Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 28

Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 28
58 ið ungmennum góð, þó að ekki sé um skyldleika að ræða milli uppalanda og barns, heldur fóstur. Sjálft eðli manna tryggir að öllum jafnaði fyrsta skilyrðið, ef hinum er fullnægt, og sný ég mér því að öðru atriðinu. Margar orsakir valda því, að fjöldi ungmenna nýtur ekki umsjár for- eldra. Dauðinn gengur ekki fram hjá neinum, en á sumum heimilum er högum þannig farið, að hann er sí- fellt nálægur, og úrkuldi hans smýg- ur um allar gættir. Hann minnir oft og átakanlega á nálægð sína og yfir- gefur skertan barnahópinn ekki fyrr en hann er munaðarlaus. Við væntum þess ekki, að við sigrum dauðann, en hann mun koma fyrr og biturlegar á ýmsa staði en ella mundi, ef húsa- kostur og aðbúð öll væri með öðrum hætti. Við nefnum það góðgerða- og líknarstarfsemi, að sinna þeim í ein- hverju, sem ógæfan hefir hrjáð, en mannúðin og framsýnin væri meiri, ef við gældum ekki við ógæfuna sjálfa, heldur hindruðum nálægð hennar. Þannig geyma íslenzk mold og mar foreldra fjölmargra munaðarleys- ingja, sem hrifsaðir voru frá hálf- unnu verki, vegna skeytingarleysis um almenn lífskjör förunautanna. Góður vilji okkar og samúð kemur í ljós, þegar sérstök áföll ríða yfir. En dapurlegt er það samt, að við sjáum oft undantekninguna, en gleymum reglunni, við teljum tugina, en hlaup- um yfir þúsundin. Vegna hjúskaparslita missa allmörg börn umhyggju annars foreldris að minnsta kosti, og munu nú vera nokk- STRAUMHVÖRF ur hundruð þeirra á framfærslualdri. Fjárhagsleg aðstoð beggja foreldr- anna og umhyggja annars þeirra er nokkurs verð, en hvergi nærri full- gild, félagslega skoðað. Þá ráða at- vinnuhættir miklu um það, að mörg börn njóta lítilla samvista við annað foreldri eða bæði. Að lokum er vert að minnast barna þeirra, er þegar frá fæðingu njóta aðeins umsjár annars foreldris, í bezta lagi, að undanskildum fjárhags- legum stuðningi, sem þó mun ekki ávallt mikils virði. f Hagtíðindum, 27. árg. nr. 5, seg- ir svo, bls. 39: „Af öllum fæddum börnum 1940 voru 648 eða 25,6% ó- skilgetin. Er það töluvert hærra hlut- fall en árið á undan. En annars hefir hlutfallstala óskilgetinna barna hækkað mikið síðustu árin, svo sem eftirfarandi yfirlit sýnir, og undan- farin 100 ár hefir hún aldrei verið £ins há og nú. 1916—20 ........... 13,1% 1921—25 ........... 13,5% 1926—30 ........... 14,4% 1931—35 ........... 18,6% 1936—40 ........... 23,2%“ Á þessa leið er umsögn Hagtíð- inda. Kemur þar í ljós, að hlutfalls- tala óskilgetinna barna hefir hækkað um nærfellt 100% síðastliðinn aldar- fjórðung, og síðastliðin hundrað ár hefir hún aldrei verið eins há og nú. Er vert að minnast þess, að tölur þessar eru hernáminu með öllu óvið- komandi, og er því ekki um neitt stundarfyrirbæri vegna sérstakra að- stæðna að ræða. Hins vegar sjáum

x

Straumhvörf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.