Straumhvörf - 15.03.1943, Side 4

Straumhvörf - 15.03.1943, Side 4
S4 STRAUMH VÖRF sitt með því að þiggja aldrei neitt af neinum. Það er engin furða, þótt svona frumstæðar hugmyndir um efnalegt sjálfstæði sæti gagnrýni. En hér er vandinn sem oftar sá, að skera burtu meinsemdina án þess að skerða liminn. Seinþreyttur áróður hefir fylgt óhófstízkunni fast á eftir til þess að gera lítið úr sjálfsbjargarvið- leitni manna, svo að þeir menn mega nú una því að vera kallaðir gamal- dags, sem eru að myndast við að fara vel með þau verðmæti, sem þeir komast yfir. Það er jafnan skammt öfganna á milli. Með þessari gagnrýni hefir átt að ryðja samhjálp manna og félagslyndi braut, svo aðeins sé getið hins bezta til. En forkólfar mannúðarstefna og félagshyggju ald- arinnar, er vildu veita félagsúð og samhjálp inn í hugskot þessarar ein- angruðu þjóðar, hafa skotið nokkuð yfir markið. Þeir hafa því ekki aflað sér þess trausts almennings, sem mál- staður þeirra á þó skilið. Þeir hafa verið of léttúðarfullir og ábyrgðar- lausir, þeir hafa eflt samtök fjöld- ans til að gera kröfur. En það verð- ur fyrst og fremst, eða þó jafnframt, að gera kröfur til sjálfs sín, að því búnu er hægt að gera kröfur til ann- arra. Það er gott og nauðsynlegt verk, að losa þjóðina úr viðjum úr- eltra og smánarlegra hugmynda um opinbera framfærslu þeirra, sem geta ekki unnið fyrir sér af einhverjum ástæðum. Þetta hafa forvígismenn fé- lagsúðarinnar gert. En þeir hafa hleypt stærri skriðu af stað en þeir ætluðu, af því að þeir hafa ekki byggt upp í stað þess, sem þeir rifu niður. Þess vegna er nú almennt farið að tala jafn háðulega um styrkþega og sníkjudýr í öllum stéttum og öllum flokkum eins og um sjálfstæðis- mennskuna hans Bjarts í Sumarhús- um. Öfgarnar mætast. Þessu er hvorutveggja jafn illa far- ið. Styrkir af almannafé og efnalegt sjálfstæði eiga jafnan rétt á sér í siðuðu þjóðfélagi. Það er einmitt nauðsynlegt að glæða metnað manna til efnalegs sjálfstæðis, þjóðarinnar vegna, vegna samhjálparinnar, og sjálfra þeirra vegna. Hins vegar þarf að gróður- setja þá réttlætiskennd í hugskoti þjóðarinnar, að ekkert þyki sjálf- sagðara en þeim mönnum sé við- stöðulaust veitt nægilega af almanna- fé til að lifa menningarlífi, sem ekki geta séð fyrir sér sjálfir af einhverj- um ástæðum. Hér mætti hugsa sér, að vottorð lækna hefðu úrskurðarvaldið í vafatilfellum, og um fram allt yrði að tryggja það, að almenningur þyrfti á engan hátt að tortryggja þá, sem hann elur önn fyrir, og hvað ætti mönnum þá að vera ljúfara en ieggja sitt til framfærslu þeirra. H. Hvernig má það verða, að alþýða manna í þessu landi, og þá einkum unga fólkið, læri betur að gæta feng- ins fjár. Ég ætla ekki að eyða rúmi í að leiða rök að því, að við kunnum það illa. Það er eitt af fáu, sem er almennt viðurkennt. Það er því kyn- legra, að þetta er jafnframt einn þeirra fáu ágalla okkar, sem helzt aldrei er opinberlega gagnrýndur,

x

Straumhvörf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.