Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 20

Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 20
STRAUMHVÖRF :X8 var hann til 12 ára aldurs. Bjarni var dóttursonur Guðmundar Sche- vings kaupmanns, en í föðurætt syst- kinabarn við Jón Thoroddsen skáld. Kona Bjarna var Hildur dóttir Bjarna Thorarensen amtmanns. Meðal sona þeirra var Páll Vídalín, sýslumaður í Stykkishólmi. Þegar Bjarni fékk fyrst sem barn •að fara út í Flatey og heimsækja ætt- fólk sitt, orti Einar fóstri hans þess- .ar vísur: Úti’ í Flatey afi þinn er með sóma háan. Blessaður litli Bjarni minn, brátt færð þú að sjá hann. Er þar frúin amma þín, ört sem dyggðir prýða. Sjá færð þú þá silkihlín, ■er sumarið kemur blíða. Móður þinnar mætrar þar munt þú einnig leita. Biður hún þér blessunar af buðlung englasveita. Föður þinn ei færðu að sjá — finnst það mæðustandið. — Hann við smíðar hefur stjá hér og þar um landið. Veizlu held ég verði spjöll, vart má slíku hamla, þá hýr þig flytur hringaþöll heim í kotið gamla. 'Víst munu þér og vera nær — við það sorgin dvínar — mettar dyggðum, mætar tvær móðursystur þínar. Vildi’ eg, Bjarni, vinur þinn, vera þar þú stendur, þá sykur, brauð og sætindin seljast þér í hendur. Kotið gamla, sem minnzt er á í 5. vísunni, er bærinn Svalbarð í Flat- ey, en þar fæddist Bjarni. Móður- systur Bjarna voru þær Hildur móðir Davíðs Schevings læknis og Herdísar Benedictsen. Um Pétur Jónsson, systurson sinn; orti Einar þessar vísur, þá er hann kvæntist: Pétur list og prýði ber, prúður hristi geira. Minnar systur-arfi er; auðnan visti hann hjá sér. Hamingjugróði hagfelldur hjá þér staðar nemi, ó, minn góði ættbróðir, ungu fljóði nýgiftur. Ungum klæðaeyði ég óska þess af hjarta, að þér þræði á allan veg andleg gæði og líkamleg. Séra Friðrik Jónsson á Stað á Reykjanesi var góðvinur Einars í Skáleyjum. Hann lézt af slysförum sumafið 1839, og orti Einar vísu þessa, er hann frétti lát hans: Þegar ég stari að Staðarbæ, sturlast brjóstið hrygga.

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.