Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 12

Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 12
42 STRAUMHVÖRF EGILL BJARNASON: Ofvöxlurinn í Alþingi Hinn 8. marz s. 1. minntist Alþingi þess, að þá voru liðin 100 ár frá því, að gefið var út konungsbréf um end- urreisn hins forna Alþingis. Saga Alþingis íslendinga í þessi hundrað ár er að vonum löng og merkileg, einkum á því tímabili, er sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar var hörðust. Um það mál hefir margt verið skrifað og heilar bækur ritaðar um Alþingi frá ýmsum hliðum. í þessari stuttu grein ætla ég aðeins að drepa á það, sem kalla mætti vaxtar- sögu Alþingis, og nokkur einstök at- , riði í því sambandi. Með tilskipan um endurreisn Al- þingis, frá 8. marz 1843, er svo um mælt. „Sérhver af landsins 19 sýslum á að vera eitt kosningarumdæmi og fyrir hvert af þessum skal einn full- trúi kjósast til alþingis. Kaupstaður- inn Reykjavík, með því bygðarlagi, er heyrir til staðarins lögsagnar, er sömuleiðis eitt kosningarumdæmi, sem nefnir einn alþingismann". Var því gert ráð fyrir 20 kjördæmakjörn- um þingmönnum, og 6 konungkjörn- um samkvæmt eftirfarandi. „Sömu- leiðis viljum Vér tilskilja Oss eftir kringumstæðunum, að nefna allt að 6 meðal landsins embættismanna, 2 andlega og 4 veraldlega, til meðlima nefndrar samkomu". Til fyrstu samkomu hins endur- reista Alþingis mátti því kjósa 26 þingmenn. Síðan hefir þessi tala tvö- faldazt. Að vísu má segja, að miklar og stórfelldar breytingar hafi orðið á fleiri sviðum á þessari öld, fólks- fjölgun orðið mikil, framleioslan margfaldazt, lífsþægindin aukizt, o. s. frv. En samt er rétt að staldra við og gera sér nánari grein fyrir þess- um mikla vexti í löggjafarstofnun þjóðarinnar á þessum tíma. Þegar litið er yfir sögu, kemur það í Ijós, að þessi mikla fjölgun hefir að- allega orðið í þrem stökkum eftir síð- ustu aldamót. Fyrir aldamót er stór- felldasta fjölgunin gerð með stjórnar- skránni 5. jan. 1874, en þá er kjör- dæmakjörnum þingmönnum fjölgað úr 21 upp í 30. Árið 1903 kemst tala þingmanna upp í 40. Árið 1934 eru þingmenn orðnir alls 49. Síðan hefir þeim enn verið fjölgað, sem kunnugt er, og eru nú 52. Það mun um fáar stofnanir vera jafn margt og misjafnt talað eins og Alþingi og störf þess. Fer það og að vonum, því að þar eru ráðin þau ráð, er þjóðinni ber að hlíta, og þær á- kvarðanir teknar, er mestu varða land og þjóð. Finnst þá mörgum á sinn hlut gengið og sannast hér eins og oft áður, að „enginn gerir svo öll- um líki“. Þá heyrir maður oft deilt á Alþingi fyrir seinagang við afgreiðslu

x

Straumhvörf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.