Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 11

Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 11
STRAUMHVÖRF 9 allra gelgjuskeiða í lífi einstaklinga sem heilla þjóða. En hvað hefir gerzt á meðan. Það hefir gerzt, að við höfum glat- að þeim vopnum, sem hugsjónamenn 19. aldarinnar unnu landið með úr höndum útlendinga, þeim einu vopn- um, sem við getum beitt. Hvar vær- um við þá stödd, ef við skyldum þurfa að verja þjóðarrétt okkar enn á ný? Nemum staðar, tökum til vopna, ver- um á verði. Enn er tími til að bjarga sjálfstæði, einingu og siðmenningu þjóðarinnar, en það eru síðustu forvöð. Hver ein- asta smáþjóð, sem er sjálfri sér sund- urþykk, þegar styrjöldinni lýkur, á það á hættu, að verða þurrkuð út. Enginn skyldi treysta öðru. Okkur vantar þjóðholla menn í trúnaðarstöðurnar, í hvert einasta sæti, menn, sem þykir sómi að þjóð sinni, boða henni bræðralag og láta sér annt um samborgarana. Þjóðholl- usta á ekki fremur skylt við þjóð- rembing en bróðurhugur við dramb. Sundurlynd þjóð er ótraustur ein- staklingur í samfélagi þjóðanna. Sá maður, sem ekki er hollur þjóð sinni, hann verður því lánlausari í hinu alþjóðlega ríki. Það er því al- rangt, að óbrjáluð þjóðerniskennd og þjóðhollusta spilli sambúð milli þjóða í mannheimi. Hinsvegar er allt- af hægt að snúa Faðirvorinu upp á djöfulinn. Miklu fremur mætti með sanni segja, að hin langþráða menn- ing hjartans dafnaði bezt við þau skilyrði, er þessar tilfinningar skapa. Þær skapa rótfasta einstaklinga og samúðarfulla samborgara. „Sjálft hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem blekking, sé hjartað ei með, sem undir slær“. Þessar Ijóðlínur eru um þá menn- ingu, sem allur heimurinn byggir nú framtíð sína á. Gerum þá menningu að þjóðmenningu okkar. STYRKÞEGAR OG SNÍKJUDÝR Margir heiðarlegir kaupstaðarbúar telja um þessar mundir, að bænd- ur séu orðnir sníkjudýr á öðrum starfandi mönnum þjóðfélagsins. Þrátt fyrir það er ekki dregið í efa, að þeir vinni hörðum höndum. Margir heið- arlegir bændur og aðrir vinnuveitendur telja verkamenn, er beri fram ósann- gjarnar kröfur á hendur atvinnurekendum, sníkjudýr. Ýmsir, er líkamleg erfiðisstörf vinna, telja þá, er bókleg fræði stunda, ónytjunga og jafn vel sníkjudýr. Heildsalar og gróðamenn hafa einnig hlotið margvíslegar nafn- giftir af hálfu heiðarlegra verkamanna og annarra. Verðlag á íslenzkum iðnaðarvörum hefir einnig veitt tækifæri til þess, að iðnaðarmenn fengju sinn skerf um glöggar einkunnir. Er ósennilegt, að nokkur starfssveit þjóð- félagsins hafi sloppið við dóma af þessu tagi. Mun engin vanþörf á því, að auka gagnkvæma virðingu þeirra starfssveita þjóðfélagsins, er heiðarleg verk vinna, ef sæmileg eining og samhugur þjóðarinnar á að skapast. Er því jafn glæpsamlegt gagnvart þjóðfélaginu að beita ofangreindum nafn- giftum að ósekju sem að gefa tilefni til þeirra.

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.