Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 18

Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 18
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Orðspor Íslands í sam- félagi þjóðanna var ágætt fram að hruni. Allt breytt- ist þetta á svipstundu með falli bankanna. Ekki bætti úr skák að bresk stjórn- völd beittu umdeildum ákvæðum laga um varn- ir gegn hryðjuverkum til að frysta eigur íslenskra banka í Bretlandi og verja þannig sína hagsmuni. Lánshæfismat ríkis - sjóðs féll eins og steinn. Skulda- tryggingaálag rauk upp úr öllu valdi. Stjórnvöld áttu á hættu að lenda í útistöðum við um heiminn vegna setningar neyðarlaga og gjaldeyris hafta, meðal annars með tilliti til EES-samningsins. Upp hófust erfiðar og flóknar milli- ríkjadeilur við Breta og Hollend- inga um það hvort íslenska ríkið hefði fullgilt og fylgt með réttum hætti tilskipun ESB um innstæðu- tryggingar og bæri þar af leiðandi ábyrgð á almennum lágmarks- innstæðum erlendis. Auk þess voru stjórnvöld sökuð um að hafa mismunað innstæðueigendum eftir þjóðerni. Hratt og örugglega lok- uðust flest sund Íslands á lána- og gjaldeyrismarkaði. Íslensk fyrir- tæki voru krafin um staðgreiðslu og fáu treyst sem frá Íslandi kom. Ríkisstjórn Samfylkingar- innar og VG tók við stjórn lands- ins 1. febrúar 2009. Þá blasti við að ómældum tíma og fé yrði að verja til þess að endurheimta lánstraust þjóðarinnar og orð- spor. Samningar höfðu tekist um endurreisn í samvinnu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem greiða skyldi út nauðsyn leg gjald- eyrislán með reglulegu millibili að fullnægðum tilteknum skil- yrðum. Færeyingar voru fyrsta þjóðin sem veitti Íslendingum lán eftir hrunið í október 2008 og greiddi íslenska ríkið lánið upp í árslok í fyrra. Frændur vorir á Norðurlöndum sáu aumur á okkur, sumir fullir efasemda, og samþykktu stórfelldar lán- veitingar. Það á líka við um Pól- land. Nú hafa verið endurgreidd- ir 227 milljarðar króna af lánum frá AGS og Norðurlöndunum eða sem nemur 50–60 prósentum af upphaflegum lánum og fyrirliggj- andi er ósk íslenskra stjórnvalda um lækkun vaxta á því sem eftir stendur. Allt er þetta gert til að draga úr vaxtakostnaði ríkissjóðs og efla traust á Íslandi. Við reynum að semja Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar segir berum orðum að meðal meginverkefna á næstu árum verði að endurheimta orð- spor Íslands á alþjóðavettvangi og byggja upp ímynd lands og þjóðar. Langvinnri þrautagöngu er lokið með sigri í Icesave-málinu. Ábyrgir stjórnmálamenn vita að nauðsynlegt var að setjast að samningaborði í deilum við erlendar þjóðir eins og ástatt var fyrstu mánuðina eftir bankahrunið. Jón Sigurðsson, fyrr verandi formaður Framsóknar- flokksins, orðar þetta svo í merkri grein sinni að loknu Icesave-málinu: „Hvaða íslensk ríkisstjórn sem væri hefði reynt að semja og reynt að halda málinu áfram í viðræðu- ferli – líka Sigmundur Davíð ef hann hefði verið ráðherra við þær aðstæður sem þá ríktu.“ Sigurinn í Icesave-málinu og fleira hefur jákvæð áhrif á stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Ríkis- sjóður hefur í tvígang á undan- förnum misserum sótt sér fé á erlenda lánsfjármálamarkaði, samtals 240 milljarða króna, og þar með fengið staðfest að aðgengi að erlendu lánsfé hefur verið end- urheimt. Skuldatryggingarálag er nú hið lægsta sem um getur frá því fyrir hrun og alþjóðleg mats- fyrirtæki, Fitch og Moodys, hafa hækkað lánshæfiseinkunn ríkis- sjóðs og breytt horfum úr óstöð- ugum í stöðugar. ESB – kosið um aðildarsamning Umsókn Íslands um aðild að Evrópu sambandinu er eitt stærsta og umdeildasta verkefnið sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók sér fyrir hendur í upphafi. Eins og segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar hafa miklar breytingar orðið á undanförnum árum á sviði utanríkis- og öryggismála. Þær breytingar ná einnig til viðskipta, stjórnmála og umhverfismála og kalla á nýja sýn og nýja nálgun í utanríkismálum. Liður í nýrri nálgun fólst í því að sækja um aðild að ESB og hefja samningaviðræður og leggja síðan fullbúinn samning í dóm þjóð- arinnar. Frá upphafi hefur legið fyrir að stjórnarflokkarnir virða ólíkar áherslur hvors um sig gagn- vart ESB. Aðild að ESB leysir ekki öll vandamál. En hún er að minni hyggju nærtækasta leiðin í átt að stöðugleika í efnahagsmálum og betri lífskjörum á Íslandi sem fæl- ust meðal annars í lækkun vaxta og verðlags. Aðild er einnig nær- tæk leið til að auka stöðugleika, stuðla að afnámi verðtryggingar og gjaldeyrishafta og veik leikum krónunnar sem Seðlabankinn telur uppsprettu sveiflna. Við höfum ekkert að óttast og ættum að fagna því að geta í fyllingu tímans kynnt okkur efni aðildarsamnings og tekið afstöðu til hans í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Stefna Íslands á sviði utanríkis- viðskipta hefur um árabil snúið að því að opna viðskiptatækifæri og leiðir fyrir íslenskan útflutn- ing, vörur og þjónustu, með því að treysta og byggja upp net frí- verslunarsamninga og viðskipta- samninga víða um heim. Nú þegar er Ísland aðili að 24 fríverslunar- samningum, sem ná til 33 ríkja með öðrum EFTA-ríkjum og við- ræður eru í gangi við meira en tug ríkja til viðbótar. Ísland hefur einnig gert víðtækan fríverslunar- samning við Færeyjar. Fríverslunarviðræður Íslands og Kína eru einnig langt komnar. Í heimsókn forsætisráðherra Kína til Íslands í apríl 2012 var sam- mælst um setja aukinn kraft í að ljúka samningaferlinu, sem staðið hefur frá árinu 2007. Lítum stolt um öxl Þótt efnahagsleg uppbygging sé nær ávallt í forgrunni er mikils- vert að stjórnvöld missi ekki sjón- ar á öðrum undirstöðuatriðum er varða mannréttindi og mannleg kjör hvar sem er og hvenær sem er. Mikil samstaða ríkti á Alþingi um liðlega milljarðs króna hækk- un á fjárframlögum til þróun- armála á fjárlögum þessa árs. Hækkunin er liður í því að ná því marki að 0,7% þjóðarteknanna renni til þróunarmála á árinu 2019. Náist það mun Ísland skipa sér í fremstu röð í þróunarmálum á alþjóða vettvangi. Stærsta verk- efni á sviði þróunarsamvinnu sem Ísland hefur nokkru sinni ráðist í hófst á síðasta ári þegar Ísland var útnefnt sem aðalsamstarfs- þjóð Alþjóðabankans um jarðhita- nýtingu í þrettán Afríkuríkjum. Nú er á annað ár liðið síðan utan- ríkisráðherrar Íslands og Palest- ínu staðfestu stjórnmálasamband milli þjóðanna. Áður hafði Alþingi, að tillögu utanríkisráðherra, sam- þykkt að Palestína yrði viðurkennd sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Ríkis- stjórnin hefur stutt sjálfsákvörð- unarrétt Palestínumanna og var meðflytjandi að tillögu á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna þess efnis að Palestína fengi þar stöðu áheyrnarríkis. Sú tillaga var sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða á þingi SÞ síðast- liðið haust. Ég tel að bærilega hafi tekist til við að endurreisa orðspor Íslands í kjölfar hrunsins. Velgengni okkar á ýmsum sviðum efnahagslífsins og áhersla á velferð og jöfnuð á skeiði uppbyggingarinnar hefur vakið athygli langt út fyrir land- steinana. Við getum litið stolt um öxl þótt enn sé verk að vinna. Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Orðspor og traust endurheimt ➜ Ég tel að bærilega hafi tekist til við að endurreisa orðspor Íslands í kjölfar hrunsins. Við getum litið stolt um öxl þótt enn sé verk að vinna. ORÐSPOR Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Draumur fárra er að breytast í martröð margra. Pétur Blöndal alþingismaður gagnrýndi mikinn kostnað skatt- borgara vegna byggingar og reksturs Hörpunnar. Það eru náttúrulega allir að smjatta á þessu hérna í bænum. Mannorðið er farið. Áhafnarmeðlimur sem rekinn var af einu skipa Vinnslustöðvar- innar eft ir að hann stóðst ekki fíkniefnapróf. Það er einfaldlega dásamlegt að sjá sólina hér í norður garðinum í fyrsta skipti. Þórey Þórðardóttir í Kópavogi vann dómsmál gegn ná grönnum sínum í Víðihvammi sem þurft u að fella hávaxin grenitré á lóðarmörkunum. Það er alltaf skemmtileg stemning á þessu kvöldi alveg þangað til þetta er búið og allir eru komnir í fýlu yfir að hafa ekki unnið. Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann verður kynnir á verðlauna- hátíðinni Eddunni í kvöld. UMMÆLI VIKUNNAR 2. – 9. ágúst Varsjá og Kraká 139.900 kr. Gisting á hótelum með morgunverði. Akstur milli Varsjár og Kraká innifalinn. Fararstjóri: Óttar Guðmundsson, læknir og rithöfundur. Verð á mann í tvíbýli frá: Borgaðu þig upp TRAVEL 7. – 10. júní Varsjá – borgarferð 79.900 kr. Gisting á hóteli. Fararstjóri: Óttar Guðmundsson, læknir og rithöfundur. Verð á mann í tvíbýli frá: 22. – 29. júní Garda vatnið 139.800 kr. Gisting á Hótel Palme með ½ fæði. Fararstjóri: Una Sigurðardóttir, kennari. Verð á mann í tvíbýli frá: Innifalið í öllum ferðum er flug með sköttum, gisting og akstur til og frá flugvelli. Bókaðu strax á wowtravel.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.