Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2013, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 08.03.2013, Qupperneq 2
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Auður, fannst þér svona grátlegt að hitta Bieber? „Ég grét af gleði vegna þess að ég trúði ekki að þetta væri að gerast.“ Auður Eva Peiser Ívarsdóttir grét í klukku- tíma þegar hún hitti átrúnaðargoðið sitt Justin Bieber baksviðs á tónleikum í London um síðustu helgi. FÓLK „Það er kjaftshögg að lenda í svona, kjaftshögg sem þú verður ekki var við fyrr en allt er yfirstað- ið. Þegar maður greinist veit maður í rauninni ekkert hvað maður er að fara að ganga í gegnum,“ segir Gunnar Sigurgeir Ragnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi í desember 2011. „Ég fór að finna fyrir köggli í hálsinum og lét heimilislækni skoða mig. Heimilislæknirinn vildi láta taka sýni strax og senda í ræktun. Nokkrum dögum síðar er hringt í mig og mér tilkynnt að ég þurfi að fara í uppskurð og láta fjarlægja kýlið. Ferlið tók sem sagt um tvær vikur, frá því að ég fer til læknis og þangað til ég er búinn í aðgerðinni, þannig að það er óhætt að segja að heimilislæknirinn hafi brugðist rétt við.“ Gunnar fór í sína fyrstu geisla- meðferð í janúar 2012 en biðtím- ann frá aðgerð og að geislameðferð segir hann hafa verið erfiðan. „Það var ákveðið að byrja ekki geislameðferðina rétt fyrir jólin og í dag skil ég þá ákvörðun,“ segir Gunnar sem fór í 33 skipti í geisla frá janúar til mars. Gunnar segir geislameðferðina hafa tekið bæði andlegt og líkam- legt þrek af honum og hann hefur ekki enn náð fullum styrk aftur. „Þetta hefur áhrif á allt og alla í kringum mann og það er ekki til nein uppskrift að því hvernig maður tilkynnir börnunum sínum svona fréttir, að maður sé kominn með krabbamein.“ Gunnari var boðið að taka dætur sínar tvær með í geislameðferð til að leyfa þeim að sjá hvernig hlutirnir færu fram. „Eldri stelpan mín treysti sér ekki til að koma með en yngri dóttirin kom og það var gott fyrir okkur.“ Gunnar telur að fólk verði að vera óhrætt við að ræða þennan sjúkdóm og segir að það sé einmitt það sem Mottumars geri, að skapa umræður. „Móðir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir um tutt- ugu árum og þá var þetta helst ekki rætt. Nú til dags reynum við að tala opinskátt um þetta í fjölskyldunni og ég finn að manni líður betur.“ Gunnar minnist þess að það hafi verið erfitt að hafa áhyggjur af fjármálum ofan á veikindin. „Maður hefði þurft að setja fjár- hagsörðugleika og annað áreiti á bið,“ segir Gunnar að lokum og minnir á að jákvætt hugarfar skipti öllu máli í svona aðstæðum. - gha „Það er kjaftshögg að fá krabbamein“ Tveggja barna faðir sem greindist með krabbamein í hálsi í desember fyrir rúmum tveimur árum segir veikindin hafa haft áhrif á allt og alla í kringum hann. Hann segir enga uppskrift vera til að því hvernig tilkynna eigi fjölskyldunni slík veikindi. BARÁTTA Gunnar S. Ragnarsson fann kýli í hálsinum og greindist með krabbamein í kjölfarið. LÖGREGLUMÁL Sex karlar hafa verið úrskurð- aðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp á Íslandi í langan tíma. Fjórir mannanna voru handteknir í janú- ar en hinir tveir í febrúar í tengslum við tilraunir til að smygla um tuttugu kílóum af amfetamíni til landsins og 1,7 lítra af amfeta- mínbasa. Lögreglan telur að með amfetamín- basanum hefði verið hægt að framleiða um sautján kíló af amfetamíni. Mennirnir eru á fertugs- og fimmtugsaldri. Þrír þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. mars á grundvelli rannsóknarhags- muna, en hinir þrír til 4. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Fíkniefnin voru send í nokkrum póstsend- ingum til landsins. Það voru starfsmenn tollyfirvalda sem fundu efnin í janúar með aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Það er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem fer með rannsókn málsins ásamt dönskum lögregluyfirvöld. - gb Reyndu að smygla nærri tuttugu kílóum af amfetamíni til Íslands: Sex áfram í gæsluvarðhaldi PÓSTKASSAR Reynt var að smygla um 20 kíló- um af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa í nokkrum póstsendingum til landsins. VEÐUR Fjölmargir bifreiðaeigendur lögðu leið sína á bílaþvottastöðvar á höfuðborgarsvæðinu í gær til að skola öskulag af bílum sínum. Hvassviðrið sem gekk yfir landið hafði borið með sér ösku úr Eyja- fjallajökli sem lagðist yfir og settist á bíla. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í fréttum Stöðv- ar 2 í gær að öskufok að vetri til væri alls ekki algengt og áratugir væru sennilega frá því að slíkt hefði verið. Mikil aska væri til staðar á Eyja- fjallasvæðinu og miklar líkur á að hún myndi fjúka yfir borgina þegar þurrt og hvasst væri í veðri. - þj Eigendur skítugra bíla hópuðust á bílaþvottastöðvar: Skoluðu ösku eftir veðurofsann SKOLA ÖSKUNA BURT Hvassviðrið í vikunni bar ösku úr Eyjafjallajökli með sér yfir höfuðborgarsvæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hálf sjötta milljón hefur safnast hingað til í Mottumars-átaki Krabbameinsfélags Íslands. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri félagsins, segir átakið hafa gengið afar vel hingað til. „Okkur þykir ekki síður vænt um hvað áverknis- átakið hefur gengið vel. Fyrirlestrar sem við höfum staðið fyrir hafa fengið mjög góðan hljómgrunn þannig að við erum mjög sátt.“ 5,5 milljónir hafa þegar safnast VENESÚELA Nicolas Maduro, sem nú gegnir forsetaembætti í Vene- súela, segir að líkið af Hugo Cha- vez verði smurt og haft til sýnis um aldur og ævi. Chavez lést á þriðjudag eftir erfiða baráttu við krabbamein. Efnt verður til forsetakosninga innan þrjátíu daga frá láti hans. Chavez hafði sjálfur óskað eftir því að Maduro yrði kosinn arftaki sinn. Útför hans verður gerð í dag með mikilli viðhöfn og er reiknað með að leiðtogar meira en þrjátíu ríkja mæti. - gb Hugo Chavez smurður: Líkið verður til sýnis framvegis EVRÓPUMÁL Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn for- maður Samtaka atvinnulífsins (SA), segist þeirrar skoðunar að ljúka eigi aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Í samtali við RÚV sagði hann mikilvægt að fá niðurstöðu í málið til að það verði ekki eilífðardeilumál hér á landi. „Niðurstaða verður að nást og það er ekki hægt nema með því að ljúka samningum,“ sagði Björg- ólfur á RÚV. „Ég vil að þessari vegferð verði lokið. Ég sé ekki annað í stöðunni en að það verði gert. Mér finnst við vera komin það langt í þessum viðræðum og ég lýt þjóðarvilja í þessu þegar að því kemur.“ Björgólfur bætti því við að niðurstaða í sjávarút- vegsmálum skipti miklu máli. „Það hefur verið talað um að sjávarútvegsmál skipti miklu máli í þessum viðræðum og það er ljóst að við þurfum að ná ásættanlegri niðurstöðu þar.“ Innan SA hafa lengi verið skiptar skoðanir um ágæti mögulegrar ESB-aðildar Íslands, þar sem Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hefur verið mótfallið aðild, en Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu hafa verið hallari undir slíkar vangaveltur. Björgólfur var um árabil formaður LÍÚ, en steig úr þeim stóli haustið 2008. Við það tækifæri sagðist hann þeirrar skoðunar að hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB, en þá hafði Ísland ekki enn sótt um aðild. - þj Björgólfur Jóhannsson, nýr formaður SA, segist vilja klára ESB-viðræðurnar: Vill ekki að ESB verði eilífðardeila VIL KLÁRA VIÐRÆÐURNAR Björgólfur Jóhannsson, nýkjör- inn formaður SA, sagðist á RÚV vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TÆKNI Útlit samfélagsmiðilsins Facebook hefur verið endurhann- að til að koma til móts við notend- ur, sem hafa kvartað undan því að síðan sé orðin of flókin. Útlitið verður stílhreinna og þar með læsilegra, en um leið verður auglýsingum gert hærra undir höfði. Dálkum síðunnar verður fækkað úr þremur í tvo, þannig að fréttadálkurinn fær meira pláss. Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook, vonast til þess að með nýja útlit- inu verði miðillinn meira eins og fréttablað. - gb Kvörtunum svarað: Facebook fær útlitsbreytingu SPURNING DAGSINS Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.