Fréttablaðið - 16.02.2013, Page 98

Fréttablaðið - 16.02.2013, Page 98
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 ➜ 1860 tóku leikmenn hafnaboltaliðsins Brooklyn Excelsior að ganga með mjúkar derhúfur til varnar sólinni. Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM OG BJÓÐUM STAKA SÓFA Á 30% AFSLÆTTI UM HELGINA 20% afsláttur MANCHEBO - ÁÐUR KR. 226.800 NÚ KR. 158.760 SHABBY - ÁÐUR KR. 582.600 NÚ KR. 399.900 FAMA - ÁÐUR KR. 254.400 NÚ KR. 178.000 ETERNA - ÁÐUR KR. 192.300 NÚ KR. 134.600 WOO - ÁÐUR KR. 136.000 NÚ KR. 95.200 SHABBY - ÁÐUR KR. 418.300 NÚ KR. 292.800 „Mér finnst þetta sannkallaðar fjöruperlur og því fékk skartið mitt það nafn,“ segir Þingeyringurinn Kristín Þórunn Helgadóttir, sem býr til hálsfestar, eyrnalokka og armbönd úr þara er hún tínir við strendur Dýrafjarðar. Þegar heim kemur þurrkar hún þarann og pússar og úr verða léttar perlur í margvíslegum grænum litbrigðum, svörtum sést líka bregða fyrir. „Það er misjafnt eftir því hvenær ég tíni hráefnið hvernig litur inn er og fer meðal annars eftir veðrinu. Í rigningar tíð er annar litur á ferskum þara en í þurrkatíð og sól. Svörtu fjöruperl- urnar eru svo þær sem hafa slitnað upp og þorna og harðna af sjálfu sér,“ lýsir hún. Kristín Þórunn kveðst alltaf hafa verið verið hrifin af fjörunni og mörgu því sem hún hafi að geyma, meðal annars hafi hún mikið skorið út í rekavið. „Mér finnst þarinn svo fallegur frá nátt- úrunnar hendi að mig langaði að gera eitthvað úr honum. Á endanum bjó ég mér til hálsmen með einni kúlu og átti það í mörg ár. Svo bauð Kristján bróðir mér í fermingarveislu til Akureyrar og þá hitti ég hagleiksfólk sem heillaðist af meninu. Í framhaldinu fór ég að búa til skart fyrir aðra en mig,“ segir Kristín Þóra, sem hefur verið meðal útvaldra á sýningum Handverks og hönnunar í Ráð- húsinu og líka á Hrafnagilshátíðunum. Sjá www. fjoruperlur.is. gun@frettabladid.is Djásn úr fjörum Dýrafjarðar Kristín Þórunn Helgadóttir býr til hálsfestar, eyrnalokka og armbönd úr þara sem hún tínir við strendur Dýrafjarðar. Í SÖLUUMBÚÐUM Kristín selur skartið í öskjum með mynd af upprunahráefninu. KRISTÍN ÞÓRUNN „Ég hef alltaf verið hrifin af fjörunni,“ segir hönnuðurinn sem er bankastarfsmaður. HÁLSFESTI OG EYRNA LOKKAR Fjöruperlurnar eru lét- tar svo þægilegt er að bera þær. Derhúfan mun halda vinsældum sínum fram á næsta haust, sé mið tekið af haust- og vetrar- línum þessa árs. Tími tískuvikanna er genginn í garð og virðist derhúfan ætla að verða vinsælasti fylgihlutur ársins 2013. Á sýningu danska hönnunarhússins Wood Wood báru fyrirsætur derhúfur er þær gengu eftir sýningarpallinum og það gerðu fyrirsætur J. Crew, Jeremy Scott og Ostwald Helgason einnig. Tískubloggarar og -fyrir- myndir virðast sérstaklega hrifin af derhúfum og eru gjarnan mynduð með slíkt höfuðfat á leið á tískusýningar. WOOD WOOD Derhúfur sáust á sýningu Wood Wood á tískuvikunni í Kaupman- nahöfn. Vinsælasti fylgihluturinn Derhúfur halda vinsældum sínum fram á næsta ár.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.