Fréttablaðið - 08.03.2013, Side 22

Fréttablaðið - 08.03.2013, Side 22
FÓLK|HELGIN Sjónabókin er einstök í heiminum,“ segir Solveig Theodórsdóttir, formað-ur Heimilisiðnaðarfélagsins, en þrír listamenn munu fjalla um útsaum, vefnað og prjón upp úr munstrum Sjónabókarinnar á málþingi á sunnudaginn, í tilefni 100 ára afmælis Heimilisiðnaðarfélagsins. Sjónabókin var gefin út af félaginu árið 2009 og inniheldur munstur frá 17. og 18. öld. „Þetta eru gömul handrit sem einungis eru til á Þjóðminjasafninu og byggja öll á reitamynstrum,“ útskýrir Solveig. „Hver kafli er tileinkaður manni eða konu sem teiknað hefur munstur og er fyrsti kaflinn tileinkaður Ragnheiði Jónsdóttur, biskupsfrú á Hólum, en hún er einmitt með sjónabókina sína í hendinni á fimm þúsund króna seðlinum.“ Málþingið hefst klukkan 10. Guðrún J. Kolbeins, vefnaðarlistakona og kennari, fjallar um vefnaðarlist að fornu og nýju og hvernig nýta megi munstrin úr Sjóna- bókinni í nútímanum. Jóhanna Pálmadóttir, framkvæmdastjóri textílsetursins á Blöndu- ósi, fjallar um útsaumslist, Gréta Sörensen prjónahönnuður fjallar um að prjóna af list og Ingibjörg Ágústsdóttir, handverkslista- maður í Stykkishólmi, talar um að hún sæki andagift sína til bókarinnar. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Fallegt mynstur á þjóðbúningi. FORNT HANDVERK Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli klukkan 10 og 12 á sunnudag og er öllum opið. Á sunnudaginn er einnig hinn árlegi þjóðbúningadagur á safninu. Allir sem mæta í þjóðbúningi fá ókeypis inn á safnið. Daði vinnur nú meistaraverkefni í umhverfis- og auðlindafræði í samstarfi við verkfræðiskrifstof- una Verkís. Verkefnið felst í því að kanna möguleika og hagkvæmni þess að reka hjólaleigukerfi í Reykjavík. Kerfið væri svipað þeim sem rekin eru í fjölda borga víðs vegar um heim. „Þetta væri þriðja kynslóð af hjólaleigukerfi, sem þýðir að notendur skrá sig inn með einhvers konar auðkenni; á netinu, með kreditkorti, síma eða með öðrum hætti. Þannig veit kerfið ávallt hver er með hvaða hjól og jafnvel hvar það er,“ segir Daði. Hjólin væru læst í sérstökum hjóla- stöndum sem komið væri fyrir á við- eigandi stöðum. „Þegar viðskiptavinur greiðir fyrir hjól aflæsist það. Tökum dæmi af manni sem leigir hjól á Hlemmi og hjólar vestur í Háskóla, þar væri annar hjólastandur þar sem hægt væri að skila hjólinu af sér.“ Spurður um staðsetningu slíkra stöðva segir Daði könnunina einmitt taka mið af því hvar fólk vilji fá slíkar stöðvar. „Sjálfur teldi ég að æskilegt væri að hafa þær hjá strætóstoppistöðvum, stórum vinnu- stöðum, bílastæðahúsum og fjölförnum stöðum. Vel heppnað kerfi sem væri samtvinnað strætó gæti styrkt strætó og strætó styrkt hjólakerfið.“ Daði hefur fundið mikinn áhuga þeirra aðila sem málið snertir eins og hjá borgaryfirvöldum og Strætó. „Þetta er allt spurning um peninga, sem er víst lítið til af um þessar mundir. Í Denver er svona hjólakerfi rekið á samfélagslegum grunni og ekki gerð krafa um neinn hagnað. Svo er líka spurning hvort einhver fyrirtæki vildu taka þátt í að skapa svona kerfi.“ Um þessar mundir vinnur Daði að kostnaðargreiningu á kerfinu auk greining- ar á samfélags- og umhverfislegum ávinn- ingi þess. „Minni umferð, minni mengun, bætt lýðheilsa og meiri strætónotkun. Þetta eru allt þættir sem þarf að að skoða og taka inn í myndina.“ Fólk er hvatt til að taka þátt í könnunni á slóðina www.kannanir.is/nemendur/in- dex.php?sid=48788&lang=is. „Því fleiri sem taka þátt, þeim mun marktækari verða niðurstöðurnar.“ Einnig er hægt að fletta Daða upp á Facebook og finna könnunina þar. ■ vidir@365.is HJÓLALEIGUKERFI Í REYKJAVÍK BÆTTAR SAMGÖNGUR Daði Hall meistaranemi stendur fyrir viðhorfskönnun á netinu um það hvort fólk myndi nýta sér hjólaleigukerfi ef boðið væri upp á slíkt í Reykjavík. Þess konar kerfi er að finna í borgum víða um heim. KÖNNUN Á NETINU Daði hvetur fólk til að taka þátt í könnuninni og leggja sitt af mörkum til að athuga kosti þess og galla að reka hjóla- leigukerfi í Reykjavík. Könnunin má finna á Facebook-síðu hans undir nafninu Daði Hall. MYND/GVA Mjúkar fermingargjafir frá 4.990 kr Öll fermingartilboðin á www.lindesign.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *S am kv æ m t p re nt m iðl ak ön nu n Ca pa ce nt G all up n óv .-s ep t. 20 12 Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Fréttablaðinu. 60% landsmanna skoða fjölpóst. Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! 75% íbúa höfuðborgarsvæðisins lesa Fréttablaðið daglega. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi orn@365.is Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MESGBLAÐ Á

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.