Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 88
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 56
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞORSTEINN ELÍSSON
Laxárdal,
síðast til heimilis að Glósölum 7, Kópavogi
lést á Landakotsspítala 14. febrúar.
Guðný Sigríður Þorsteinsdóttir Sveinn Karlsson
Guðrún Þorsteinsdóttir Jón Einarsson
Karólína Dóra Þorsteinsdóttir Böðvar Stefánsson
Elínborg Þorsteinsdóttir Bergvin Sævar Guðmundsson
Ólöf Þorsteinsdóttir Böðvar Sigvaldi Böðvarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
STEINÞÓR INGEBRIGT NYGAARD
sem lést 14. febrúar verður jarðsunginn
frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
20. febrúar kl.15.00.
Ásta H. Haraldsdóttir
Erlendur Steinþórsson Shou-Ping Wendy Chen
Andrés R. Ingólfsson Guðlaug Helga Konráðsdóttir
Ása Andrésdóttir
Auður Ásta Andrésdóttir Benjamin Beier
Margét Erlendsdóttir
Arthur Erlendsson
Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug
og vinsemd vegna andláts og útfarar
okkar ástkæru
SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR
Bræðraborgarstíg 7, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á
krabbameinslækningadeild Landspítalans
fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð.
Guðmundur Guðmundsson
Kristján Gylfi Guðmundsson
Eyrún Guðmundsdóttir Unnar Bragi Bragason
Brynhildur Guðmundsdóttir Jón Valgeirsson
Borghildur Guðmundsdóttir Kolbeinn Sveinbjörnsson
Kristrún, Lúkas, Tryggvi, Felix, Emil Bragi, Eva Karen,
Guðmundur, Hildur, Sólveig
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR HALLGRÍMSSON
lyfjafræðingur,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
mánu daginn 18. febrúar kl. 13.00. Þeim sem
vildu minnast hans er bent á Hjálparstarf
kirkjunnar.
Anna Guðrún Hugadóttir
Vera Guðmundsdóttir Þórarinn Blöndal
Daði Guðmundsson Dianne Y. Guðmundsson
Hugi Guðmundsson Hanna Loftsdóttir
Alma Guðmundsdóttir
Eva Magnúsdóttir
Tinna Magnúsdóttir
Hildur Blöndal
Unnar Blöndal
Jóhanna Hugadóttir
Faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langlangafi,
SIGURÐUR ÞÓRARINN ODDSSON
áður til heimilis að Norðurbrún 1,
lést þann 9. febrúar á Hjúkrunarheimilinu
Mörk. Hann verður jarðsunginn frá Áskirkju
þriðjudaginn 19. febrúar kl. 13.00.
Brynhildur Sigurðardóttir
Kristín G. Sigurðardóttir
Kolbrún M. Sigurðardóttir Gísli Hafsteinn Einarsson
Sigþrúður Sigurðardóttir
Elsa Á. Sigurðardóttir
Oddur Sigurðsson
Guðbjartur J. Sigurðsson
Sigurður Þ. Sigurðsson Kristín H. Friðriksdóttir
Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KARÓLÍNU FRIÐRIKU
HALLGRÍMSDÓTTUR
Laugarvegi 33, Siglufirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunar Fjallabyggðar fyrir einstaka alúð
og elskusemi. Guð blessi ykkur öll.
Ólöf Þórey Haraldsdóttir Ásgeir Sigurðsson
Helga Haraldsdóttir Erlingur Björnsson
Ragnheiður Haraldsdóttir
Árni Haraldsson Ragnheiður Árnadóttir
Eyþór Haraldsson
Árni Þór Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar og amma,
VIGDÍS SVERRISDÓTTIR
frá Hvammi, Norðurárdal,
lést fimmtudaginn 14. febrúar á
Dvalarheimilinu Grund við Hringbraut.
Útförin fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 22. febrúar kl. 13.00.
Anna Vigdís Jónsdóttir Jörundur Svavar Guðmundsson
Sigurlaug Jónsdóttir Hallgrímur Þorsteinn Magnússon
Sverrir Jónsson Erla Danfríður Kristjónsdóttir
Sigbjörn Jónsson Valgerður Hildibrandsdóttir
og ömmubörn.
Verkið sem Snúður og Snælda frum-
sýnir í Iðnó í dag gerist á vistheimili
aldraðra. Heimilið er að halda upp á
hálfrar aldar afmæli sitt og í tilefni
þess hefur hópur heimilisfólks tekið
að sér að æfa upp skemmtidagskrá.
Sú dagskrá inniheldur leikritið Ráða-
bruggið og nokkra gamanþætti þar
sem stiklað er á söng milli atriða. Úr
verður sem sagt Bland í poka.
Ráðabruggið er eftir Sesselju Páls-
dóttur, Sellu, sem nýlega flutti til
landsins eftir áratuga búsetu í Banda-
ríkjunum. Hún kveðst hafa skrifað
það á síðasta ári og segir að það hafi
aldrei verið sett upp áður. „Þátturinn
minn fjallar um nútímasamskipti milli
þriggja kynslóða. Fulltrúar tveggja
þeirra eldri sjást á sviðinu en sú þriðja
kemur við sögu,“ segir Sesselja og lýsir
söguþræðinum ögn nánar. „Geir þrúður
er öldruð kona sem gabbar son sinn til
sín en tilgangurinn er annar en sá sem
hann heldur. Þetta kemur allt í ljós á
sviðinu.“
Sesselja segir Bjarna Ingvarsson
leikstjóra og leikhópinn hafa samið
Bland í poka. „Það er mikill söngur og
fjör í því,“ tekur hún fram. „Þar eru
flutt sjö eða átta lög og bæði lög og
söngtextar eru gamlar perlur frá fyrri
tíð eftir ýmsa höfunda. Spilað er undir
á harmóniku og gítar og lögð áhersla á
að áhorfendur taki undir.“
Verkið er um það bil 80 mínútur í
flutningi og taka ellefu manns þátt í
uppfærslunni, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu. Nokkrir nýir leik-
arar stíga sín fyrstu spor á leiksvið-
inu í þessari uppfærslu en auk þeirra
eru þaulreyndir leikarar sem tekið
hafa þátt í fjölda leiksýninga hjá leik-
hópnum Snúði og Snældu.
Eins og Sesselja gat um leikstýrir
Bjarni Ingvarsson sýningunni. Hann
hefur leikstýrt og leikið í fjölda sýn-
inga og leikið í nokkrum kvikmyndum.
Miða á Ráðabruggið og Bland í
poka má kaupa í Iðnó. Miðaverð er
3.000 krónur en 2.500 fyrir aldraða og
öryrkja. gun@frettabladid.is
Öldruð móðir
gabbar son sinn til sín
Leikhópurinn Snúður og Snælda frumsýnir nýtt verk í Iðnó í dag, 16. febrúar klukkan 14,
sem nefnist Ráðabruggið og Bland í poka. Þar eru fl uttar nokkrar söngperlur frá fyrri tíð
og lögð áhersla á að gestir taki undir.
LEIKHÓPURINN Á
ÆFINGU Það er hasar
á köflum í þættinum
Bland í poka. Hér eigast
við leikararnir Heiðar
og Magnús en bak við
þá standa Bergljót,
Aðalheiður, Gunnar og
Jón, öll í sínum hlut-
verkum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Guðmundur G. Þórarinsson byggingar-
verkfræðingur var útnefndur heiðurs-
félagi Verkfræðingafélags Íslands á
árshátíð félagsins fyrir fáum dögum.
Þá voru Ólafur Haralds Wallevik
byggingarverkfræðingur, Ragnhildur
Geirsdóttir vélaverkfræðingur, og Vil-
hjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðing-
ur sæmd heiðursmerki félagsins. Það
er Merkisnefnd VFÍ sem útnefnir heið-
ursfélaga og þá einstaklinga sem hljóta
heiðursmerki félagsins.
Heiðursfélagi VFÍ er sæmdarheiti
sem aðeins hlotnast einstaklingum sem
leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð
störf á sviði félagsmála VFÍ eða frá-
bær verkfræði- eða vísindastörf. Guð-
mundur G. er sá 23. í röðinni sem hlýt-
ur þetta sæmdarheiti í rúmlega 100 ára
sögu félagsins.
Heiðursmerki VFÍ eru veitt í viður-
kenningarskyni fyrir vel unnin störf
á sviði verkfræði eða vísinda, fyrir
framtak til eflingar verkfræðinga-
stéttinni í heild eða fyrir félagsstörf
í þágu verkfræðingastéttarinnar. Alls
hafa ríflega eitt hundrað einstaklingar
hlotið þá viðurkenningu.
Verkfræðingar heiðraðir
Fjórir verkfræðingar voru heiðraðir á árshátíð Verkfræðingafélags Íslands nýlega. Þar af
hlaut einn æðstu viðurkenningu félagsins.
VIÐ AFHENDINGUNA Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ, Kristinn Andersen, formaður
VFÍ, Vilhjálmur Lúðvíksson, Ragnhildur Geirsdóttir, Ólafur Haralds Wallevik og Guðmundur G.
Þórarinsson, heiðursfélagi VFÍ.