Fréttablaðið - 16.02.2013, Side 86

Fréttablaðið - 16.02.2013, Side 86
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 54TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KNÚTUR OTTERSTEDT Brekkugötu 36 Akureyri lést á Dvalarheimilinu Hlíð 12. febrúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Harriet Otterstedt Lena Otterstedt Kristján Otterstedt Ólöf Margrét Eiríksdóttir Ása Karen Otterstedt Karl Eckner Knútur Otterstedt Silja Rán Andradóttir Margrét Sesselja Otterstedt Una Lind Otterstedt Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru JÓHÖNNU KRISTINSDÓTTUR Miðtúni 2, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Gjörgæsludeildar Landspítala Jakob Árnason Ísleifur Árni Jakobsson Laufey Hrönn Þorsteinsdóttir Guðrún Sigríður Jakobsdóttir Gunnar I. Baldvinsson Kristinn Þór Jakobsson Ólöf K. Sveinsdóttir Ásdís Ýr Jakobsdóttir Valur B. Kristinsson Sigrún Björk Jakobsdóttir Jón Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, UNNAR GUÐBJARGAR ÞORKELSDÓTTUR hárgreiðslumeistara, Álftanesi. Þorkell Snorri Gylfason Freyja Gylfadóttir Unnur Kristbjörg Gylfadóttir Kristín Edda Gylfadóttir Margrét Þóra Gylfadóttir Sími 551 3485, svar ða allan sólarhringinn. www.udo.is Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur Okkar ástkæra SVEINBJÖRG HERMANNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Júlíana Ruth Woodward Arndís V. Sævarsdóttir Eiríkur Sigurðsson Margrét S. Sævarsdóttir Ólafur Þ. Þórðarson Erla S. Sævarsdóttir Jón Óskar Gíslason Bryndís Ósk Sævarsdóttir Sigurður Á. Pétursson barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamamma, amma og langamma, ÁSTA BJARNADÓTTIR frá Stað í Steingrímsfirði, til heimilis að Hólagötu 25, Njarðvík, lést að morgni 13. febrúar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Hún verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Margeir B. Steinþórsson Magnús Steingrímsson Marta Sigvaldadóttir Bjarni Steingrímsson Irena Maria Motyl Kristín Steingrímsdóttir Árni Magnús Björnsson Loftur Hilmar Steingrímsson ömmu- og langömmubörn. „Ég er vön að segja að ég sé mikil gleðikona og svo má fólk leggja sína túlkun í það. En sá er einmitt boð- skapur bókarinnar sem ég var að þýða og er nýkomin út hjá Draum- sýn, að við höfum alltaf val um hvort við veljum gleðina eða fýluna og pirringinn. Það finnst mér góð speki,“ segir Draumey Aradóttir, rit- höfundur og þýðandi. Hún er nýkom- in til landsins frá Svíþjóð ýmissa erinda því fyrir utan að kynna bók- ina Að velja gleði ætlar hún að dekra við lítið barnabarn. „Hún Sunna Dís dóttir mín gerði mér þann grikk að gefa mér ömmu- barn í október og þess vegna er ég í þriðju Íslandsheimsókninni síðan. Ég stenst ekki mátið. En í Svíþjóð á ég samt heima. Sænskt þjóðfélag hentar mér, ég fann það strax og ég flutti út fyrir fimmtán árum. Þar er annar snúningshraði en hér og mér líður ofsalega vel þar,“ segir hún. Draumey hefur gefið út eigin rit- smíðar bæði á Íslandi og í Svíþjóð en Að velja gleði er fyrsta bókin sem hún þýðir úr sænsku á íslensku. „Þetta er sjálfsþroskabók,“ segir hún og kveðst alla tíð hafa haft áhuga á því sem leiðir til aukins þroska. „Ég hef lesið ótal bækur á því sviði og farið á allskyns nám- skeið en strax í fyrsta kaflanum á þessari bók sá ég að hún var frá- bær því hún er svo vel skrifuð og hentar öllum. Uppsetningin er ein- föld, skilaboðin skýr og æfingarnar góðar. Höfundurinn, Kay Pollak, er svo auðmjúkur og fellur ekki í þá gildru að setja sig á háan hest heldur er á sömu leið og lesendur. Veit sem er að allir eru mannlegir og aldrei búnir að læra.“ Draumey kveðst hafa komist í tölvupóstsamband við Kay Pollak eftir að hafa farið á myndina hans Så som i himmelen með þáverandi sænskum eiginmanni. „Þar sem við hjónakornin sátum hvort á móti öðru í baðkari eftir bíóið, ég í sjö- unda himni yfir myndinni en hann þungur á brún, hugsaði ég: getur verið að við höfum verið að horfa sömu mynd? Þegar ég skrifaði Pol- lak til að hrósa honum fyrir mynd- ina lýsi ég baðsenunni fyrir honum. Hann skrifaði á móti að þetta væri besta lýsingin á því sem bókin hans fjallaði um, að hugarfarið skapaði líðan okkar og veruleika. Síðan bað ég um þýðingarréttinn á bókinni. Hún er metsölubók í Svíþjóð og hefur verið þýdd víða um lönd og er svo hagnýt að hún þarf eiginlega að fylgja manni alla ævi.“ Eftir tólf ára búsetu í Lundi kveðst Draumey hafa látið 40 ára draum sinn rætast og flutt út í sveit. „Ég skildi við manninn minn, keypti mér hús frá 1880 á miðju Skáni og fékk mér hund og kött. Þar sit ég og skálda og þýði. Svo keyri ég til Lundar og kenni þar tvo og hálfan dag í viku,“ segir hún og kveðst meðal annars kenna íslenskum börn- um íslensku. „Nú er móðurmáls- kennslan i Svíþjóð orðin að alvöru námsgrein í grunnskólunum þannig að nemendur fá jafnmörg stig fyrir móðurmálið sitt og aðrar greinar. Ég kenni líka fullorðnum Svíum íslensku, sem koma á námskeið eins og í Tómstundaskólanum hér. Síðan er ég líka að kenna innflytjenda- börnum sænsku sem annað mál. Þar nýt ég minnar reynslu sem innflytj- anda, sem er svolítið gott.“ gun@frettabladid.is Ég er mikil gleðikona Draumey Aradóttir býr í yfi r 130 ára gömlu húsi í sænskri sveit en er komin til Íslands að fylgja eft ir sinni fyrstu þýðingu á sænskri bók, Að velja gleði, eft ir Kay Pollak. ÞÝÐANDINN „Þar sem við hjónakornin sátum hvort á móti öðru í baðkari eftir bíóið, ég í sjöunda himni yfir myndinni en hann þungur á brún, hugsaði ég: getur verið að við höfum verið að horfa sömu mynd?“ segir Draumey Aradóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fimm vörður á vegi ástarinnar, 2003: Bokförlaget Blåtunga Svíþjóð, Fem stenrösen på kärlekens stig, 2003: Bokförlaget Blåtunga Birta– Draugasaga, 2004: Fjölvi Þjófur og ekki þjófur, 2001: Mál og menning Einnig hafa birst eftir hana ljóð á sænsku, ensku og hollensku í tímaritum og bókum. Áður útkomið efni eftir Draumeyju
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.