Fréttablaðið - 16.02.2013, Page 56

Fréttablaðið - 16.02.2013, Page 56
| ATVINNA | Kranamaður Eykt óskar eftir að ráð vanan vana kranamann til starfa sem fyrst vegna verkefna fyrirtækisins. Nánari upplýsingar veitir Pétur Einarsson alla virka daga milli kl 07:30 -18:00 í sími: 822-4437 Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Gestamóttökustarf á Hótel Holti Hefur þú áhuga á að starfa í ferðamannageiranum og gefa framúrskarandi þjónustu á hverjum degi í hópi fólks sem gerir allt fyrir gesti sína af einlægni og alúð? Hótel Holt leitar nú að gestamóttökustarfsmönnum í fullt og krefjandi framtíðarstarf. Um er að ræða 12 tíma vaktavinnu 8:00-20:00 á svokölluðum kokkavöktum (unnið aðra hverja helgi). Hótel Holt er lítið 4 stjörnu hótel í Þingholtunum þar sem fyrsta flokks þjónusta, matur og drykkur eru í hávegum höfð. Hótelið skipar sérstakan sess í hjarta allra þeirra sem það heimsækja og er það mikið til okkar frábæra starfsfólki að þakka. Umsækjendur verða að vera orðnir 20 ára, hafa fullkomna alhliða ensku og íslenskukunnáttu (ritað og talað) Önnur tungumál eru bónus. Viðkomandi þarf að vera einlægur sendiherra okkar litla lands, hafa sjálfstæð vinnubrögð, vera úrræðagóður, sveigjanlegur og geta brosað og starfað undir álagi. Við erum ekki að leita að hlutastarfsmönnum og ekki fólki sem er á leið í nám næsta haust. Ráðningartími er lágmark 1 ár. Umsóknir ásamt mynd og fylgibréfi sendist á sverrir@holt.is. Umsóknarfrestur er til 24.feb. Ekki er tekið á móti umsóknum í síma eða eigin persónu. Aðeins verður svarað þeim sem koma sterklega til greina. Árskógum 2, Breiðholti / Mjódd Skógarbær er hjúkrunarheimili fyrir eldri og yngri einstaklinga sem þarfnast hjúkrunar allan sólarhringinn. Hjúkrunardeildarstjóri Staða hjúkrunardeildarstjóra er laus til umsóknar. Starfið felur í sér yfirumsjón með þremur hjúkrunareiningum. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2013. Með umsókn fylgi upplýsingar um námslok, ferilskrá ásamt meðmælum tveggja umsagnaraðila. Helstu kröfur: • Íslenskt hjúkrunarleyfi. • Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar. • Faglegur metnaður og góð samskiptahæfni. • Þekking og reynsla af stjórnunarstörfum æskileg. Helstu þættir starfsins: • Umsjón með verkferlum, gerð hjúkrunarferlis og framkvæmd hjúkrunar. • Umsjón með RAI-mælingum (raunverulegur aðbúnaður íbúa). • Sér um daglega mönnun og rekstur deildar í samvinnu við hjúkrunarforstjóra. Vinsamlega sendið umsóknir til: Jónbjörg Sigurjónsdóttir hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ Árskógum 2, 109 Reykjavík eða í tölvupósti; jonbjorg@skogar.is Staða skólastjóra við Melaskóla Skóla- og frístundasvið Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Melaskóla. Melaskóli er í vesturbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru um 550 nemendur í 1.-7. bekk. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Vellíðan, samvinna, metnaður og sköpunargleði eru grundvallargildi skólastarfs Melaskóla og þar er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi. Í skólanum er unnið að markmiðum Grænna skrefa Reykjavíkurborgar og eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Í Melaskóla er bekkjakerfi þar sem fjölbreyttir kennsluhættir og náið samstarf eru í fyrirrúmi. Útikennsla, raungreinar og list- og verkgreinar eru mikil vægir þættir í starfsemi skólans. Skólinn er í grónu hverfi og er samstarf við heimili, félagasamtök og stofnanir í nærumhverfi nu með miklum ágætum. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða skólann inn í framtíðina, býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur góða og víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Óskað er eftir því að með umsókninni fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið. Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2013. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2013. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutil- högun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunn- skólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða fram- sækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Starfsmann vantar í fiskeldi Fiskeldisfyrirtæki í næsta nágrenni við Húsavík vantar starfsmann. Menntun eða starfsreynsla í fiskeldi kostur en ekki skilyrði. Upplýsingar í síma 893-9995, umsóknir sendist í netfangið nordurlax@tpostur.is. 16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.