Fréttablaðið - 16.02.2013, Síða 98
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66
➜ 1860 tóku leikmenn
hafnaboltaliðsins
Brooklyn Excelsior að
ganga með mjúkar
derhúfur til varnar
sólinni.
Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is
Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16
RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM OG BJÓÐUM
STAKA SÓFA Á 30% AFSLÆTTI UM HELGINA
20%
afsláttur
MANCHEBO - ÁÐUR KR. 226.800 NÚ KR. 158.760
SHABBY - ÁÐUR KR. 582.600 NÚ KR. 399.900
FAMA - ÁÐUR KR. 254.400 NÚ KR. 178.000
ETERNA - ÁÐUR KR. 192.300 NÚ KR. 134.600
WOO - ÁÐUR KR. 136.000 NÚ KR. 95.200
SHABBY - ÁÐUR KR. 418.300 NÚ KR. 292.800
„Mér finnst þetta sannkallaðar fjöruperlur og því
fékk skartið mitt það nafn,“ segir Þingeyringurinn
Kristín Þórunn Helgadóttir, sem býr til hálsfestar,
eyrnalokka og armbönd úr þara er hún tínir við
strendur Dýrafjarðar. Þegar heim kemur þurrkar
hún þarann og pússar og úr verða léttar perlur í
margvíslegum grænum litbrigðum, svörtum sést
líka bregða fyrir. „Það er misjafnt eftir því hvenær
ég tíni hráefnið hvernig litur inn er og fer meðal
annars eftir veðrinu. Í rigningar tíð er annar litur á
ferskum þara en í þurrkatíð og sól. Svörtu fjöruperl-
urnar eru svo þær sem hafa slitnað upp og þorna og
harðna af sjálfu sér,“ lýsir hún.
Kristín Þórunn kveðst alltaf hafa verið verið
hrifin af fjörunni og mörgu því sem hún hafi að
geyma, meðal annars hafi hún mikið skorið út í
rekavið. „Mér finnst þarinn svo fallegur frá nátt-
úrunnar hendi að mig langaði að gera eitthvað úr
honum. Á endanum bjó ég mér til hálsmen með
einni kúlu og átti það í mörg ár. Svo bauð Kristján
bróðir mér í fermingarveislu til Akureyrar og þá
hitti ég hagleiksfólk sem heillaðist af meninu. Í
framhaldinu fór ég að búa til skart fyrir aðra en
mig,“ segir Kristín Þóra, sem hefur verið meðal
útvaldra á sýningum Handverks og hönnunar í Ráð-
húsinu og líka á Hrafnagilshátíðunum. Sjá www.
fjoruperlur.is.
gun@frettabladid.is
Djásn úr fjörum
Dýrafjarðar
Kristín Þórunn Helgadóttir býr til hálsfestar, eyrnalokka og armbönd úr
þara sem hún tínir við strendur Dýrafjarðar.
Í SÖLUUMBÚÐUM Kristín selur
skartið í öskjum með mynd af
upprunahráefninu.
KRISTÍN ÞÓRUNN „Ég hef alltaf verið hrifin af fjörunni,“ segir hönnuðurinn sem er
bankastarfsmaður.
HÁLSFESTI OG
EYRNA LOKKAR
Fjöruperlurnar eru lét-
tar svo þægilegt er að
bera þær.
Derhúfan mun halda vinsældum sínum fram á
næsta haust, sé mið tekið af haust- og vetrar-
línum þessa árs. Tími tískuvikanna er genginn í
garð og virðist derhúfan ætla að verða vinsælasti
fylgihlutur ársins 2013. Á sýningu danska
hönnunarhússins Wood Wood báru fyrirsætur
derhúfur er þær gengu eftir sýningarpallinum
og það gerðu fyrirsætur J. Crew, Jeremy Scott og
Ostwald Helgason einnig. Tískubloggarar og -fyrir-
myndir virðast sérstaklega hrifin af derhúfum og
eru gjarnan mynduð með slíkt höfuðfat á leið á
tískusýningar.
WOOD WOOD
Derhúfur sáust
á sýningu
Wood Wood á
tískuvikunni
í Kaupman-
nahöfn.
Vinsælasti
fylgihluturinn
Derhúfur halda vinsældum
sínum fram á næsta ár.