Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 41

Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 41
Kynningarblað Álgluggar, viðargluggar, sérsmíði, viðhaldsfríir gluggar, uppsetning og glerjun. GLUGGAR LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 &GLER Sú mikla reynsla og þekking sem áunnist hefur í BYKO gegnum árin hefur skilað sér í mikilli vöruþróun þannig að bæði gluggarnir og hurðirnar uppfylla ýtrustu gæðakröfur sem gerðar eru á markaðnum. Reynslan hefur líka sýnt fram á einstaklega góða endingu og mikla hagkvæmni í uppsetningu. Það er mikilvægt að velja glugga og hurðir sem henta aðstæðum og umhverfi hverju sinni. Sölumenn BYKO hafa margra ára reynslu og eru þjálfaðir í að veita viðskiptavin- um faglega ráðgjöf og góða þjón- ustu. Það er því alltaf hægt að stóla á að fá góð ráð í BYKO þegar kemur að vali á gluggum og hurðum. Viðargluggar og hurðir BYKO býður upp á viðarglugga úr furu, oregonfuru og ma- hóní. Gluggana er hægt að fá í fjöl mörgum útfærslum. Glugg- arnir eru fúavarðir. Þeir eru síðan y f irborðsmeðhöndlað- ir með viðurkenndu akrýlþekj- andi málningarkerfi, þar sem hægt er að velja um fjölda lita. Hægt er að fá gluggana án yfir- borðsmeðhöndlunar en ekki er mælt með því, því best er að bera á viðinn og yfirborðsmeðhöndla sem allra fyrst áður en hann fer undir beran himin. Álklæddir viðargluggar Álkápan í álgluggunum frá BYKO veitir margfalt veðrunarþol og endingu umfram hefðbundna tréglugga. Hönnun álkápunnar stuðlar að því að halda fölsum þurrum með góðri loftun. Henni er smellt á klossa sem tryggja góða loftun um timburhluta gluggans og heldur honum þurrum. Kosturinn við álklædda glugga er að þeir eru nánast viðhaldsfríir og sérstaklega endingargóðir. Byko gluggar með gæðavottun BYKO-gluggar eru með íslenska gæðavottun frá Nýsköpunarmið- stöð Íslands. Þar eru gluggarnir prófaðir reglulega í slagregnskáp. BYKO er aðili að NORDMARK gæðaeftirliti og hefur fengið sér- staka viðurkenningu NTR ( Nordisk Trerad). Rakainnihald viðarins er stöðugt kannað og fylgst er með loftrakastýringu í fyrir tækinu. Þess vegna treystir BYKO sér til að bjóða þér full glerjaða og málaða gæða- glugga með þriggja ára ábyrgð. Álgluggar BYKO býður upp á vandaða ál- glugga í allar gerðir bygginga, til dæmis frá Reynaers, Schüco og HS Hansen. Kröfur eru mismunandi hvað varðar útlit, styrk, eldvarnir og fleira. Starfsmenn Fagsölusviðs ráðleggja um val á hinum ýmsu gerðum og útfærslum á álgluggum. Gler BYKO býður upp á f lestar gerðir glers í glugga. Í dag eru oft gerðar miklar kröfur til glers, til dæmis hvað einangrunargildi, sólvörn, hljóðvörn, eldvörn og ör yggi varðar. Sólvarnargler getur verið margs konar, það hleypir mismik- illi birtu í gegn og stoppar mismik- ið af sólarorkunni. Einnig getur verið útlitsmunur hvað varðar lit og speglun. Val á gleri getur verið vandasamt og þarf að taka tillit til staðsetn ingar, notkunar húsnæð- is og hvernig loftræstingu er hátt- að. Í síauknum mæli þarf að bregð- ast við hávaða og öryggiskröfum og þar eru til ýmsar lausnir í gleri. Einnig býður BYKO eldvarnargler, hert og samlímt gler í handrið og skilrúm, sprengihelt gler og ýmiss konar öryggisgler. Glæsilegar bílskúrshurðir BYKO býður nú upp á endingar- góðar bílskúrshurðir úr galvan- húðuðu stáli sem hafa fyrir löngu sannað sig í rysjóttu íslensku veður fari. Hurðirnar eru með þykkri einangrun og þola því veru- legt vindálag og kulda. Vandaður umbúnaður og traustur frá gangur tryggir síðan viðhaldsfría end- ingu árum saman. Grunnlitur hurðanna er hvítur en hægt er að sérpanta þær í öllum litum. Enn fremur er hægt að fá hurðirnar með ýmsum viðar áferðum. Öflugt brautarkerfi hefur margsannað sig við íslenskar aðstæður og renna hurðarflekarnir á braut sem fer upp fyrir efstu brún dyraopsins þannig að hæð þess nýtist að fullu. Öf lugir gúmmílistar tryggja þétta lokun og þol gegn vatni og vindi. Að neðan er gúmmílisti með þrefaldri lokun, það er niður, út og inn. Auðvelt er að opna hurðirnar með handafli og einnig er hægt að tengja bílskúrshurðaopnara við þær. Bílskúrshurðirnar eru með klemmivörn og koma allar með fallvarnarbúnaði sem tryggir að þær falla ekki þó að vír slitni eða gormur brotni. Hægt er að fá þaul- vana menn til að annast uppsetn- ingu þeirra. Nánari upplýsingar um mælingar, áferðir og úrval er að finna á www.byko.is. Reynsla, þekking og fjölbreytt úrval BYKO býður upp á fjölbreytt úrval glugga og hurða sem framleiddir eru í glugga- og hurðaverksmiðju BYKO. BYKO hefur framleitt glugga og hurðir í fjöldamörg ár sem eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Þeir Kjartan Long og Guðlaugur Þór Þórarinsson, verkefnastjórar á fagsölusviði BYKO, hafa áratugareynslu þegar kemur að gluggum og hurðum og veita viðskiptavinum fagleg ráð. MYND/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.