Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2013, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 08.03.2013, Qupperneq 27
Nýja EGF Dagkremið er silkimjúkt og nærandi og gefur þurri húð góðan raka sem endist allan daginn. Kremið er mjög rakagefandi, ver húðina fyrir kulda og veitir henni mjúka og fallega áferð. Það hentar einnig mjög vel undir farða. Dagkremið er ofnæmisprófað eins og allar EGF húðvörurnar og það er án litar- og paraben efna eða annarra ónauðsynlegra aukaefna. ● Mjög nærandi og rakagefandi ● Viðheldur réttu rakajafnvægi húðarinnar ● Gefur húðinni mjúka og fallega áferð ● Án parabenefna ENDIST ALLAN DAGINN Nýja dagkremið frá Sif Cosmetics er fjórða húð varan sem fyrirtækið markaðssetur á Ís- landi undir EGF-vörumerkinu. „Nýja krem- ið er sérþróað fyrir þurra og mjög þurra húð og er það árangur öflugs þróunarstarfs hjá okkur,“ segir Björn Lárus Örvar, fram- kvæmdastjóri og stofnandi Sif Cosmetics og ORF Líftækni. Áður hafa komið á markað EGF Húðdropar™, EGF Dagkrem fyrir venju- lega húð og EGF Húðnæring fyrir líkamann. Upphaflega EGF Dagkremið fékk frábærar viðtökur þegar það var sett á markað haustið 2011. Það er létt og þægilegt dagkrem sem veitir húðinni góðan raka og næringu. „Við höfðum þó fengið tillögur frá fólki með þurra húð um að það vildi feitara krem, sérstak- lega fyrir veturinn,“ útskýrir Björn. Úr varð að þróað var nýtt krem í samvinnu við ítalska sérfræðinga sem meðal annars þróa snyrti- vörur fyrir einstaklinga út frá mælingum á eiginleikum húðarinnar. Nýja EGF Dagkrem- ið er sérstaklega þróað fyrir þurra og mjög þurra húð og til að nota á móti EGF Húð- dropunum, sem er virkari vara sem á frekar að nota á kvöldin áður en gengið er til náða. Húðdroparnir eru endurnærandi, græðandi og viðhalda unglegu yfirbragði. Mikill áhugi innanlands og utan Allar húðvörurnar frá Sif Cosmetics hafa notið fádæma vinsælda hér á landi og er- lendis. Húðdroparnir voru m.a. mest selda snyrtivaran í Magasin du Nord í Kaup- mannahöfn í febrúarmánuði. Erlendir blaða- menn hafa sýnt vörunum mikinn áhuga og talað um þær sem nýjasta æðið meðal þeirra sem vilja fylgjast með því sem er að gerast á snyrtivörumarkaði. „Við tökum á móti miklum fjölda erlendra blaðamanna í hverjum mánuði sem vilja fjalla um þá ein- stöku tækni sem við notum og um virkni húðvaranna frá okkur,“ segir Björn, en nán- ast vikulega birtast greinar um húðdropana í erlendum tímaritum víðsvegar um Evrópu. Nú síðast birtist t.d. þriggja síðna grein í Cosmopolitan í Tyrklandi um húðvörurnar auk þriggja síðna greinar um Ísland. Þá var fjallað um vörurnar á dönsku sjónvarpsstöð- inni TV2 á dögunum og eitt vinsælasta tíma- rit Írlands, Social & Personal, valdi húð- næringuna bestu fáanlegu húðvöruna fyrir líkamann. „Við höfum alls ekki getað kvart- að yfir áhuga erlendra fjölmiðla á fyrirtæki okkar eða vörum,“ segir Björn. Sé að marka umfjallanir þessara miðla nota margir þekktir einstaklingar vörurnar, svo sem leik konurnar Uma Thurman, Kelly Preston og Marion Cotillard. Einstök tækni við framleiðslu EGF Dagkremið inniheldur EGF frumuvaka. Frumuvaki er prótein sem stýrir endurnýjun húðfrumna og hægir á náttúrulegu ferli öldr- unar. Dr. Stanley Cohen og dr. Rita Levi- Montalcini hlutu Nóbelsverðlaunin í læknis- fræði árið 1986 fyrir uppgötvun sína á frumuvökum og hlutverki þeirra við endur- nýjun húðfrumna. Húðfrumurnar framleiða sjálfar EGF en magn þess í húð minnkar með aldri. Húðfrumurnar þekkja EGF frumu- vakann og setja í gang sameindaferli þegar hann binst við yfirborð þeirra. EGF húðvör- urnar virkja því eiginleika húðfrumnanna sjálfra til þess að endurnýja sig. „Við fram- leiðum þennan frumuvaka í byggplöntum og höfum þróað til þess einstæða tækni,“ upp- lýsir Björn, en frumuvakarnir eru framleiddir í samstarfi við ORF Líftækni hf. „Notendur eru trúir vörunni og kaupa hana aftur og aftur. Við höfum haldið stöðu okkar sem mest selda snyrtivaran hjá stærstu evrópsku flugfélögunum og í mörgum virt- ustu snyrtivöruverslunum Evrópu,“ segir Björn. Nýja EGF Dagkremið fyrir þurra og mjög þurra húð er nú fáanlegt í helstu snyrti- vöruverslunum og apótekum um land allt. NÝTT EGF DAGKREM FYRIR ÞURRA HÚÐ FRÁ SIF COSMETICS Sif Cosmetics, dótturfyrirtæki ORF Líftækni hf., hefur sett á markað nýtt EGF Dagkrem sem er sérþróað fyrir þurra og mjög þurra húð. Húðvörurnar frá Sif Cosmetics hafa notið mikilla vinsælda jafnt hér á landi sem erlendis. EGF Húðvörurnar frá Sif Cosmetics eru vinsælar innan lands sem utan. MYND/STEFÁN Björn Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni, í hátækni- gróðurhúsi fyrirtækisins. AUGLÝSING: SIF COSMETICS KYNNIR Sjá nánar á visir.is/lifid Í Grænu smiðjunni eru framleiddir frumuvakar í húðvörur Sif Cosmetics og til læknisfræðilegra rann- sókna. Hátæknigróðurhús Í GRINDAVÍK Græna smiðjan er tvö þúsund fermetra hátæknigróðurhús ORF Líftækni hf. í Grindavík sem tekið var í notkun í maí 2008. Þar eru framleiddir frumuvak- ar í húðvörur Sif Cosmetics og til læknisfræðilegra rannsókna með erfða- tækni í byggi. Græna smiðjan er eitt fullkomnasta gróðurhús landsins. Hita- stigi, birtu og rakastigi er stjórnað nákvæmlega til að aðstæður fyrir rækt- unina séu sem bestar. Bygginu er sáð á annan enda færibanda og þremur mánuðum seinna er það skorið upp á hinum endanum. Byggið er rækt- að í hreinum vikri og fær öll nauðsynleg næringarefni í næringarlausn með vökvun. Þannig er hámarks hreinleiki tryggður í ræktuninni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.