mikill hluti þessa hagnaðar rennur af sjálfu sér í vasa einstaklinga. Það getur ekki verið ætlazt til þess, að þeir hagnist með þessu móti. Víst eiga þeir að bera úr býtum hæfileg laun, miðað við dugnað þeirra og fram- takssemi sem aðrir þjóðfélagsborgar- ar.Hittverðurmeðengu móti réttlætt, að kringumstæður, sem enginn hefir búizt við, gefi vissum mönnum tæki- færi til þess að safna stóreignum, án þess að hafa neitt til þess unnið, samtímis því að meginþorri þjóðar- innar á við að búa óbreytt eða lítið bætt kjör frá því, sem áður hefir verið. Láti ríkisvaldið slíkt viðgang- ast, leggur það blessun sína yfir sköpun nýrra forréttinda, sem stinga í stúf við grundvallarhugsjón siðaðs þjóðfélags. í þessu liggur ekki nein fordæming á einkarekstursfyrir- komulaginu sem slíku. Það er aðeins leidd athygli að félagslegu misrétti, sem siglt getur í kjölfar einkarekst- urs, en það á ekki að þurfa að loða við hann. Heilbrigður einkarekstur, og einkarekstur, sem nýtur forrétt- inda, eru tveir ólíkir hlutir. Það er ó-

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.