Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 18
16
STRAUMHVÖRF
Lú'Svík Kristjánsson:
Skáleyj asyslkin
Sólstöðutíminn í Flatey á Breiða-
firði verður mörgum ógleymanlegur.
Óvíða hefi ég litið víðfeðmari fjalla-
hring og fjölbreytilegri að línum og
litum. — Sólsetrið þar strýkur alla
strengi aðdáunar og lotningar í
brjóstum manna. Við flúð og sand
lóar aldan, en um allán sjó, í lofti og
á eyjum, ómar hljómkviða lífsins í
tónbrigðum fuglanna. — Dagmál i
ríki náttúrunnar bera smyrsl á vagl-
gróin augu.
Um dagmálaleyti gróandans stend-
ur andspænis mér aldurhnigin kona.
Hár hennar er silfurhvítt og fellur
þunnt niður með vöngum. Andlitið er
slétt og langleitt, en augun frán og
vakandi. — Þessi kona man fjórar
kynslóðir og vel það. Hún hefir í stór-
um dráttum lifað flestar þær breyt-
ingar, sem orðið hafa á íslandi síðan
á landnámstíð. Svo nákomna til sagna
um andblástur og byr í lífi heillar
þjóðar eiga fæstir nema íslendingar.
Slíkt er eigi einskis virði, ef um er
hirt, þótt ekki beri það vott um gró-
anda í athafnalífi forfeðranna.
Börn nýja tímans hafa nú alls
staðar setzt í öndvegi, en margt:
mættu þau tína í mal sinn frá þeim,
sem enn lifa og standa traustum
öðrum fæti í þeim jarðvegi, er 28
kynslóðir þjóðarinnar hafa sprottið
úr.
Kristín mín Jónsdóttir í Flatey,
aldurhnigna konan, þunnhærða og
fráneyga, er eitt hið minnugasta og
fróðasta öldurmenni, sem ég hefi fyr-
ir hitt. —- Vísur þeirra Skáleyjasyst-
kina, sem hér birtast, eru allar frá
henni komnar, nema þrjár, er Theo-
dóra Thoroddsen hefir kennt mér.
Hjónin Ólafur Ólafsson og Sigríður
Styrkársdóttir bjuggu í Skáleyjum
á Breiðafirði síðari hluta 18. aldar.
Ólafur var eyjamaður að ætt í marga
ættliði, en Sigríður kynjuð ofan af
ÍBarðaströnd. Þau hjón munu eigi
hafa átt nema þrjú börn, er upp
komust. Voru það dætur tvær, er hétu
Ingveldur og Helga, og sonur, Einar að
nafni. Einar kvæntist Ástríði Guð-
mundsdóttur, dótturdóttur Eggerts Ól-
afssonar í Hergilsey. Ingveldur giftist
Jóni Péturssyni, ættuðum úr Norður-
landi í föðurætt, en Helga var van-
heil lengst af og giftist ekki. Var
hún með systkinum sínum og frænd-
fólki alla tíð. — Öll voru þau syst-
kini hagmælt, en fátt hefir varðveitzt
af skáldskap þeirra, einkum systr-
anna. Svo létt var þeim Einari og
Ingveldi að beita stökunni, að þaU
ortu stundum jafn harðan um ýmis
atvik, er fyrir komu við vinnu.
Einhverju sinni voru þau í leitum.