Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2013, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 08.03.2013, Qupperneq 28
FRÉTTABLAÐIÐ 6 • LÍFIÐ 8. MARS 2013 Snæfríður Ingadóttir. Heilsa, matur og hamingja. Yfirheyrslan og helgarmaturinn. T annstönglar úr íslenskum stráum, ætlaðir túristum, ný bók og þriðja barnið á leiðinni – hefurðu alltaf verið svona hugmyndarík og atorkusöm? Við skulum orða það þannig að ég hef alltaf haft gaman af því að koma hlutum í verk enda sérlega gefandi að sjá eigin hugmyndir verða að veru- leika. Ég hef áður gefið út bækur og eignast börn en Tannstráin eru fyrsta varan sem ég kem á markað og allt ferlið í kringum það hefur verið mjög skemmti- legt og lærdómsríkt. Nú hefurðu verið búsett á Akureyri í rúm tvö ár. Hvernig kanntu við þig þar og hvaða kosti hefur Akureyri fram yfi r höfuð- borgina að þínu mati? Ég er alin upp á Akureyri en flutti þaðan sem unglingur og ætlaði mér aldrei að flytja hingað aftur. Bærinn hefur hins vegar komið mér skemmtilega á óvart á fullorðinsárum, en allt hefur sína kosti og galla. Helsti kosturinn við Akureyri er stærð- in, allt er í göngufæri. Ég sakna hins vegar oft fleiri valmögu- leika þegar kemur að verslun og þjónustu. Þreytt á álaginu Framan af starfaðir þú sem fréttakona á RÚV fyrir norðan, kunnirðu því starfi vel? Það var mjög gaman að vinna á RÚV Norðurlandi. Þetta er lítill vinnustaður með góðu fólki. Það var sérlega gaman að kynnast Norðurlandi í gegnum starfið því fréttamennskunni fylgdu mikil ferðalög, allt frá Hvammstanga til Vopnafjarðar. En starfinu fylgdi líka ákveðið álag sem ég var orðin þreytt á og því ákvað ég að hætta. Sérðu fyrir þér að þú munir starfa við fjölmiðla aftur síð- ar meir? Ég hef gaman af því að búa til efni fyrir fjöl- miðla, það á vel við mig enda hef ég starf- að við fagið í 15 ár. Ég er því alls ekki hætt þó að ég hafi hætt í fréttunum á RÚV. Flestir stungið upp í sig strái En að nýju verkefnunum þínum, sem eru afar ólík og skemmtileg. Byrjum á tann- stönglunum eða Tannstráun- um eins og verkefnið kallast. Hvernig kom það verkefni til? Það hafa flestallir Íslendingar, sem á annað borð hafa eitthvað verið úti í náttúrunni, stungið strái upp í sig. En að skera strá, setja þau í pakka og bjóða sem tannstöngla er hugmynd sem er frá föður mínum, Inga Ragnari Sigurbjörnssyni, komin. Hann SNÆFRÍÐUR HEF LÆRT AÐ LÁTA LEIÐINLEG VERKEFNI EIGA SIG Snæfríður Ingadóttir fjölmiðlakona situr ekki auðum höndum þrátt fyrir að hafa hætt starfi sínu sem fréttakona RÚV á Akureyri ekki alls fyrir löngu. Hún situr nú við skriftir á fjórðu túristabókinni sinni, býr til tannstöngla úr íslenskum stráum og gengur með sitt þriðja barn. Lífi ð spjallaði við Snæfríði. SNÆFRÍÐUR INGADÓTTIR. ALDUR: Korter í fertugt. HJÚSKAPARSTAÐA: Gift Matthíasi Kristjánssyni. BÖRN: Ragnheiður Inga, 5 ára, Margrét Sóley, 3 ára og þriðja dóttirin er væntanleg í heiminn í maí. STARF: Sjálfstætt starfandi. Börn hafa ótrú- lega aðlögunar- hæfni og það virð- ist alveg sama hvað ég er að brasa, stelpurn- ar taka því alltaf sem sjálfsögðum hlut. Snæfríður ásamt hug- myndasmiðnum föður sínum og við vinnslu á tannstönglunum. ALLT Í RÆKTINA Grensásvegur 8, sími 553 7300 mán-fim 12–18, fös 12–19, lau 12–17 Kr. 1.190,- Kr. 1.990,- Kr. 1.390,- Kr. 1.490,- Kr. 2.990,- Kr. 1.390,- Kr. 3.290,-

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.