Fréttablaðið - 16.02.2013, Page 20

Fréttablaðið - 16.02.2013, Page 20
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 12:00 Súpa og brauð 13:00 Setning – Eydís Þ. Indriðadóttir 13:10 Flokkun landbúnaðarlands í Rangárþingi eystra – Ásgeir Jónsson 13:25 Sóknarfæri í akuryrkju – Birkir Tómasson 13:35 Sóknarfæri í nautgriparækt – Jóhann Nikulásson 13:45 Sóknarfæri í sauðfjárrækt – Oddný Steina Valsdóttir 13:55 Sóknarfæri í hrossarækt – Sigurður Sæmundsson 14:05 Tækifæri í trjárækt – Hreinn Óskarsson 14:15 Hagfræði mismunandi landnýtingarkosta – Eggert Þ. Þórarinsson 14:35 Kaf hlé 14:55 Verndarsvæði vegna eldgosavár – Guðmundur Halldórsson 15:05 Var einhver að nefna land? – Friðrik Pálsson 15:20 Þróun landnotkunar á Suðurlandi: orsakir og áhrif – Tómas Grétar Gunnarsson 15:35 Framsýni og forsjárhyggja - er hægt að stýra landnotkun? – Kristín Þórðardóttir 15:50 Umræður 16:30 Málþingi slitið – Eydís Þ. Indriðadóttir Fundarstjórar: Guðbjörg Arnardóttir og Sigurgeir Guðmundsson Tæknimaður: Óðinn Burkni Helgason Samkeppni um land MÁLÞING um landnýtingarstefnu í Rangárþingi Gunnarsholti 19. febrúar 2013 Rótarýklúbbur Rangæinga Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir í Sviss, birti sína aðra grein þar sem hann gerir mig að umfjöllunar- efni í Fréttablaðinu 15. febrúar. Efnislega bætir hún litlu við fyrri grein hans um sama efni. Þó víkur hann núna loksins stuttlega að ástæðunum fyrir þessum sérkenni- legu skrifum, sem er til- tekin viðskiptahugmynd hans sem hann virðist telja að ég hafi flækst fyrir að óþörfu. Við- skiptahugmyndin gekk í grófum dráttum út á að setja Orkuveituna og Reykjavíkur borg í þrot og endur- reisa svo aftur, væntanlega gegn nokkurra milljarða króna þóknun. Áttu að koma að þessu ýmsir erlend- ir aðilar, ofurlögmenn og vogunar- sjóðir, auk Íslendinga. Öllum gekk þeim án efa gott eitt til. Ekki veit ég hvernig átti að skipta þóknun- inni en hafi Heiðar Már ekki ætlað sér neinn hlut, jafnvel persónu lega greiða útlagðan kostnað, þá er það aðdáunarvert örlæti. Það er skemmst frá því að segja að þessi frumlega hugmynd fékk álíka góðan hljómgrunn og tillag- an um einhliða upptöku nýs gjald- miðils. Ég stöðvaði ekki viðskipta- hugmyndina, hún var einfaldlega andvana fædd. Það virðist penna- vinur minn eiga erfitt með að sætta sig við. Það verður bara svo að vera. Meiru skiptir að tekist hefur að snúa rekstri Orkuveitunnar við svo að hann skilar nú um 20 milljörð- um króna á ári sem hægt er að nýta til greiðslu vaxta og afborgana. Það er meira en nóg til að koma fjárhagnum á réttan kjöl. Raunar myndi fyrir- tækið verða skuldlaust á rúmum áratug með þessu áframhaldi. Allar helstu tölur um rekstur og efna- hag og áætlanir fyrirtæk- isins eru opinberar. Þær tala sínu máli. Lesi Heið- ar Már annað út úr þeim en ég þá verður bara svo að vera. Tilgangslaust að þrátta Það sama má segja um skuldastöðu þjóðarbúsins. Hann telur það á vonarvöl. Allar helstu tölur eru þar opinberar, þótt vissulega sé óvissa um sumar þeirra. Ég les annað út úr þeim en Heiðar Már og mér sýn- ist tilgangslaust að þrátta frekar við hann um þetta. Legg frekar til að við sammælumst um það að skrif- ast aftur á eftir t.d. fimm eða tíu ár. Verði íslenska ríkið, þjóðarbúið eða Orkuveitan þá farin í þrot þá liggur fyrir að hann hafði rétt fyrir sér. Ég skal meira að segja bæta því við að ég tel meiri líkur en minni á því að þá verði raungengi krónunnar hærra en nú. Heiðar Már nefnir fleira. Hann telur það hafa verið mistök að færa innlendar eignir þrotabús gamla Landsbankans inn í nýja bankann sem er að mestu í eigu ríkisins. Þar er ég algjörlega ósammála honum en um þetta má deila eins og annað. Ég skil hins vegar ekki hvers vegna hann vill deila um þetta við mig. Þetta var allt saman gert haustið 2008 og kom ég þar hvergi nærri. Það væri nærtækara að hann ræddi þetta við þá sem þá voru í ríkis- stjórn, enda hæg heimatökin. Það sama má raunar segja um nauðasamninga þrotabúa gömlu bankanna sem hann virðist telja mig bera einhverja ábyrgð á. Ég hef ekkert komið að gerð þeirra eða skoðun íslenskra stjórnvalda á þeim. Það er ekki einu sinni mér vitan lega neinn alvarlegur ágrein- ingur innanlands um það hvaða skil- yrði þurfa að vera uppfyllt vegna þeirra. Aðalvandinn hér er annars vegar hve hratt þrotabúin geta selt eignir í krónum fyrir erlenda mynt og hins vegar hver verður framtíð nýju bankanna. Nauðasamningar þurfa að taka á þeim vandamálum með skynsamlegum hætti. Annars á ekki að fallast á þá. Að lokum þetta. Það er ekkert að því að takast á um hagtölur og efnahagsmál og gagnrýna niður- stöður og spár stjórnvalda eða annarra aðila. Það er hluti af heil- brigðri þjóðfélagsumræðu. Ein- hverjir verða að mála skrattann á vegginn, eins og Heiðar Már gerir núna. Það hefðu að ósekju fleiri mátt gera fyrir hrun. Heiðar Már er ósammála mér um ýmsa hluti og gerir mikið úr meintum mis- skilningi mínum. Honum er það að sjálfsögðu heimilt, hvort sem hann hefur rétt fyrir sér eða ekki. Fram- vinda mála mun leiða hið rétta í ljós. Sjálfur tel ég mig ekki óskeik- ulan og hef aldrei haldið því fram. Er ekki páfinn einn óskeikull? Enn um misskilning Umfjöllun um kynlíf kallar gjarn- an á mikla athygli, ekki síst ef hún tengist umdeildum málefnum eins og klámi og kynferðislegu ofbeldi. Vekur hún iðulega upp sterk við- brögð fólks í samfélaginu, hneyksl- un, reiði, jafnvel ótta og óöryggi. Þegar grannt er skoðað verður ekki séð að umfjöllunin hverju sinni gefi til kynna heildræna sýn stjórnvalda á viðkomandi málefni eða að unnið sé eftir langtíma- áætlun um málið. Það sýnir fram á mikilvægi þess að setja málaflokk- inn kynheilbrigðismál í fastan og faglegan farveg. Frá stofnun Lýðheilsustöðvar tilheyrðu áfengis- og vímuvarna- ráð, manneldisráð, slysavarnaráð og tóbaksvarnaráð stöðinni. Við nýlegan samruna Landlæknis- embættisins og Lýðheilsustöðv- ar var gerð breyting á þessu. Á vegum Landlæknisembættisins starfa nú sóttvarnaráð og fjögur fagráð. Það eru fagráð um áfengis- og vímuvarnir, tóbaksvarnir, geð- rækt og lifnaðarhætti en ekki er gert ráð fyrir kynheilbrigðisráði eða fagráði um kynheilbrigði. Enn fremur má vekja athygli á því að á vegum velferðarráðuneytisins eru engin sérstök ráð eða nefndir sem taka til kynheilbrigðismála. Ekki sett í forgang Af ofangreindu er ljóst að kynheil- brigðismál eru ekki sett í forgang innan íslensks heilbrigðiskerfis. Nauðsynlegt er að koma sem allra fyrst á fót kynheilbrigðis ráði eða fagráði um kynheilbrigði innan heilbrigðiskerfisins. Hlutverk þess væri að halda utan um þennan málaflokk til að hafa yfirsýn yfir málefnin en jafnframt að standa að stefnumótun á þessu sviði. For- gangsverkefni ráðsins væri að vinna að kynheilbrigðis áætlun fyrir íslenskt samfélag. Víða í nágrannalöndum okkar hafa verið settar fram áætlanir um kynheil- brigðismál. Má þar nefna lönd eins og Finnland, Bretland, Banda ríkin og Ástralíu. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin setti árið 2001 fram stefnu um kynheilbrigðismál fyrir Evrópu. Í þeirri stefnu er lögð áhersla á að fólk geti tekið upplýst- ar ákvarðanir um barneignir og takmörkun þeirra og njóti örygg- is í barneignarferlinu. Fjallað er um ýmis kynheilbrigðisvanda- mál á þessu sviði í álfunni eins og brjóstakrabbamein, HIV-smit, kyn- sjúkdóma, kynferðislegt ofbeldi og mansal. Einnig er áhersla lögð á kynheilbrigði ákveðinna hópa sam- félagsins eins og unglinga, aldr- aðra og flóttamanna. Meginmarkmið með kynheil- brigðisáætlun í hverju landi er að stuðla að kynheilbrigði þegna sinna. Norðurlöndin eiga margt sameiginlegt en eru að mörgu leyti með ólík vandamál á þessu sviði. Í samanburði við lönd í Evrópu þá kemur enn frekar í ljós munur á löndunum. Þetta þýðir að nauðsyn- legt er fyrir hvert land að skoða þau kynheilbrigðisvandamál sem eru til staðar og þá hópa sam- félagsins sem þarf sérstaklega að hlúa að og setja fram markmið og leiðir til úrbóta. Með því að setja kynheilbrigðismál í skýrari far- veg innan heilbrigðiskerfisins má vinna markvissar að þessum málefnum, leggja meiri rækt við að fyrirbyggja vandamál á þessu sviði sem væri í takt við langtíma- áætlun. Við sem sitjum í stjórn Fagráðs hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands og Landspítalans um kynheilbrigði erum tilbúnar að leggja þessu máli lið. Sóley S. Bender Áslaug Kristjánsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hildur Sigurðardóttir Þóra Þórsdóttir í stjórn Fagráðs hjúkrunar- fræðideildar HÍ og Landspítal- ans um kynheilbrigði Kynheilbrigðis- áætlun fyrir Ísland ➜ Ég stöðvaði ekki við- skiptahugmyndina, hún var einfaldlega andvana fædd. ➜ Meginmarkmið með kyn- heilbrigðisáætlun í hverju landi er að stuðla að kyn- heilbrigði þegna sinna. FJÁRMÁL Gylfi Magnússon dósent 1.724 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR Hagræðingarhelvíti Guðmundur Andri Thorsson pistlahöfundur 1.668 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR Ert þú frekja? Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur 640 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 3 milljónir á mánuði og lúxus- jeppar Helgi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri 565 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR Raunveruleikatékk Svavar Hávarðsson pistlahöfundur 394 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR Vandi skólastarfs felst ekki í kjarasamningi Ólafur Loft sson, form. Félags grunnskóla- kennara 335 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR Hrun á Landspítala Sara Arnarsdóttir hjúkrunarfræðingur Skoðun visir.is ORÐ VIKUNNAR 09.02.2013 ➜ 15.02.2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.