Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 57

Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 57
| ATVINNA | Velferðarsvið Deildarstjóri skammtímavistunar Laust er til umsóknar starf deildarstjóra skammtímavist- unar í Reykjavík. Um er að ræða skammtímavistun fyrir börn og ungmenni með fötlun á einhverfurófi. Þjón ustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auknum lífsgæðum. Helstu verkefni og ábyrgð: • Ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustunnar • Gerð og eftirfylgd einstaklingsáætlana • Stýrir daglegum störfum annarra starfsmanna, í samráði við forstöðumann • Veitir leiðsögn og tilsögn um framkvæmd þjónustu • Tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu Hæfniskröfur: • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda • Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum • Reynsla af stjórnun æskileg • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veita Halla Kristín Guðlaugsdóttir halla.kristin.gudlaugsdottir@reykjavik.is s. 567-4336 og Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir ingibjorg.gyda.gudrunardottir@reykjavik.is s.411-1400. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkur-borgar www.reykjavik.is Umsóknarfrestur er til 3. mars n.k. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Kerfisstjóri PIPA R \ TBW A SÍA 13 0 5 5 6 Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem sjálfstæði og skipulagshæfileikar fá að njóta sín. Nýr starfsmaður verður hluti af öflugu kerfisstjórateymi sem þróar fjölbreyttar og sérhæfðar kerfislausnir fyrir háskólasamfélagið. Reiknistofnun býður góða vinnuaðstöðu við Sturlugötu, gott mötuneyti, jákvætt og gefandi starfsumhverfi. Háskóli Íslands óskar eftir að ráða Linux kerfisstjóra. Um er að ræða starf kerfisstjóra hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur er til 11. mars 2013. Nánari upplýsingar veitir Magnús Gíslason, deildarstjóri kerfisdeildar hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands, sími 525 4750, netfang magnus@hi.is. Sjá nánar www.starfatorg.is og www.hi.is/laus_storf Starfssvið: Uppsetning og rekstur Linux kerfa Kerfisaðlögun Skipulagning og vandamálagreining Rekstur og eftirlit Þjónusta við notendur Þróun og rekstur opinna og frjálsra tölvukerfa Hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði raungreina Reynsla af rekstri Linux kerfa Þekking og skilningur á rekstri stórra tölvukerfa Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfileikar Umsækjandi sé lærdómsfús, góður í hópavinnu og hafi frumkvæði Forritunarkunnátta er kostur Staða skólastjóra við Háaleitisskóla Skóla- og frístundasvið Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Háaleitisskóla. Háaleitisskóli er í austurbæ Reykjavíkur. Skólinn hóf starfsemi sína árið 2011 eftir sameiningu Álftamýrarskóla og Hvassaleitis- skóla. Skólinn starfar á tveimur starfsstöðvum, Álftamýri (1.-10. bekkur) og Hvassaleiti (1.-7. bekkur). Í skólanum eru um 480 nemendur. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Áræðni, virðing og ábyrgð eru grundvallargildi skólastarfs Háaleitisskóla. Teymi kennara vinna saman og er litið á árganga sem heild með sveigjanlegar hópaskiptingar. Með þessu fyrirkomulagi gefast tækifæri til fjölbreyttra vinnubragða sem stuðla að vellíðan og árangri nemenda. Útikennsla, list- og verkgreinar eru mikilvægir þættir í starfsemi skólans. Skólinn er í grónum hverfum og er samstarf við heimili, félagasamtök og stofnanir í nærumhverfinu með miklum ágætum. Leitað er að einstaklingi sem hefur kunnáttu og færni til að leiða faglegt starf við sameinaðan skóla, býr yfir leiðtogahæfileik- um, hefur góða og víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Óskað er eftir því að með umsókninni fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið. Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um fram- sækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2013. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2013. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutil- högun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunn- skólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. LAUGARDAGUR 16. febrúar 2013 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.