Fréttablaðið - 16.02.2013, Side 71
KYNNING − AUGLÝSING Gluggar & gler16. FEBRÚAR 2013 LAUGARDAGUR 3
Í Eyjafjallagosinu varð töluvert mikið öskufall í Vestmannaeyjum með tilheyr-andi óþægindum og óþrifnaði fyrir fólk.
Það voru þó ýmsir sem sluppu með skrekk-
inn þegar kom að öskunni. „Þeir sem voru
með glugga og hurðir frá okkur sluppu alveg
við öskuna. Lausafögin eru mjög þétt og
með yfir fellanlegum kanti sem gerir það að
verkum að ekkert loft kemst í gegnum lokaðan
glugga eða hurð. Okkar vara kemur þó ekki
bara vel út í öskufalli,“ segir Óskar Sigurðsson
hjá Gluggasmiðjunni Gæski og hlær, „heldur
einnig í rokinu og rigningunni sem við búum
við hér á Íslandi og ekki síst rokinu hér í Vest-
mannaeyjum, sem getur verið töluvert.“
Danskir hágæðagluggar
Efnið í gluggana er flutt inn frá Danmörku
og er algjörlega viðhaldsfrítt. „Glugga- og
hurða rammarnir eru úr stálprófílum sem
svo eru klæddir PVCUplasti. Stál rammarnir
eru galvaniseraðir og ryðga því ekki og
plastið er brætt saman á hornunum svo ekk-
ert vatn kemst að stálinu. Þannig eru glugg-
arnir gerðir til að endast í áratugi án þess að
þarfnast viðhalds.“
Tími er dýrmætur
Þar sem gluggarnir eru algjörlega viðhalds fríir
er engin þörf á því að skrapa málningu, mála
eða borga málarameistara fyrir það. Fúnir
gluggar heyra sögunni til og allt það viðhald
sem tilheyrir hefðbundnum timbur gluggum.
„Fólk vill einfaldlega vera í fríi á sumrin en
ekki eyða tímanum í viðhaldsvinnu. Miklu
betra er að vera bara með fjölskyldunni. Þegar
viðhaldsvinna við timbur hurðir og glugga er
lögð saman yfir nokkurra ára tímabil er kostn-
aðurinn orðinn tölu verður.“ Verð munur á
dönsku gæða gluggunum og timburglugg-
um borgar sig því mjög fljótt upp og gæða-
stundunum fjölgar með fjölskyldunni. „Allar
hurðir frá okkur eru með fimm punkta ryð-
fríum læsingum og stormjárn og lamir einnig
úr ryðfríu stáli.“
Uppsetning og glerjun
Fljótlegt er að setja gluggana upp þar sem
þeir eru töluvert grennri en hefð bundnir
timburgluggar. „Það munar töluverðu á
vinnu og tíma. Ég hef heyrt smiði hérna tala
um að þeir séu allt að þrisvar sinnum fljótari
að glerja. Ekki þarf að nota neinar skrúfur
þar sem sérstakir smellulistar eru notaðir
til að festa glerið í. Ísetningarkostnaðurinn
verður því lægri fyrir vikið og sparnaðurinn
enn meiri.“
Sérsmíði og samsetning
Þegar efnið er komið frá Danmörku taka
starfsmenn Gæsks við því og sníða niður í
glugga eftir pöntun. „Við getum smíðað allar
gerðir og stærðir glugga og hurða. Hvort sem
um er að ræða hefðbundna glugga, franska
glugga, stóra, litla eða heilu sólhýsin þá er
okkur ekkert að vanbúnaði og mögu leikarnir
óendanlegir.“ Gluggasmiðjan Gæskur er vel
tækjum búin og reynsla og þekking til staðar.
„Framleiðslan krefst nokkurrar sérhæf ingar
og sérstakra verkfæra svo það er ekki hver
sem er sem getur hoppað í að búa til þessa
glugga. Auk þess höfum við margra
ára reynslu af því að
vinna með þessa
vöru.“
Margir litir
Hægt er að fá gluggana og hurðarnar í
nokkrum litum þó sá hvíti hafi reynst vin-
sælastur. „Hvítur er langmest tekinn og við
eigum hann alltaf til á lager. Lítið mál er þó
að panta aðra liti en það er örlítið lengri af-
greiðslufrestur.“
Víða um land
Hús með gluggum og hurðum frá Gæski er
að finna víða um land. „Sennilega eru nú
flest húsin hér í Eyjum sem við höfum fram-
leitt glugga fyrir. Þó eru hús á Vestfjörðum,
fyrir norðan og á fleiri stöðum sem eru með
okkar vöru. Þá vorum við að senda glugga á
Selfoss í nýtt timbureiningahús frá SG ein-
ingahúsum.“
Hægt er að nálgast upplýsingar um
Gluggasmiðjuna Gæsk á heima-
síðu fyrirtækisins www.
gluggar.net .
Hægt er að fá gluggana og hurðarnar í nokkrum litum þó sá hvíti hafi reynst vinsælastur.
Sólhýsi frá Gæski eru algjörlega viðhaldsfrí og einkar glæsileg.
Lausafögin eru einstaklega vönduð og
þétt með yfirfellanlegum kanti.
Steint gler tekur sig vel út
í gluggunum frá
Gæski.
Dönsk gæði sem standast tímans
tönn hjá Gluggasmiðjunni Gæski
Óskar Sigurðsson á og rekur Gluggasmiðjuna Gæsk í Vestmannaeyjum ásamt foreldrum sínum. Gluggasmiðjan framleiðir vandaða
glugga og hurðir úr dönsku gæðaefni sem standast íslenskar aðstæður með prýði. Bæði veður, vinda og öskufall úr Eyjafjallajökli.
Hurðirnar eru fáanlegar í mörgum útfærslum og eru allar
með fimm punkta ryðfríum læsingum og lömum.
Læsingarnar eru fyrirferðarlitlar og öflugar. Allur frágangur og hönnun
er til fyrirmyndar og gerður
til að endast.