Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 17

Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 17
STRAUMHVÖRF 15. leituðust við að koma sér upp sérað- stöðum, og sú hreyfing hefir haldið áfram. Séraðstaðan felur í sér, að menn geti, innan vissra takmarka, skammtað sér sjálfir tekjur, án til- lits til þess, hvað talizt getur hæfilegt frá þjóðfélagslegu sjónarmiði. Ríkis- valdið hefir brugðizt þeirri skyldu að koma í veg fyrir, að forréttindaöfliu hefðu sitt fram. Að svo miklu leyti sem það hefir ekki látið þau af- skiptalaus, hefir það stutt þau, og í sumum tilfellum beinlínis átt frum- kvæðið. Það, sem sagt hefir verið um stríðsgróðann, má orði til orðs heim- færa upp á allar forréttindaaðstöður. Þar er um samskonar fyrirbrigði að ræða, eðlismunur enginn, aðeins stig- munur. En í stríðsgróða einstakra manna hefir forréttindapólitíkin náð hámarki. Orsök núverandi þjóðmálaöngþveit- is er ekki að litlu leyti að finna í hinu stórfellda félagslega misrétti, sem fólgið er í því, að stríðsgróði hefir fallið í hlut einstakra manna. Við það hefir komizt los á allt þjóð- líf, tortryggni milli stétta vaxið um allan helming og þegnskapur á op- inberum vettvangi farið út um þúfur. Er hægt að búast við öðru en að kröfusýki og ábyrgðarleysi færist í aukana, þegar einstaka mönnum helzt uppi að safna stóreignum, án þess að hafa neitt sérstaklega til þess unnið? Nú væri allt öðru vísi ástatt í þjóðfélaginu, ef ríkisvaldið hefði borið gæfu til að leggja hald á stríðs- gróðann þegar í upphafi. Vandamál það, sem hér hefir ver- ið gert að umtalsefni, er eitt hið þýð- ingarmesta, sem nú er á dagskrá, ekki sízt vegna þess, að óhugsandi er að hægt verði að ráða bót á nú- verandi öngþveiti, nema byrjað verði með ráðstöfunum, er nema burt það ranglæti, sem fólgið er í stríðsgróða einstakra manna. 18. jan. 1943. „BARA VERKAMAÐUR“ Þróun atvinnulífs hlýtur ávallt að leiða til verkaskiptingar. Matið á starfssveitunum hefir ætíð verið með ýmsu móti. Fróðlegt er t. d. að spyrja unglinga um uppruna þeirra og störf feðra þeirra. Limaburður og orða- lag láta að jafnaði i ljós, hvert er mat unglingsins á starfi föðurins. Svör- in verða oft á þessa leið: „Hann er verzlunarmaður". „Hann er bóndi". „Hann er sjómaður". „Hann er bara verkamaður". — Hér kemur á engan hátt fram það viðhorf, hvort dyggilega eða ódyggilega sé unnið, heldur ein- ungis, hvað er unnið. Beizkja sú eða hreykni, sem þannig skapast án giidra ástæðna, getur valdið margskonar truflunum í þjóðlífinu. Viðhorf þessi beina athyglinni frá nauðsyn dyggra starfa, hvar. í sveit sem einstakl- ingarnir skipast. Okkur er nauðsyn að virða góð störf, hverjar hendur eða hugir sem vinna þau, okkur er skylt að meta manngildi manna, hverjum störfum sem þeir gegna.

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.