Fréttablaðið - 16.02.2013, Side 74

Fréttablaðið - 16.02.2013, Side 74
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 Eftir hálfs árs dvöl á plánetunni rauðu er komið að kaflaskilum í leiðangri geimjeppans Curiosity. Á dögunum var jarðvegsbor tækisins prufu-keyrður með góðum árangri og nú er honum ekkert að vanbúnaði að hefja formlega verkefni sitt með því að taka stefnuna á Sharp-fjall. Þegar þangað verður komið er markmiðið einfalt, en sennilega tor- sótt; að skera úr um með vissu hvort einhvern tíma hafi aðstæður á Mars verið með þeim hætti að líf hefði getað þrifist þar. Mikið þegar unnið Þótt leiðangurinn sé formlega að hefjast hefur gríðarlega mikið unnist hingað til. Hönnun jeppans, ferðalag hans til Mars og ekki síst lendingin, sem var verkfræðilegt stórvirki út af fyrir sig, hafa gefið vísindamönnum gott veganesti inn í komandi verkefni, sem munu einhvern daginn ferja manneskju til annarra reikistjarna. Þá er ógetið þess sem Curiosity hefur þegar séð og sent heim, en á 188 daga og um 600 metra ferðalagi sínu hefur hann þegar staðfest það sem áður var vitað með nokkurri vissu, að á Mars rann eitt sinn vatn. Það sést á berginu, en síðustu vikur og mánuði hafa bor- ist myndir af þornuðum árfarvegi sem gætu þess vegna hafa verið teknar hér á Íslandi. Vísindamenn fái lyklana Ævintýrið hófst fyrir alvöru hinn 5. ágúst þegar Curiosity lenti á Mars. Þar sem jeppi þessi er miklu stærri en önnur slík fjarstýrð tæki sem hafa verið send út í geim, kallaði hann á nýja lausn sem fólst í því að honum var slakað niður á yfirborðið úr lendingar fari knúnu þrýstiloftshreyflum. Síðan þá hefur starf vísindamanna falist í að prófa öll hin fjölmörgu rannsóknar- og mælitæki, meðal annars greiningarmyndavél, jarðvegsskóflu og myndavél auk virkni og stýringu jeppans sjálfs, og hefur allt gengið að óskum. Eftir lendingu var jeppanum ekið spotta- korn vestur að svæði sem er kallað Glenelg, en þar var talið að væri áhugavert svæði og kjörið til prófana og þar hefur Curiosity haldið sig síðustu mánuði. „Nú þegar prófunum er lokið ættu vísinda- mennirnir að fá lyklana í hendur frá verk- fræðingunum hvað úr hverju og bruna af stað,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og rit- stjóri Stjörnufræðivefsins. „Nú verður vænt- anlega keyrt meðfram sandöldunum að rótum Sharp-fjallsins þar sem hann verður næstu tvö árin. Þetta er um átta kílómetra leið en ferðin mun væntanlega taka allt þetta ár og fram á það næsta, bæði vegna þess að Curiosity keyr- ir hægt, í mesta lagi um 200 metra á klukku- stund, og svo verður líka stoppað víða á leið- inni til að safna gögnum og gera mælingar.“ Sævar segir prófunarferlið á Glenelg hafa tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir, en það komi hins vegar til af góðu því að svæðið hafi verið mun áhugaverðara en NASA bjóst við. Skýr merki um vatn Curiosity hefur þegar fundið á ferð sinni sönn- unargögn um rennandi vatn, sem hefur leyst upp steindir í bergi og fallið út, til dæmis í holur og sprungur, og myndar nú æðar sem sjást bersýnilega á myndum Curiosity. Þá má einnig sjá af lögun smásteina í árfarveginum uppþornaða að þeir hafa slípast til í vatni. „Þetta virðist vera botninn á farvegi ár sem hefur verið um hnédjúp,“ segir Sævar. „Við vitum nú að Mars var einu sinni renn- andi blautur, en hversu lengi það hefur varað og hve lífvænlegt hefur verið þar, er spurn- ingin sem við vonum að náist að svara.“ Leitað að lífi Sævar segir rannsóknina á Glenelg vera góða upphitun fyrir stóra verkefnið þar sem ráðist verður í að kanna setlög í hlíðum Sharp-fjalls. „Þetta fjall er hreinlega setlagastafli þar sem lögin liggja lárétt. Neðst eru þá elstu lögin, frá þeim tíma sem Mars er talinn hafa verið lífvænlegastur, og það eru áhugaverð- ustu staðirnir til að rannsaka. Ofar komum við í nýrri lögin, um svipað leyti og Olympus- fjall og fleiri risaeldfjöll mynduðust, en þá varð lofthjúpur Mars súrari.“ Til að fá endanlega úr því skorið hvort líf hafi einhvern tíma getað þrifist á Mars mun Curiosity greina efnasamsetningu setlag- anna, og segir Sævar að það yrði meiri háttar uppgötvun ef lífrænar sameindir fyndust í bergi. „Svo mun hann líka leita eftir metani í loftinu. Hann hefur þegar prófað einu sinni, án þess að hafa fundið neitt, en vísindamenn hafa hins vegar „fundið lykt“ af metani á Mars bæði frá jörðinni og með geimförum á braut um Mars, þannig að metanið hlýtur að vera þarna einhvers staðar. Ef Curiosity finnur slíkt, getur hann skorið úr um hvort metanið er af líffræðilegum eða jarðfræði- legum toga og hvort sem er yrði afar for- vitnilegt. Ef það er jarðfræðilegt merkir það að jarðhiti sé til staðar og það gæti klárlega stutt líf, en ef það er svo af lífrænum toga, er sönnunin nánast komin. Það eru þá einhverjir Marsbúar þarna undir að gefa frá sér metan! Það verður þó í raun aldrei skorið úr því með óyggjandi hætti að líf sé á Mars fyrr en við borum niður og finnum verurnar.“ Æfingatímabilinu lokið á Mars Eftir hálfs árs prófanir á tækjum og tólum geimjeppans Curiosity á Mars er komið að því að hefja rannsóknir að fullu. Borað var í berg í síðustu viku. „Gullöld fyrir áhugafólk um geimferðir“, segir formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. TIL Í ALLT Geimjeppinn Curiosity er nú orðinn klár í slaginn, eftir hálfs árs prófanir á kerfum og tækjabúnaði. Hann heldur á næstunni í átt að áfangastað sínum, hlíðum Sharp-fjalls, þar sem hann verður við rannsóknir næstu tvö árin eða svo til að fá úr því skorið hvort einhvern tíma hafi verið lífvænlegt á Mars. MYNDIR/NASA 1 Borinn sjálfur er í grunninn ekki ósvipaður hefðbundnum höggbor og er á enda arms sem nær rúma tvo metra frá jepp- anum. 2 Hér má sjá borinn sem Curiosity vígði hinn 8. febrúar síðast- liðinn. Hann boraði þar rúmlega sex sentímetra djúpa og 1,3 sentímetra breiða holu og tók bergsýni. Borinn er hluti af ein- stökum tækjabúnaði Curiosity, sem telur meðal annars smásjá, litrófsrita og myndavél sem efnagreinir berg með því að skjóta á það leysigeisla og greina reykinn. Í innviðum jeppans er líka sýnaklefi þar sem bergsýni verða greind til hlítar. 3 Hér sjást greinilega ljósar æðar í berginu á Glenelg. Þær myndast þegar vatn rennur í gegnum sprungur og skilur eftir sig steindir. Þessar æðar eru fyrsta sönnunin sem Curiosity fann um steinefni sem mynduðust á þennan hátt. SÆVAR HELGI BRAGASON Geimjeppinn Opportunity hefur fallið í skuggann af Curiosity síðustu mánuðina, en það má ekki vanmeta hans framlag á þeim níu árum sem hann hefur skondrast um plánetuna rauðu, þó tækjabúnaðurinn sé ekki nærri eins fullkominn og hjá Curio- sity. Hann hefur á 35 kílómetra ferðalagi sínu meðal annars fundið fjölmargar vís- bendingar um að vatn hafi runnið á Mars. „En hans niðurstöður benda flestar til þess að það vatnið hafi verið frekar súrt og ekki mjög lífvænlegt,“ segir Sævar. „En lífið er harðgert og maður veit aldrei hvernig það hefur þróast.“ ➜ Í skugganum eftir níu ár á Mars Sævar segir að sannkallað ævintýri hafi verið að fylgjast með leiðangri Curiosity fyrir áhugafólk um geimferðir og að hann beri miklar væntingar til framhaldsins. „Já, heldur betur. Ég get varla beðið eftir því að hann fari að rannsaka þarna fyrir alvöru.“ Það sem standi upp úr það sem af er, sé útsýnið sem sést af myndunum sem Curiosity hefur sent heim, en þær hafa bæði verið fræðandi og ægifagrar og leitt í ljós það tignarlegasta sem hingað til hefur sést á Mars. Hundruð mynda hafa þegar borist, en það tekur jafnan innan við klukkustund að senda mynd heim til NASA, allt eftir því hve langt er á milli Mars og jarðarinnar hverju sinni. Vegna þess að sporbaugur þeirra um sólina er misstór er fjarlægðin milli þeirra á bilinu 55 milljón kílómetrar upp í 400 kílómetrar. Hið sama gildir um samskipti stjórnenda við jeppann, en frá því að skipun er gefin, til dæmis um að aka af stað, stöðva eða snúa myndavélinni að áhugaverðum stað, líður nokkur stund þar til jeppinn nemur hana. Til dæmis var seinkunin um það bil stundarfjórðungur þegar Curiosity var nýlentur. En er þetta þá ekki einstakt að fá að upplifa slíka atburði, hér um bil í beinni útsendingu? „Jú, algerlega. Það er æðislegt og hálf súrrealískt að geta skoðað ljósmyndir á vefnum sem voru teknar fyrir hálftíma síðan á fjarlægri reikistjörnu. Við erum að upplifa gullaldartíma í þessu, engin spurning! Og þetta verður bara betra og betra,“ segir Sævar. ➜ Lifum á gullaldartíma Curiosity borar í bergið á rauðu plánetunni 1 2 3 Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.