Fréttablaðið - 16.02.2013, Page 42
KYNNING − AUGLÝSINGGluggar & gler LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmaður auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512-5432
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Kristalshöllin eða Crystal Palace
var reist í London árið 1851 og hýsti
Heimssýninguna það ár. Byggingin
var 92.000 fermetrar að stærð og var
lofthæðin 39 metrar. Byggingin var
öll reist úr stál- og trégrindum og
stórar glerrúður mynduðu veggi og
loft.
Aldrei hafði áður sést svo mikið
magn af gleri í einni byggingu en
nýjasta tækni í glersteypu gerði
mönnum kleift að búa til stórar en
jafnframt sterkar rúður. Sú tækni
var þróuð af James Hartley árið
1848. Glerinu var ausið úr bræðslu-
ofni með stórum járnausum sem
héngu á brautum í loftinu og því
hellt á járnplötu. Þar var það flatt
út með járnkefli og skorið til meðan
það var enn mjúkt. Eftir það rúllaði
glerplatan á keflum gegnum hita-
stýrðan ofn eða göng þar sem hún
styrktist.
Í Kristalshöllina voru notaðar
stærstu rúðurnar sem hægt var að
búa til þá og var hver rúða 25 x 125
sentímetrar að stærð. Öll hönnun
byggingarinnar var grundvölluð á
stærð glerrúðanna, sem þýddi að
framleiðslukostnaði var haldið í
lágmarki. Eins auðveldaði það upp-
setningu hússins og sparaði tíma en
byggingin var reist á innan við átta
mánuðum.
Kristalshöllin þótti verkfræðilegt
afrek á sínum tíma en vandamálin
voru þó mörg. Það helsta var leki en
byggingin lak á yfir þúsund stöðum.
Þá var erfitt að halda þægilegu hita-
stigi inni í húsinu þar sem það fun-
hitnaði í sólinni eins og gróðurhús.
Eftir Heimssýninguna var bygg-
ingin tekin niður og byggð upp aftur
í Syenham Hill, úthverfi London. Þar
stóð hún þar til hún brann árið 1936.
Hönnuður byggingarinnar var
Joseph Paxton.
Heimild: wikipedia.org
Verkfræðilegt afrek
Heimssýningin í London árið 1851 fór fram í stærstu glerbyggingu sem sést
hafði en nýjasta tækni í gluggaframleiðslu gerði byggingu hennar mögulega.
Crystal Palace var byggt úr stálgrind og milljónum glerrúða sem framleiddar voru með nýjustu tækni í glersteypu.
Litað gler hefur verið framleitt frá fornu fari en bæði forn Egypt-ar og -Rómverjar bjuggu til muni úr lituðu gleri löngu fyrir fæð-ingu Krists. Fundist hafa leifar glugga úr kirkjum allt frá 4 og
5. öld sem skreyttir voru þunnt skornu alabastri og líktust steindum
gluggum.
Litað og steint gler hefur verið notað í kirkjuglugga í Bretlandi allt
frá sjöundu öld og er enn í dag aðallega að finna í kirkjum og dóm-
kirkjum um heim allan. Nútímahönnuðir hafa margir hverjir heillast
af hugmyndinni um notkun litaðs glers og má það finna í ýmsum ný-
móðins húsum í dag eins og myndirnar sýna.
Litað gler í
nýmóðins
húsum
Steindir gluggar hafa um aldir verið
einkennismerki glæsilegra kirkna. Litað gler og
steinda glugga má enn í dag finna í nútímalegum
byggingum um heim allan.
Stofnun hljóðs og sjónar í Hollandi (Netherlands Institute for Sound and Vision) er litrík bygging í borginni Hilversum. Byggingin er
fullkomlega kassalaga en helmingur hennar er neðanjarðar. Ytra byrði hússins var hannað í samstarfi við listamanninn Jaab Drupsteen.
Hver gluggi geymir fræga mynd úr hollensku sjónvarpi en aðeins er hægt að sjá hverja mynd frá ákveðnu sjónarhorni.
Þeir eru glæsilegir bláu gluggarnir í kirkjunni Dom
Bosco í Bom Jesus í Brasilíu. Kirkjan var vígð árið 1980.
Gluggarnir breyta um lit eftir því hvaðan sólin skín.
Dómkirkja Brasilíu var hönnuð af arkitektinum Oscar
Niemeyer. Hún var tekin í notkun árið 1970.
Hún er tilkomumikil sýnin sem mætir gestum Kaiser
Wilhelm Gedächtnis Kirche við Breitscheidplatz í
Berlín. NORDICPHOTOS/GETTY
Palais des congrès de Montréal er ráðstefnuhús í
Montreal í Kanada sem er skreytt litríkum gluggum.
BM Vallá ehf.
Bíldshöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 412 5050
sala@bmvalla.is
Skoðaðu Pro Tec á bmvalla.is.
Það gæti borgað sig.
bmvalla.is
Háeinangrandi
gluggar
fyrir íslenskar aðstæður
Pro Tec Classic gluggar eru þolprófaðir
fyrir íslenskar aðstæður til að þola mikið
vind- og slagveðursálag. Gluggarnir eru
háeinangrandi og lækka þess vegna hit-
unarkostnað og spara orku. Gluggarnir eru
sérsmíðaðir að óskum viðskiptavinarins og
með 10 ára verksmiðjuábyrgð.