Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2013, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 16.02.2013, Qupperneq 28
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Guðni Einarsson er bóndi í Þórisholti. Hann hefur unnið á vegum Lamp-rechts við trjáplöntun og umsjón jarðanna. Hann segir að það sé enginn munur á því að útlendingar kaupi jarðir eða Íslendingar, ef ætl- unin sé að gera eitthvað og skapa atvinnu. Guðni segir að þegar frétt- ist af kaupunum hafi nokkrir verið ósáttir. „Sumir vilja halda þessu í byggð og það er svo sem allt í lagi með það. Þegar kynslóðaskipti verða er ekki sjálfgefið að börnin vilji taka við búskap. Hvað eiga menn þá að gera?“ Lamprecht keypti jarðirnar árið 2003, en ábúendur höfðu tíu ára ábúðarrétt. Tómas Pálsson, bóndi á Litlu-Heiði, brá búi síðastliðið haust og enn eru hross í eigu fyrrum eig- enda á jörðinni. Næsta sumar verð- ur fyrsta sumarið þar sem Lamp- recht verður einn í dalnum. Guðni óttast ekki að það þýði að svæðinu verði lokað. „Eins og þið sjáið gátuð þið keyrt hingað heim í hlað, það er ekkert hlið. Þetta verðum við kannski frek- ar vör við ef Íslendingar kaupa, að þeir loki. Í nýju aðalskipulagi gerði hann ekki athugasemdir við að skipulagðar væru gönguleiðir um hans land. Þetta er nú öll lokunin. Hér er náttúrulega gömul þjóðleið og hann kemur aldrei til með að loka þessu. Hins vegar búum við við þann veruleika að ferðamannatraffík er að aukast alveg gríðarlega og við þurfum náttúrulega að hafa hemil á því. Við viljum náttúrulega ekki að ferðamenn fari hér um allt og óhindrað, það þarf að hafa stjórn á því líka.“ Allt opið Einu girðingarnar sem settar hafa verið upp á svæðinu eftir að Lamp- recht eignaðist það eru til að vernda skógrækt fyrir ágangi búfjár. Guðni segir að líklega verði meira sett upp af slíkum girðingum, en Lamp- recht hefur uppi áform um að fylla í skurði og endurheimta votlendi. „Hann þarf náttúrulega að girða af ef hann ætlar að vernda þetta. Við girtum skógræktina af, en að öðru leyti hafa menn beitarrétt og geta beitt á heiðarlöndin. En hugs- anlega kemur hann til með að verja Heiðardalinn sjálfan fyrir búfé.“ Lamprecht ræktar lax í Vatnsána og sjóbirtingur gengur upp í hana. Hann selur veiðileyfi í ána og vatn- ið, nokkuð sem fyrri eigendur gerðu einnig. Þá hefur hann haldið áfram uppgræðslustarfi þeirra. „Við höfum á hverju ári dreift út áburði hérna til að halda áfram upp- græðslunni. Sá sem bjó hér fyrir, Tómas Pálsson, var mikið í upp- græðslu. Lamprecht hefur svo hald- ið því áfram. Hann hefur allavega hug á að vernda landið og gera það náttúrulegt. Það er hans draumur.“ Lamprecht-reglugerð Líkt og áður hefur verið komið inn á í þessum greinaflokki er Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra með reglugerð í smíðum til að takmarka eignarhald útlendinga á íslenskum jörðum. Í samtali við Fréttablaðið í janúar útskýrði hann að það væru ekki síst kaup Lamprechts sem væru kveikjan að vinnunni. „Hugsunin er ekki sú að girða fyrir allar fjárfestingar á Íslandi eins og margir hafa verið að gefa í skyn. Ég er að beina sjónum mínum fyrst og fremst að eignarlandi,“ sagði Ögmundur í janúar. Í frétt- inni þá segir: „Það eru brögð að því að auðkýf- ingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eign- arlandi á Íslandi,“ segir Ögmundur og nefnir sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamp- recht í Mýrdal. „Ég hygg að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það,“ segir Ögmundur. Þegar kynslóða- skipti verða er ekki sjálfgefið að börnin vilji taka við búskap. Hvað eiga menn þá að gera? Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti. HEIÐARDALUR Rudolph Walter Lamprecht hefur keypt tvær bújarðir í Heiðardal auk lands sem bændur í Reykjahverfi áttu. Hann á nú dalinn allan, Heiðarvatn og Vatnsá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri á Vík, vill ekki tjá sig almennt um afstöðu sína til eignarhalds útlendinga á íslenskum jörðum. „Hins vegar varðandi þessa umræðu um það að það fari allt í rúst af því að útlendingar eigi einhverjar jarðir hérna þá get ég ekki sagt að það hafi verið að trufla okkur stórlega í Mýrdalnum allavega.“ Ásgeir segir hins vegar að þegar Lamp- recht hafi keypt jarðirnar hafi verið mikil áform uppi um uppbyggingar sem væntingar hafi verið til. Ekkert hafi ræst af þeim. „Ég var nú reyndar ekki sveitarstjóri á þeim tíma og ég þekki það nú ekki nákvæmlega, en það sem ég heyri á fólki er að það hafi verið heilmiklar væntingar um að menn hafi ætlað að gera þarna mjög mikið og byggja heilmikið upp, en eins og ég segi, það hefur ekkert orðið af því. Það er nú kannski það sem maður horfir á.“ Hann segir hins vegar að það hafi ekki breytt miklu að jarðirnar í Heiðardal séu í eigu útlend- ings. Þó beri að líta til þess að ekkert hafi komið í staðinn fyrir þær jarðir sem í eyði fóru. „Þarna voru náttúrulega tvö býli í Heiðar- dalnum, bæði Litla-Heiði og Stóra-Heiði, og þessir bæir eru náttúrulega báðir farnir í eyði núna. Mér skilst að til standi að rífa niður eitt- hvað af þeim húsum sem þarna eru og þarna hefur svo sem ekki önnur uppbygging verið en einn sumarbústaður, þannig að það er svo sem ekki stórt og mikið að gerast í tengslum við þessi jarðakaup, allavega ekki þarna hjá okkur. Það er óhætt að segja það.“ ➜ Áform hafa ekki staðist ÁSGEIR MAGNÚSSON Langisjór* Brimgarðar ehf. 5 100% *Hluthafar í Langasjó ehf. Cold Rock Investment Ltd 66,10% Guðný Edda Gísladóttir 7,60% Gunnar Þór Gíslason 7,60% Eggert Árni Gíslason 7,60% Halldór Páll Gíslason 7,60% Sundagarðar hf 3,40% Óþekktir hluthafar 0,10% Cold Rock Investment er skráð á Möltu Líkt og fram hefur komið í þessum greinaflokki er erfitt að átta sig nákvæmlega á því hve margar jarðir útlendingar eiga á Íslandi. Það sem skekkir töluna er að þeir geta átt hlut í eignarhaldsfélögum sem eiga jarðir. Fréttablaðið skoðaði því hverjir eru eigendur stærstu eignarhalds- félaganna, það er þeirra sem eiga fimm jarðir eða fleiri. Líkt og sést hér fyrir ofan eru þeir eigendur allir íslenskir, nema Cold Rock Investment Ltd. Það er ljóst að ekki bætist mikið við tölu jarða í eigu útlendinga, þó eignarhaldsfélögin séu tekin með. Eigendur stærstu eignarhaldsfélaganna Lífsval 37 Hömlur 1 ehf. 5 Bæjarbúið ehf. 5 Kjartan Gunnarsson Ólafur Ólafsson Hömlur ehf. 100% 100% 36% 16,9% 15,6% 10,5% 21% Miðhraun ehf. 7 100% Hömlur ehf.* Ingvar Jónadab Karlsson Ólafur Ívan Wernersson Guðmundur A Birgisson Óþekktir hluthafar Stjörnugrís hf. 5 60% 24% 16% Geir Gunnar Geirsson Geir Gunnar Geirsson Hjördís Gissurardóttir * Hömlur ehf í 100% eigu Landsbankans Földi lögbýla í eigu félags SUMARHÚSIÐ Lamprecht hyggst rífa allar byggingar úr dalnum nema sumarhúsið sem hann dvelst í. Á FIMMTUDAG Upplýsingar liggja ekki á lausu. Mun fremur Íslendingar sem loka Miklar áhyggjur voru af því að Lamprecht myndi loka Heiðardalnum. Þær áhyggjur hafa ekki ræst og einu girðingarnar sem settar hafa verið upp lúta að skógrækt. Sveitarstjóri segir erlent eignarhald ekki vandamál en vonbrigði séu að áform um uppbyggingu hafi ekki ræst. 1 2 3 4 5 6HVER Á ÍSLAND?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.