Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 42

Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 42
KYNNING − AUGLÝSINGGluggar & gler LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Kristalshöllin eða Crystal Palace var reist í London árið 1851 og hýsti Heimssýninguna það ár. Byggingin var 92.000 fermetrar að stærð og var lofthæðin 39 metrar. Byggingin var öll reist úr stál- og trégrindum og stórar glerrúður mynduðu veggi og loft. Aldrei hafði áður sést svo mikið magn af gleri í einni byggingu en nýjasta tækni í glersteypu gerði mönnum kleift að búa til stórar en jafnframt sterkar rúður. Sú tækni var þróuð af James Hartley árið 1848. Glerinu var ausið úr bræðslu- ofni með stórum járnausum sem héngu á brautum í loftinu og því hellt á járnplötu. Þar var það flatt út með járnkefli og skorið til meðan það var enn mjúkt. Eftir það rúllaði glerplatan á keflum gegnum hita- stýrðan ofn eða göng þar sem hún styrktist. Í Kristalshöllina voru notaðar stærstu rúðurnar sem hægt var að búa til þá og var hver rúða 25 x 125 sentímetrar að stærð. Öll hönnun byggingarinnar var grundvölluð á stærð glerrúðanna, sem þýddi að framleiðslukostnaði var haldið í lágmarki. Eins auðveldaði það upp- setningu hússins og sparaði tíma en byggingin var reist á innan við átta mánuðum. Kristalshöllin þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma en vandamálin voru þó mörg. Það helsta var leki en byggingin lak á yfir þúsund stöðum. Þá var erfitt að halda þægilegu hita- stigi inni í húsinu þar sem það fun- hitnaði í sólinni eins og gróðurhús. Eftir Heimssýninguna var bygg- ingin tekin niður og byggð upp aftur í Syenham Hill, úthverfi London. Þar stóð hún þar til hún brann árið 1936. Hönnuður byggingarinnar var Joseph Paxton. Heimild: wikipedia.org Verkfræðilegt afrek Heimssýningin í London árið 1851 fór fram í stærstu glerbyggingu sem sést hafði en nýjasta tækni í gluggaframleiðslu gerði byggingu hennar mögulega. Crystal Palace var byggt úr stálgrind og milljónum glerrúða sem framleiddar voru með nýjustu tækni í glersteypu. Litað gler hefur verið framleitt frá fornu fari en bæði forn Egypt-ar og -Rómverjar bjuggu til muni úr lituðu gleri löngu fyrir fæð-ingu Krists. Fundist hafa leifar glugga úr kirkjum allt frá 4 og 5. öld sem skreyttir voru þunnt skornu alabastri og líktust steindum gluggum. Litað og steint gler hefur verið notað í kirkjuglugga í Bretlandi allt frá sjöundu öld og er enn í dag aðallega að finna í kirkjum og dóm- kirkjum um heim allan. Nútímahönnuðir hafa margir hverjir heillast af hugmyndinni um notkun litaðs glers og má það finna í ýmsum ný- móðins húsum í dag eins og myndirnar sýna. Litað gler í nýmóðins húsum Steindir gluggar hafa um aldir verið einkennismerki glæsilegra kirkna. Litað gler og steinda glugga má enn í dag finna í nútímalegum byggingum um heim allan. Stofnun hljóðs og sjónar í Hollandi (Netherlands Institute for Sound and Vision) er litrík bygging í borginni Hilversum. Byggingin er fullkomlega kassalaga en helmingur hennar er neðanjarðar. Ytra byrði hússins var hannað í samstarfi við listamanninn Jaab Drupsteen. Hver gluggi geymir fræga mynd úr hollensku sjónvarpi en aðeins er hægt að sjá hverja mynd frá ákveðnu sjónarhorni. Þeir eru glæsilegir bláu gluggarnir í kirkjunni Dom Bosco í Bom Jesus í Brasilíu. Kirkjan var vígð árið 1980. Gluggarnir breyta um lit eftir því hvaðan sólin skín. Dómkirkja Brasilíu var hönnuð af arkitektinum Oscar Niemeyer. Hún var tekin í notkun árið 1970. Hún er tilkomumikil sýnin sem mætir gestum Kaiser Wilhelm Gedächtnis Kirche við Breitscheidplatz í Berlín. NORDICPHOTOS/GETTY Palais des congrès de Montréal er ráðstefnuhús í Montreal í Kanada sem er skreytt litríkum gluggum. BM Vallá ehf. Bíldshöfða 7 110 Reykjavík Sími: 412 5050 sala@bmvalla.is Skoðaðu Pro Tec á bmvalla.is. Það gæti borgað sig. bmvalla.is Háeinangrandi gluggar fyrir íslenskar aðstæður Pro Tec Classic gluggar eru þolprófaðir fyrir íslenskar aðstæður til að þola mikið vind- og slagveðursálag. Gluggarnir eru háeinangrandi og lækka þess vegna hit- unarkostnað og spara orku. Gluggarnir eru sérsmíðaðir að óskum viðskiptavinarins og með 10 ára verksmiðjuábyrgð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.