Straumhvörf - 15.03.1943, Page 17

Straumhvörf - 15.03.1943, Page 17
STRAUMHVÖRF 47 að verða einn höfuðkostnaðarliður- inn. Því er auðsætt, að meðan kaup- gjald fyrir almenna vinnu í landinu er hátt, verður ekki komizt hjá því, að sú framleiðsla, sem krefst mikill- ar vinnu, verði dýr. Ekki virðist held- ur sanngjarnt að krefjast þess, að bændur eða aðrir, er vinna sveita- störf, vinni fyrir lægra kaup en aðrir starfandi menn. Þá hafa einnig kröf- ur manna um hvers kyns lífsþægindi vaxið til stórra muna. Bændur hafa orðið hér nokkuð aftur úr, en enginn skyldi lá þeim, þó að þeir geri sömu kröfur til lífsins og aðrir menn. Bættir hagir einnar eða fleiri starf- sveita þjóðfélagsins leiða af sér aukn- ar kröfur þeirra, sem verr eru settar. Skilningur á jafnrétti starfsveitanna er skilyrði fyrir friðsamlegri og hag- felldri lausn þessara mála. Þá er vert að nefna í þessu sam- bandi verðlag á íslenzkum iðnaðar- vörum. Fyrir hálfri öld eða svo voru næstum allar þær iðnaðarvörur, er framleiddar voru hér á landi og landbúnaðurinn þarfnaðist, fram- leiddar í sveit og því framleiðsla bóndans. Eftir að verkaskiptingin komst á hærra stig, hefir þetta breytzt þannig, að nú má svo heita, að bændur kaupi allar iðnaðarvörur, frá iðnfyrirtækjum í kaupstöðum. Nú er þessu svo farið hér, að þessar vör- ur eru að margra dómi dýrastar allra vara, sem seldar eru á íslenzkum markaði, þegar miðað er við verð jafngóðra vara á heimsmarkaðinum. Þetta á eðlilega sinn þátt í því að hækka verð á landbúnaðarafurðum. Þess ber einnig að gæta, að öll inn- kaup bænda á erlendum nauðsynjum til búa sinna ganga í gegnum kaup- staðina, og að allstór hópur neytenda lifir af þeirri verzlun. Ég hefi nú drepið á nokkra þætti, sem allir hafa, að meira eða minna leyti, áhrif á verðlag landbúnaðaraf- urðanna, en liggja þó í höndum neyt- enda sjálfra. Bændur fá litlu eða engu ráðið um þessa hlið málsins. Þeir verða því ekki með neinum rökum sakaðir um þann kostnað, sem af þeim sprettur. Hins vegar eru aðrar hliðar þessa máls, sem vita að bændunum, og skulu þær einnig ræddar nokkuð. Landið okkar liggur á norðurtak- mörkum þess hluta heimsins, sem getur talizt hæfur til reksturs fjöl- þætts landbúnaðar. Vegna þessa verð- um við að horfast í augu við það, að við eigum nokkru erfiðara um fram- leiðslu landbúnaðarvara en þær þjóð- ir, er betri lönd byggja. Af þessu leiðir, að jafnvel þótt allir þættir framleiðslunnar væru reknir með bezta og hagfelldasta hætti, mættum við samt búast við, að þessar vörur yrðu dýrari hér en víða annars stað- ar. En þar sem því fer einnig mjög fjarri, að íslenzkur landbúnaður sé rekinn með beztu tækjum og hag- felldustu vinnuaðferðum, er ekki að undra, þó að ekki sé allt með felldu um framleiðslukostnaðinn. Fram á 20. öld var íslenzkur búskapur bor- inn uppi af ódýru vinnuafli. Eftir að verkamannasamtökin höfðu rétt hlut verkamanna með hækkun kaup- gjaldsins, voru þessir búskaparhættir dauðadæmdir. Hér komu vélarnar í

x

Straumhvörf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.