Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 15

Straumhvörf - 15.03.1943, Blaðsíða 15
STRAUMHVÖRF 45 JÓHANN FRA ÖXNEY: Verðlag landbúnaðarafiurða Þetta mál hefir verið rætt nokkuð undanfarið, og hafa komið fram all- andstæðar skoðanir á því, eftir því hvort á það er horft frá sjónarhóli framleiðandans, bóndans, eða neyt- andans, launþegans. Ýmsir hafa orðið til að bera bændastétt landsins brigzl- um og kasta að henni hnjóðsyrðum fyrir þá fjármuni, sem til hennar hafa runnið úr ríkissjóði. Einna mest brögð hafa verið að þessu í blöðum verkamannaflokkanna og ræðum for- vígismanna þeirra. Frá bændanna hálfu hefir verið fremur hljótt um þessi mál, þar til nú á síðustu tím- um, að þeir hafa látið nokkuð til sín heyra. Hafa þeir þá svarað í svipuð- um tón. Þeir hafa brigzlað viðskipta- vinum sínum um, að þeir þægju neyt- endastyrki úr ríkissjóði o. s. frv. Jafnframt því að verkamenn lands- ins hafa bundizt traustum samtökum, hafa þeir ráðið miklu um kaupgjald í landinu. Þetta á ekki hvað sízt við um síðustu tíma, eftir að eftirspurn eftir verkamönnum varð meiri en framboð á vinnu þeirra. Kjör verka- manna hafa því batnað til stórra muna frá því, sem áður var, og munu flestir á einu máli um, að það sé vel farið. Bændur hafa hins vegar aldrei átt nein sams konar stéttarsamtök, er væru þess megnug, að gæta hags- muna þeirra og bæta kjör þeirra. Þeir hafa því miður verið alltof sundur- þykkir, og stéttarmeðvitund þeirra ekki verið svo árvökur sem skyldi. En nú eru að verða straumhvörf í þessu efni. Búnaðarþingið, sem sat á rökstólum í vetur, bar þessa nokkur merki. Orsök þessarar vakningar er vafalaust fyrst og fremst áróðurinn, sem rekinn hefir verið gegn þeim, og auk þess ef til vill skilningur bænda á því, að það er banvænt fyrir eina stétt að standa sundraða og ósam- taka í þjóðfélagi, þar sem allar aðrar stéttir skipast í hagsmunafélög og beita fyrir sig mætti samtakanna til hins ýtrasta. Með þessu skal því þó ekki haldið fram, að þessi skipan þjóðfélagsmálanna sé æskileg, heldur aðeins litið á þessar staðreyndir eins og þær nú eru í þjóðfélaginu. Illvígur áróður hefir jafnan leitazt við að sannfæra menn um, að hagsmunir neytenda og framleiðenda væru and- stæðir, þó að það sé augljós þjóð- félagsleg nauðsyn og öllum fyrir beztu, að þeir fari saman. Af styrjaldarástæðum hafa tapazt erlendir markaðir fyrir íslenzkar landbúnaðarafurðir, eins og t. d. ull og gærur. Hins vegar hafa verulegar fjárfúlgur runnið í ríkissjóð af völd- um styrjaldarinnar. Því virðist auð-

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.