Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 10
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Framtíðarþing um farsæla öldrun Óskað er eftir þátttakendum úr eftirfarandi hópum: 75 ára og eldri 55-75 ára 55 ára og yngri Starfsfólk sem tengist öldrunarmálum Tilkynnið þátttöku: Áhugasamir vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið framtidarthing@gmail.com eða í síma 693 9508 eigi síðar en 25. febrúar nk. Taka þarf fram nafn, kennitölu og síma. Þátttaka er öllum heimil og án endurgjalds.* Boðið verður upp á veitingar. *Allir þátttakendur eru sjálfboðaliðar og þurfa sjálfir að standa straum af eigin ferðakostnaði. MARKMIÐ ÞINGSINS: Skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna. Vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar. FARSÆL ÖLDRUN Þátttakendur óskast – viltu vera með? RÚSSLAND, AP Vísindamenn telja að loftsteinninn, sem splundraðist yfir Rússlandi í gær, hafi verið tíu tonn að þyngd. Brotunum rigndi yfir íbúa við Úralfjöllin, ollu sprengingum og eignatjóni. Hátt í þúsund manns þurftu að leita sér læknisaðstoðar. „Það varð uppi fótur og fit. Enginn vissi hvað var að ger- ast. Allir fóru á milli húsa til að athuga hvort allt væri í lagi með fólk,“ sagði Sergei Hametov, íbúi í Tsjelja binsk, stærstu borg- inni á því svæði sem varð fyrir loftsteina regninu. „Við sáum skyndilega mikið ljós og fórum út til að kanna hvað væri að gerast. Þá heyrðum við mjög háværar sprengidrunur.“ Loftsteinninn er talinn hafa nálgast jörðu á miklum hraða, á um 54 þúsund kílómetrum á klukkustund. Hann splundraðist í 30 til 50 kílómetra hæð yfir jörðu og dreifðust brot úr honum yfir mjög stórt svæði. Miklar spreng- ingar urðu til þess að víða brotn- uðu rúður í gluggum. Stærsta brot- ið hafnaði á endanum í ísilögðu stöðuvatni skammt frá bænum Tsjebakúl. Nokkuð algengt er að loftsteinar komi inn í andrúmsloft jarðar. Oft- ast brenna þeir upp en sumir lenda á jörðinni í mismunandi mörgum pörtum. Það gerist nokkrum sinn- um á ári, en aðeins á fimm til tíu ára fresti hafa þeir umtalsverð áhrif. Sjaldnast gerist það þó á byggðu bóli, þannig að tjónið verð- ur yfirleitt lítið. Engin tengsl eru talin vera á milli loftsteinsins, sem splundr- aðist yfir Úralfjöllum, og 130 þús- und tonna smástirnis sem þaut fram hjá jörðu seint í gær í um það bil 28 þúsund kílómetra fjarlægð. Engin skráð dæmi eru um að smá- stirni af þessari stærð hafi farið þetta nálægt jörðu. Rússneski þingmaðurinn Vladi- mír Sjírínovskí, sá kokhrausti þjóðernissinni, kom reyndar auga á aðra hlið á loftsteinaregninu en flestir aðrir: „Þetta eru ekki loft- steinar að falla, heldur eru Banda- ríkjamenn að gera tilraun með nýtt vopn.“ gudsteinn@frettabladid.is Olli uppnámi og skelfingu Hundruð manna særðust þegar tíu tonna loftsteinn splundraðist yfir Úralfjöllum. Þrettán þúsund sinnum þyngra smástirni fór einnig nálægt jörðu. SKILDI EFTIR SIG GUFURÁK Loftsteinninn lenti á endanum í ísilögðu stöðuvatni. NORDICPHOTOS/AFP Allir fóru á milli húsa til að athuga hvort allt væri í lagi með fólk. Sergei Hametov íbúi í Tsjeljabinsk í Rússlandi TEFLA DJARFT Kínversku skákmeistararnir Bu og Wei að tafli í Salaskóla í gær. SKÁK Kínverska landsliðið í skák er í heimsókn á Íslandi og mun tefla í landskeppni við Íslendinga nú um helgina. Í kínverska liðinu eru tveir ofurstórmeistarar, þeir Bu Xiangzhi og Yu Yangyi, sem eru í hópi sterkustu skákmanna heims. Þá teflir hinn fjórtán ári gamli Wang Yiye fyrir liðið, en hann er meðal efnilegustu skákmanna heims. Landskeppnin er haldin í tilefni af 60 ára afmæli Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Hún fer fram í höfuðstöðvum Arion banka frá klukkan 13 til 17 í dag og á morg- un. Áhorfendur eru velkomnir. - mþl Íslenska landsliðið í skák mætir því kínverska: Kínverska landsliðið í skák teflir á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.