Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 23
STRAUMHVÖRF
21
in víkja, en það eitt látið ráða, sem orð-
ið gæti þjóðinni til heilla um ókomnar
aldir. í stað þess komust flokkadrætt-
irnir í algleyming. Ekkert mátti gera
til þess að stöðva kapphlaupið um
gullið; ekkert mátti gera til þess að
stöðva dýrtíðina og verðbólguna. —
Hagsmunamál flokkanna voru látin
sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunamál-
um þjóðarheildarinnar. Hinir svoköll-
uðu „ábyrgu flokkar" gátu ekki kom-
ið sér saman um lausn hinna mest að-
kallandi vandamála þjóðarinnar. —
Stjórnmálabaráttan var óbilgjörn
og til ógagns fyrir alla. Öngþveitið
sem af þessu leiddi, virðist hafa náð
hámarki á því drottins ári 1942. Ár
þetta var að mörgu leyti viðburða-
ríkt, og er fram líða stundir, kann
það að marka tímamót í sögu hinnar
íslenzku þjóðar. Þess er skemmst að
minnast, að í lok þessa árs fékk rík-
isstjóri Islands utanflokkamann til
þess að mynda stjórn, þegar þing-
flokkarnir höfðu gefizt upp við
stjórnarmyndun, hver af öðrum. Og
er gamla árið hafði kvatt og var horf-
ið inn í mistur aldanna, talaði ríkis-
stjórinn á þessum örlagaríku tíma-
mótum til þjóðarinnar á.öldum ljós-
vakans. Margir munu hafa hlustað á
ræðu ríkisstjóra og búizt við því, að
hann ræddi hispurslaust um þau mik-
ilvægu vandamál, er biðu úrlausnar
hér á landi. En það er eigi unnt að
tala svo að öllum líki, og sízt af öllu
fyrir mann í æðsta sessi þjóðarinnar.
Margir munu eflaust hafa orðið fyrir
vonbrigðum, en margir munu hins-
vegar hafa glaðzt í hjarta sínu yfir
orðum ríkisstjóra. Þeir, sem einna
helzt munu hafa orðið fyrir von-
brigðum, eru þeir, sem gert hafa
stjórnmálin að trúarbrögðum sínum.
En sumir hverjir, er hlustuðu á ræðu
ríkisstjóra, kunna að hafa hugsað
eitthvað á þessa leið: „Þetta er gott
og blessað, svo langt sem það nær,
en það nær aðeins skammt. Á undan-
förnum árum, og það þegar afkoma
fjölmargra þegna þjóðfélagsins var
sem allra bágbornust, þá var pré-
dikað sýknt og heilagt af postulum
hinna „pólitísku trúarbragða", að
þrátt fyrir allt væru það ómetanleg
réttindi, að fá að búa við málfrelsi
og trúfrelsi, er teljast mikilvægir
hyrningarsteinar lýðræðisins. En ef
einhver lét sannfæringu sína í ljós,
er fór í bága við réttlínustefnu hinna
ýmsu flokka, gat hann átt á hættu að
verða sviftur rétti sínum til að lifa
sem frjáls og nýtur þegn í þjóðfélag-
inu. Já, vér höfum haft nóg af fögr-
um orðum um frelsi og réttlæti. Vér
vitum, hvernig málfrelsið hefir verið
notað. Það hefir verið notað
til að rægja og svívirða póli-
tíska andstæðinga og vekja hatur,
úlfúð og öfund meðal þegna þjóðar-
innar. Vér vitum einnig, hvernig trú-
frelsið hefir verið notað. Menn hafa
notað það til þess að rífast um dauð-
an bókstaf, til að básúna trú sína á
rétt hins sterka, og til þess að skop-
ast að þeim, sem beygðu kné sín i
lotningu fyrir einhverjum æðri mátt-
arvöldum. Og kirkjan hefir ávallt lagt
blessun sína yfir þá, sem náð hafa í
stjórnartaumana, jafnvel þótt þessir
menn kynnu ef til vill að verða fyrstir
til að svíkja þjóð sína á örlagastund