Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 27
STRAUMHV ÖRF
57
BRODDI JÓHANNESSON:
Heimili og þjóðfélag
Framh.
3. Friðhelgi heimilisins.
Spjöll á móðurmálinu geta verið
með ýmsu móti, en ein tegund þeirra
er öðrum geigvænlegri. Hún er fólg-
in í því, að hugtök glatast, þó að
tákn þeirra, orðin, varðveitist óbjög-
uð. Þessi málspjöll eru því geigvæn-
legri, sem þau eru hinum torsærri.
Menn brestur oft drengskap til að
játa skilningsleysi sitt á mikilvægum
hugtökum og notkun merkingar-
lausra orða. Hispursleysi barnsins sá,
að keisarinn var klæðlaus, en stund-
um þarf einnig hispursleysi til að sjá,
að klæðin eru keisaralaus. Mörgum
kynni að hnykkja ónotalega við, ef
sú fullyrðing væri borin fram, að
hugtak okkar, friðhelgi heimilisins,
væri ekki lengur til nema sem hljóm-
fagurt orð. Hvert er nú inntak orð-
anna: Friður, helgi, heimili? Það er,
því miður, ekki lengur sýn draum-
lynds skálds, að „bylgjan sé blóðug
um sólarlag", úthöfin eru lituð
mannablóði, þyrstar auðnir Afríku
drekka það, skógar Asíu nærast á
því, og það bræðir jökla Noregs og
gaddinn á sléttum Rússlands. En
norður við heimsskaut leikum við leik
okkar „með hin drepandi orð“. Þar
er engin helgi svo mikil, að hún
brynji gegn þeim, engin stofnun veit-
ir grið né nýtur þeirra, en þar eru
engir vargar í véum sem véin eru
engin. Þar eru aðeins vargar. Þannig
er um friðinn, þannig er um helgina,.
og svo gæti farið, ef líkt stefnir og
nú, að brátt yrðu leifar heimilisins
einnig horfnar. En þeir, er vel vita,
munu benda á, að stjórnarskrá ís-
lenzka ríkisins tryggi friðhelgi heim-
ilisins, og ekki alls fyrir löngu lýstu
sum helztu blöð landsins yfir því, að
friðhelgi heimilisins hafi verið bjarg-
að. En töframáttur ritaðs orðs er
löngu horfinn, því miður einnig, þó að
það sé ritað í sjálfa stjórnarskrána,
svo sem ung dæmi sanna. Daglegt líf,
en ekki pappírinn, á að skapa og
vernda vé okkar, og þá fyrst getum
við talið, að heimilið sé friðheilagt,
ef það nýtur þeirrar virðingar og að-
stöðu, sem sérhverri þjóðmenningu er
nauðsynleg.
í kafla þeim eftir próf. McDougall,
er birtist í upphafi þessa greina-
flokks, kom fram sú skoðun, að heim-
ilið sé ein mikilvægasta stofnun þjóð-
félagsins og eitt helgasta vé þess. En
þá mun sú spurning vakna, hver séu
helztu auðkenni fullgilds heimilis. Ég
mun ekki bera fram neina ákveðna
skilgreiningu á því, en minni aðeins
á þrjú atriði: Siðferðilega ábyrgðar-
kennd foreldranna gagnvart börnun-
um, samvistir foreldra og barna og
sæmileg efnaleg kjör. Það skal þó
þegar tekið fram, að heimili geta ver-