Fréttablaðið - 16.02.2013, Qupperneq 43
SJÁLFSTÆÐ
„Pabbi hélt mér
markvisst frá
Latabæ því hann
vildi ekki að ég
festist í hlutverki
Sollu stirðu eins
og hann hefur
gert í hlutverki
Íþróttaálfsins.“
KAFFIHÁTÍÐ
Kaffihátíð stendur nú yfir í Hörpu en þar fer fram Ís-
landsmót kaffibarþjóna. Sigurvegarar öðlast þátt-
tökurétt á heimsmeistaramótum sem haldin verða í
Nice í Frakklandi og Melbourne í Ástralíu. Auk þess
eru kaffifyrirtæki og fleiri aðilar með kynningarbása.
Allir kaffiáhugamenn eru velkomnir.
ALLT LÍFIÐ FRAM
UNDAN „Það er gaman
að vera unglingur í dag,
ekki síst þegar bílprófið
er handan við hornið. Ég
hlakka líka mikið til þess
að verða fullorðin og
sjá hvað lífið færir mér,“
segir Sylvía.
MYND/VALLI
Mamma segir að ég hafi verið sólargeisli sem barn og að ég sé ótrúlega góður unglingur.
Ég elska að vera á meðal fólks og því
hélt hún að ég yrði algjört tryppi og
sæist ekki meir eftir að ég byrjaði í
framhaldsskóla. Ég er hins vegar svo
heimakær að ég vil helst alltaf vera
heima með fjölskyldunni,“ segir Sylvía
og brosir breitt.
Hún segist ekki hafa orðið vonsvikin
að standa ekki uppi sem sigurvegari í
Eurovision í Hörpu.
„Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir
að fá þetta tækifæri og fyrir það hvað
ég kynntist mörgum. Nú vita lands-
menn hver ég er og margir listamann-
anna komu sérstaklega til að segja mig
hafa sungið vel. Það er besta hrós sem
hægt er að fá. Lífið snýst líka um að
búa til minningar og Eurovision er ein
ljúf sem fer í reynslubankann.“
FÉKK ÞAÐ BESTA FRÁ BÁÐUM
Sylvía segist hafa vitað frá blautri
barnæsku að pabbi sinn væri Íþrótta-
álfurinn.
„Ég ólst samt ekki upp í Latabæ
eins og margir gætu haldið. Pabbi hélt
mér markvisst frá Latabæ því hann
vildi ekki að ég festist í hlutverki Sollu
stirðu eins og hann hefur gert í hlut-
verki Íþróttaálfsins. Ég vil líka gera
hlutina á eigin forsendum en ekki sem
dóttir Íþróttaálfsins eða að fólk haldi
að ég hafi orðið eitthvað vegna hans
eða sem Solla stirða. Sem tónlistar-
maður vil ég höfða til allra aldurshópa
eins og Páll Óskar frændi minn en ekki
verða að eilífu poppstjarna fyrir litlu
börnin.“
Að sögn Sylvíu ólst hún upp við
hefðbundið og afar skemmtilegt fjöl-
skyldulíf. „Það kemur eflaust á óvart
að mamma er mun heilsusamlegri en
pabbi. Við reynum auðvitað alltaf að
borða hollt því það er best fyrir mann
en við borðum alls konar mat og alls
ekki allt grænt. Ég er ekki heldur alin
upp við að mega bara fá íþróttanammi
og fæ mér stundum sælgæti þótt ekki
sé nammidagur,“ segir Sylvía og skellir
upp úr.
„Ég á enga uppáhaldspersónu úr
Latabæ en pabbi er náttúrulega uppá-
haldið mitt. Ég hef samt tileinkað mér
það veganesti úr Latabæ að taka alltaf
með mér ávexti í skólann,“ segir Sylvía
sem er á fyrsta ári í Versló.
„Ég ólst upp við að standa með
sjálfri mér, sama hvað aðrir segja.
Ég hef alltaf verið sterkur karakter,
jákvæð, ákveðin og þrjósk. Þegar ég
stefni á eitthvað legg ég allt í sölurnar
og er afar metnaðarfull. Það hef ég
bæði frá pabba og mömmu; ég fékk það
besta frá báðum.“
VILL HJÁLPA TIL Í HEIMINUM
Sylvía stundar nám í klassískum söng
hjá Alinu Dubik og söngnám í Söng-
skóla Maríu Bjarkar. Í sumarfríinu
hyggst hún leggja land undir fót til enn
frekara söngnáms.
VILL BÆTA HEIMINN
STJARNA FÆDD Sylvía Erla Scheving söng sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar
í úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Sylvía er rétt að byrja.
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
1.250 kr
1.350 kr
HOLLT
OG GOTT
PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868 - www.pho.is
1.250 kr
Opið:
mán - föst Kl. 11 - 21
lau - sun Kl. 12 - 21
BJÓÐUM UPP Á
HEIMSENDINGU
Viltu gerast hláturjógaleiðbeinandi?
Námskeið fyrir þá sem vilja gerast hláturjógaleiðbeinendur
verður haldið í Lifandi markaði, Borgartúni 24, föstudaginn
22. og laugardaginn 23. febrúar n.k.
Að auki verða nokkrir æfingatímar. Nemendur útskrifast frá
Dr. Katarias School of Laughter Yoga.
Kennari er Ásta Valdimarsdóttir
hláturjógakennari.
Upplýsingar og skráning í
síma 899 0223.
Tölvup. asta.hlaturjoga@gmail.com
Save the Children á Íslandi