Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 31

Straumhvörf - 15.03.1943, Síða 31
STRAUMHV ÖRF 61 unnarlítil véspjöll á friðhelgi heimil- isins. Þó að ýmsum kunni að virðast þessi atriði smávægileg, er barnalegt að vænta sæmilegrar reglusemi i dag- legum háttum manna, meðan ekki er ráðin bót á þessum óvana, hvort sem málið er skoðað frá félagslegu eða heilbrigðislegu sjónarmiði. Sú lítilsvirðing á starfi húsmóður- innar og heimilisstörfum, sem auðsæ er af ofangreindu dæmi, kemur eðli- lega víðar fram. T. d. má benda á það, að nýlega birtust í víðlesnu blaði tilmæli um að leggja niður orðið vinnukona. Sú góða hugmynd hefir vakað fyrir höfundi þessara tilmæla, að unnt væri að auka á virðingu starfsins með því að gefa því annað nafn. En hitt má teljast dapurlegt, ef það er niðrandi að vera kenndur við vinnu. En ef þess er einnig gætt, að störf vinnukvenna eru almenn heim- ilisstörf, það er að segja, störf hús- mæðra og mæðra, felst einnig i þess- um tilmælum, þó að höfundur þeirra hafi vafalaust ekki gert sér það ljóst, lítilsvirðing á starfi húsmóðurinnar og móðurinnar. En á herðum þeirra hvílir meiri ábyrgð og meiri vandi en lagður er á nokkra aðra starfssveit þjóðfélagsins. Engin tækni og enginn lærdómur getur skapað neitt, er tæki við hlutverki þeirra. Lítilsvirðingin á heimilisstörfunum og undirbúningi þeim, er þau krefja, kemur einnig fram í flótta dætranna til ýmiskon- ar starfa utan heimilanna. En heim- ilisstörfin verða ekki einungis laun- uð samkvæmt mati því, er á þau er lagt, heldur verða þau einnig unnin eftir því. Það er vitanlega viðkvæmt mál og mjög umdeilt, hvert sé hlut- verk konunnar í þjóðfélaginu. En fátt munu konur þurfa að verja og vernda betur en húsfreyjustöðuna og virð- ingu hennar, bæði vegna sjálfra sín og þjóðfélagsins. Einn af heimspek- ingum síðustu aldar kvað sig ekkert varða um föðurlandið, heldur einung- is niðjalandið. Þó að ábyrgðarleysið um framtíðina lokki öfgar af þessu tagi úr munnum manna og pennum, má minnast þess sannleiks, sem í þeim er fólginn. Allir vaxandi menn þurfa að einhverju leyti að hefja nýtt landnám, og móðurbrjóstið, í fullri merkingu orðsins, veitir drjúgt veg- nesti til niðjalandsins. Og friðhelgi heimilisins verður hégómi einn, ef hlutverk húsfreyjunnar er ekki skilið og metið til fulls, að því vitanlega ógleymdu, að „virðingarstaðan krefst ábyrgðar". Um efnaleg kjör verður hér fátt eitt sagt. Menn vita, að óþægilegt er að svelta. Það vissi sú kynslóð að minnsta kosti, er minnti þá menn, er nú sprettur grön, á þá tíma, er skó- bætur voru étnar. En því fer samt sorglega f jarri, að menn geri sér fulla grein fyrir siðferðilegum ógnum ör- birgðarinnar. En andstæða örbirgð- arinnar er einnig til. Öll menningar- leg hrörnunarskeið hafa kynnzt „löst- um ofurauðs og örbirgðar". íslenzk samtíð þekkir nokkur dæmi þeirra líka. Vil ég því í sambandi við skoð- un mína á sæmilegum efnalegum kjörum minna á þá menningarlegu hættu, sem fólgin er í fjárhagslegri neyð annars vegar og ábyrgðarleysi gagnvart sjálfum sér og þjóðfélaginu

x

Straumhvörf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.