Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 40

Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 40
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 sem hún var í var með Íslands- hestabraut. „Stundum var ég í hest- húsi þrisvar í viku en lærði líka allar venjulegar menntaskólagreinar,“ segir hún og kveðst hafa dvalið í einn mánuð á Íslandi í starfsþjálfun á hrossaræktarbúinu Jaðri í Hrepp- unum, þar sem henni var boðin vinna þegar stúdentsprófið væri í höfn. Enda var hún mætt til Íslands tveim- ur dögum eftir prófið, í byrjun júní 2005, þá 18 ára. „Ég varð strax ást- fangin af landinu, náttúrunni, fólkinu og hestunum og fljótlega fann ég að mig langaði að búa hér. Að fara að Hólum á reiðkennarabraut var draum- urinn og hann rættist. Ég var þar í þrjú ár, fór í starfsþjálfun til Gísla og Mette á Þúfum í Skagafirði og vann áfram hjá þeim, samtals í fjögur ár. Frá því ég kom til landsins hef ég líka unnið hjá Einari og Svönu í Halakoti, Huldu og Hinna í Árbæ og hjá Bald- vini í Torfunesi. Svo fór ég til Sigur- björns og Fríðu á Oddhóli eftir lands- mótið í fyrrasumar og var búin að vinna þar í um tvo mánuði þegar ég lenti í slysinu 8. september. Mér hafði liðið rosalega vel hjá Didda og Fríðu. Börnin þeirra eru yndisleg, þar eru margir góðir hestar og skemmtilegar reiðleiðir á bökkum Rangár svo það var spennandi vetur fram undan hjá mér,“ segir Anna Rebecka, sem keppti á Tommamóti, ásamt Sigurbirni, dag- inn áður en slysið varð. Stefndi á vegg Þá er komið að því að fara yfir atburðarásina sem umsneri lífi Önnu Rebecku, að minnsta kosti tíma- bundið. „Ég var ein í venjulegum verkum í hesthúsinu á Oddhóli og ætl- aði að hreyfa eitt fullorðið hross úti eftir að hafa hitað það upp í reiðhöll- inni en fyrst ætlaði ég að ná í buff og vettlinga í hesthúsinu sem er sam- tengt reiðhöllinni. Þar var opið á milli. Þegar ég ætlaði að stíga af baki til að ná í hlífðarfötin tryllist hrossið og fór á hröðu stökki eftir hesthús- ganginum en við enda hans eru dyr sem eru ekki nógu háar til að ríða í gegnum. Ég ákvað á sekúndubroti að henda mér af baki til að skella ekki á veggnum. Gólfið er steypt og veggirn- ir meðfram ganginum þar sem stíu- kantarnir eru. Ég skall niður svona einum og hálfum metra frá dyrunum og lenti með höfuðið í gólfinu en var með hjálm, sem bjargaði lífi mínu því hann sprakk. Ég missti meðvitund um stund en áður man ég eftir miklum sársauka enda virðist annað hnéð og ökkli hafa slegist utan í steypuvegg- inn og mjöðmin í gólfið. Þegar ég rankaði við mér náði ég í símann í brjóstvasann og hringdi í hús bændur mína. Ég var flutt með sjúkrabíl í bæinn og Fríða og Styrmir sonur hennar fóru með mér. Mér fannst ég vera að kafna og giskað var á að lung- un hefðu fallið saman. Ég var rosa- lega hrædd og fann mikið til. Svo var þetta líka mikið andlegt sjokk.“ Á bráðadeildinni kveðst Anna Rebecka hafa verið mynduð, hægri vinstri. „Ég var óbrotin, bara með heilahristing eftir mikið höfuðhögg og var sagt að hvíla mig. Ég fór því austur að Oddhóli aftur sama dag og lá þar, þurfti samt aðstoð til að komast um, var rosalega óglatt og með dúndrandi hausverk. Svo fór ástandið versnandi. Sviminn jókst og eftir nokkra daga varð ég að liggja í myrku herbergi því ég þoldi ekkert ljós. Mátturinn fór líka minnkandi. Viku eða tíu dögum eftir slysið leið yfir mig þrisvar á einum klukku- tíma. Í þriðja skiptið fór ég í ein- hverns konar kóma. Ég vaknaði í hvítu herbergi og hvítklædd kona spurði mig að nafni, þá hélt ég að ég væri komin í annan heim en svo birt- ust Fríða og Styrmir og ég var mjög glöð að vera hérna megin. Þau höfðu þá farið með mig aftur í sjúkrabíl á Landspítalann og eru búin að vera mér mjög mikill stuðningur í gegn- um þetta allt.“ Frelsið í lauginni Næstu vikur voru erfiðar hjá Önnu Rebecku. „Mér leið eins og rúmið væri á sjó. Ég gat ekkert borðað og varð alveg máttlaus. Sums staðar hafði ég enga tilfinningu svo ef ég drakk heitt kaffi gat ég brennt mig án þess að finna fyrir því og þó ég væri ísköld á fótunum leið mér eins og mér væri sjóðheitt. Svo komu miklir vöðvakrampar og þeim fylgdi ofboðs- legur sársauki. Ég var svo þreytt og hrædd að ég var alveg að gefast upp og hélt ég væri að deyja. Eina nóttina svaf Karen, systir hans Einars Öder, hjá mér. Síðan tók við tímabil útbrota og kláða á öllum líkamanum. Ég gat ekkert hreyft mig og var eins og fangi í eigin líkama, lá bara eins og slytti og gat ekki einu sinni klórað mér á nefinu.“ Anna Rebecka kveðst hafa komið á Reykjalund 3. október, tæpum mán- uði eftir slysið. „Reykjalundur er frábær staður og ég var heppin að komast hingað. Hér er flinkt fólk. Ég er í vatnsleikfimi tvisvar í viku, sem mér finnst góð þjálfun og árangurs- rík. Þegar ég byrjaði í lauginni fannst mér ég komast í auðlind því þar losn- aði ég tímabundið við sársaukann og í volga vatninu, með púða undir fótum og baki, fann ég því til frelsis. Hér er verið að vinna í að tengja tauga- brautirnar aftur, það gengur í raun ágætlega en tekur mikið á. Það er búin að vera gríðarlega framför hjá mér eftir áramót. Núna get ég borðað sjálf en þarf enn að nota smekk og það er stutt síðan ég gat rúllað stóln- um, þó bara stutt í einu. Ég byrjaði að prjóna um jólin og er búin að prjóna skokk og vesti á sjálfa mig og barna- kjól, -peysu, -buxur og -sokka. Nú er ég með ponsjó. Prjónaskapurinn hjálpar mér mikið með samhæfingu handanna. Enn er engin hreyfing í fótunum en tilfinning fyrir sársauka, hita og kulda er komin. Markmiðið er að ég labbi héðan út. Þar sem mænan er ósködduð hef ég góðar vonir um að það náist. Það eru ekki allir jafn heppnir. Ég ætla að leggja hart að mér til að ná bata og bind vonir við að geta einhvern tíma mætt með góðan hest í keppnisbrautina.“ Líf utan við hestaheiminn Anna dregur ekki dul á að hugsanlega hafi vinnusemi hennar undanfarin ár komið í bakið á henni eftir slysið. „Ég var búin að leggja mikið á mig og átti alltaf erfitt með að slaka á. Kannski var ég að ofgera líkama mínum. Var mjög orkumikil og fannst ég þurfa á hreyfingu að halda. Að geta starfað við það að þjálfa og temja hesta var mér svo ofboðslega mikilvægt að ég útilokaði allt annað og gaf mér ekki tíma til að hugsa um sjálfa mig. Það eina sem skipti máli var að vinna og læra sem mest og verða sem best í því sem ég var að gera. Þessu var öllu kippt burtu í einu vetfangi og því fylgdi mikið áfall, bæði andlegt og líkamlegt. Ég held okkur mann fólkinu sé mikilvægast af öllu að hafa sem mesta stjórn á eigin lífi. Flestir eiga líka einhver persónuleg vandamál sem þeir setja bara í einhvern bak- poka og nenna ekki að díla við en svo kemur að þeirri stund að maður getur ekkert annað.“ Hún kveðst fá hjálp til að stokka upp andlegu spilin á Reykjalundi ásamt líkamlegu þjálfuninni. „Hlýja og væntumþykja er það sem mér finnst dýrmætast. Ég fann þau ele- ment í hestunum til að byrja með. Hingað til hafa þeir tekið 98% af mínu lífi svo þegar þeir voru teknir burtu varð lítið eftir. En ég hef þrosk- ast og lært af áfallinu og veit að það er líf utan við hestaheiminn. Ég hef orðið að bæta þætti í mínu lífi eins og þolinmæði, skilning og kjark og líka lært að virða sjálfa mig, því eina leið- in til að komast í gegnum þetta er að vera með sjálfri mér í liði. Fjölskyld- an í Halakoti hefur reynst mér ótrú- lega vel og ég á stóran vinahóp sem skiptir mig miklu máli. Stuðningurinn frá þeim er hvetjandi, knús, upphring- ingar, SMS og kveðjur á fésbókinni. Ég vissi ekki að ég ætti svona marga að fyrr en ég lenti í slysinu og ég er óumræðilega þakklát fyrir allan stuðninginn og umhyggjuna. Nú er ég líka þakklát fyrir litla hluti eins og að geta greitt mér, burstað tennurnar og lyft kaffibollanum sjálf. Ég veit að enn er löng og mikil brekka fram undan en þegar og ef ég get aftur þjálfað og tamið hesta þá nýtist mér öll þessi reynsla á jákvæðan hátt.“ Ég hef orðið að bæta þætti í mínu lífi eins og þolin- mæði, skilning og kjark og líka lært að virða sjálfa mig því eina leiðin til að komast í gegnum þetta er að vera með sjálfri mér í liði. Í FYRSTA SINN Á BAK EFTIR SLYSIÐ STÓR STUND „Mér leið eins og ég væri miklu meira lifandi en þegar mér er trillað um í hjólastól,“ sagði Anna Rebecka um þá reynslu að fara á bak hestinum Gabríel nú í vikunni. Berglind Árnadóttir í Hestamennt teymdi og læknir og sjúkraþjálfarar á Reykjalundi aðstoðuðu. MYNDIR/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.