Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 12
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 SKAGAFJÖRÐUR Strætó á Hofsós og Hóla Strætó bs. hefur kynnt áform um að taka upp ferðir milli Sauðárkróks, Hofs- óss og Hóla í tengslum við núverandi áætlun strætó. NOREGUR Allt stefnir í stjórnar- skipti í Noregi eftir þingkosning- ar í haust, miðað við niðurstöður nýrrar skoð- anakönnunar. Samanlagt fylgi stjórnar- flokkanna, Verkamanna- flokksins, Miðjuflokksins og Sósíalíska vinstriflokks- ins, er einungis 34 prósent. Á meðan eru Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn með samtals 53 prósent. Hægriflokkurinn er stærstur með 36% og Verkamanna flokkur Jens Stoltenberg mælist með 26,4%, en Miðjuflokkurinn fellur út af þingi ef fram fer sem horfir þar sem hann er með undir fjög- urra prósenta fylgi. - þj Illa gengur hjá Stoltenberg: Stjórn kolfallin í fylgiskönnun JENS STOLTENBERG VINNUMÁL Aðkomu ríkisins er þörf til að leysa úr vanda annarra kvennastétta við Landspítalann (LSH) sem vilja fá sambærilega leiðréttingu kjara og hjúkrunar- fræðingar hafa fengið. „Ekki eru til aurar hér, því miður,“ segir Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- sviðs LSH og formaður kjara- og launanefndar spítalans. Hún segir ljóst að við taki strangar viðræður við aðra hópa um endur- skoðun stofnanasamninga í takt við yfirlýsingar um innleiðingu jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinn- ar. Erna vísar til yfirlýsinga Guð- bjarts Hannessonar velferðar- ráðherra um að byrja ætti á að leiðrétta kjör heilbrigðisstétta og að þar hafi hjúkrunar fræðingar verið fyrstir. „Guðbjartur hefur jafnframt lýst því yfir að geisla- fræðingar og lífeindafræðing- ar séu með í þeirri yfirferð og margar yfirlýsingar komið fram um aðra.“ Um hádegisbil í gær höfðu rúm- lega 80 prósent hjúkrunarfræð- inga sem sagt höfðu upp störfum dregið uppsögn sína til baka. „Og helst viljum við fá alla til baka,“ segir Erna. Endanlegar tölur liggi þó ekki fyrir fyrr en á mánudag, þar sem einhverjar tilkynningar gætu átt eftir að berast í pósti. Eftir helgi fer Efling – stéttar- félag fram á viðræður um endur- skoðun stofnanasamninga við LSH og fylgir þar í kjölfarið á Sjúkraliðafélaginu. „Starfs- menn innan Eflingar sem vinna hjá Landspítalanum og á hjúkr- unarheimilum eru nánast hrein kvennastétt enda yfir 96 prósent kvenna sem sinna þessum störf- um,“ segir í erindi sem Efling hefur sent spítalanum í kjölfar breytinga á samningi hjúkrunar- fræðinga. Kveðst félagið líta svo á að yfir- lýsingar velferðarráðherra um að kominn sé tími til að leiðrétta launakjör starfsmanna þar sem mikill meirihluti sé konur, eigi við um Eflingu. „Enda hefur hann vakið athygli á að launakjör þessa fólks séu allt of lág.“ Efling lítur svo á að breytingar í takt við nýjan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga hljóti að ná til allra umönnunarstarfa. Um leið er í umfjöllun á vef Eflingar lýst „verulegum áhyggjum“ af þeirri nálgun spítalans að launabreyt- ingar verði bornar uppi af hag- ræðingu innan spítalans. „Við gerum þá kröfu bæði til spítal- ans og ríkisstjórnarinnar sem rekstrar aðila að störf okkar fólks verði tryggð og lagðir verði til nægjanlegir fjármunir til þess að standa undir þessum launa- breytingum.“ olikr@frettabladid.is Flestir hættu við uppsögn Yfir 80 prósent þeirra um 300 hjúkrunarfræðinga sem sagt höfðu upp störfum á LSH höfðu í gær dregið uppsögn sína til baka. Stéttarfélagið Efling fer eftir helgina fram á viðræður um kjör sinna félagsmanna. Á LANDSPÍTALANUM Fundur sjúkraliða fagnaði á fimmtudag yfirlýsingum um að leiðrétta ætti laun heilbrigðisstétta sem setið hefðu eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÁTTÚRA Sex grísir hafa bæst við dýrafjöldann í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum, en gyltan Skrítla gaut fyrir viku. Samkvæmt fréttatilkynningu frá garðinum gekk gotið vel og gyltan og grísirnir eru við hesta- heilsu. Síðast bættist í hópinn í svínastíunni á jóladag, þegar gylt- an Skoppa gaut fimm grísum. Gyltur ganga með grísi í 114 til 116 daga, eða þrjá mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Grísirnir eru rúmlega hálft kíló við fæðingu en stækka mjög hratt. Mesti fjöldi grísa sem vitað er til að fæðst hafi í einu goti eru 27 grísir, en metið í Húsdýragarðinum er 22 grísir. - þeb Gyltan Skrítla búin að gjóta: Sex nýgotnir grísir í garðinum GRÍSIRNIR Sex nýgotnir grísir og fimm tæplega tveggja mánaða gamlir grísir eru nú í svínastíunni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. MYND/FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN HVERAGERÐI Vonbrigði með vegamál Bæjarstjórn Hveragerðis segir það vonbrigði að við breikkun Hring- vegarins um Kamba sé vegurinn ekki færður til suðurs meðfram þéttbýlinu í Hveragerði. Færsla vegarins sé grund- vallarforsenda fyrir frekari uppbyggingu íbúðabyggðar í vesturhluta bæjarins. SJÁVARÚTVEGUR Samdráttur heildarafla Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 8% minni en í janúar 2012. Aflinn nam alls 147.314 tonnum í nýliðnum janúar samanborið við 198.290 tonn í janúar 2012. Greint er frá þessu á vef Hagstofunnar. 80% þeirra hjúkrunarfræðinga sem höfðu sagt upp störfum höfðu dregið uppsögnina til baka um hádegisbil í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.