Fréttablaðið - 08.03.2013, Side 32

Fréttablaðið - 08.03.2013, Side 32
FRÉTTABLAÐIÐ 10 • LÍFIÐ 8. MARS 2013 Heilsa, matur og haming ja. Yfirheyrslan og helgarmaturinn. MATARBLOGG CATHERINE ELISABET BATT É g ákvað tólf ára gömul að ég ætlaði að læra grasa- lækningar, ég veit ekkert hvers vegna,“ segir Ásdís Ragna Einarsdóttir, sem útskrifaðist með BS-gráðu í grasalækningum frá University of East London árið 2005. „Jurtir eru frábær leið til þess að bæta heilsuna og virknin í þeim nýtist okkur svo vel. Þær eru líka svo aðgengilegar, vaxa allt í kring- um okkur, þótt úrvalið á Íslandi mætti alveg vera meira, sérstak- lega fyrir okkur sem erum að nota þær í svona miklum mæli. Íslenska flóran er samt mjög flott og ofboðs- lega kraftmikl- ar og góðar jurt- ir sem vaxa hérna. Við grasalæknar þurfum samt að sækja hráefni til annarra landa og þá kaupum við yfirleitt lífrænar jurtir sem fá að vaxa í sínu eðlilega umhverfi.“ Eru margir lærðir grasalækn- ar á Íslandi? „Nei, við erum bara þrjár á öllu landinu sem erum lærðar í þessu og praktiserum. Þetta er ansi lítil stétt enn sem komið er, en það breytist von- andi í framtíðinni.“ Mataræði hluti af meðferð Ásdís Ragna rekur stofur bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík og hefur meira en nóg að gera. „Það kemur alls konar fólk til mín. sumir eru kannski búnir að fara allan hringinn og mæta til mín með greininguna á enninu, búnir að prófa allar aðrar aðferðir. Það er samt sem betur fer að breyt- ast, fólk er farið að koma til mín áður en það leitar annað og er mun opnara fyrir því að prófa grasalækningarnar.“ Þú ráðleggur fólki líka um mataræði, ekki satt? „Ég er ekki lærður næringarfræðingur en auðvitað lærum við undirstöðu- atriði næringarfræðinnar sem hluta af náminu, eins og læknar gera, og ég legg mikla áherslu á næringuna sem meðferð. Þannig að ég lít á það sem hluta af með- ferðinni að breyta mataræðinu, minnka það sem er slæmt fyrir okkur og auka fjölbreytnina.“ Hollara nammi fyrir krakkana Eitt af því sem talað er um sem vaxandi vandamál er offi ta barna, hvað geturðu ráðlagt for- eldrum til að draga úr hættunni á henni? „Mataræði hjá börnum er oft dálítið einhæft og svo eru það þessir skipulögðu nammi- dagar sem ég hef aldrei skilið. Auðvitað má hafa einhverja gulrót í lok vikunnar og gera sér dagamun með því að fá sér eitthvað sætt en það er fárán- legt að hafa einhvern einn dag þegar gúffað er í sig öllu sem er í boði. Það er auðvelt að koma þeim upp á hollara mataræði með því að elda hafragraut til dæmis í staðinn fyrir sykrað morgunkorn, nota hreinar ósykr- aðar mjólkurvörur og sæta þær til dæmis með hunangi og nota grófara brauð í samlokurnar, þau eru fl jót að sætta sig við það. Maður þarf heldur ekkert alltaf að troða grænmetinu í matinn, þótt það sé gott. Á mínu heimili er grænmeti mjög vinsælt sem fi ngursnakk og krakkarnir tína þetta bara upp í sig úr skálinni á meðan þau eru að læra eða horfa á teiknimyndir fyrir matinn. Á nammidögum er svo hægt að kaupa sódavatn í staðinn fyrir gos og hella út í það lífrænum ávaxtasafa, kaupa skrautlega ávexti og skera þá í bita sem hægt er dýfa ofan í bráðið líf- rænt súkkulaði. Svo er auðvitað til alls kyns sælgæti í heilsu- deildum stórmarkaðanna, hlaup úr ávaxtaþykkni, lífrænn lakkrís og alls kyns góðgæti. Það er minnsta málið að gera vel við sig og krakkana án þess að hella sér í botnlaust sykurát.“ - fsb MATUR AUÐVELT AÐ KOMA KRÖKK- UM UPP Á HOLLARA MATARÆÐI Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir hefur tröllatrú á gildi góðrar næringar til að rækta heilsuna. Hún lumar á ýmsum góðum ráðum til að gera þeim yngstu í fjölskyldunni glað- an dag án þess að það kosti botnlaust sykurát. Catherine, sem er tveggja barna móðir, heldur úti blogginu http:// mysweetedgarden.tumblr.com/ en þar deilir hún myndum og upp- skriftum að því helsta sem hún tekur sér fyrir hendur í eldhúsinu. Lífið fékk Catherine til að deila uppskrift að einni dásamlegri skúffuköku sem hentar vel á stóru heimili. Súkkulaðikaka 250 gr brætt smjör 4 egg 250 g sykur 500 g hveiti 2 tsk. matarsódi 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 1½ bolli nýmjólk við stofuhita 1 bolli súrmjólk 3 tsk. vanilludropar 250 g púðursykur 100 g kakó Aðferð Byrjið á því að hita ofninn upp í 175°C. Hrærið egg, sykur og smjör saman þar til deigið er ljóst og létt. Það getur tekið upp í 5 mín. að fá þennan grunn fullkominn. Bæta hveitinu við í fjórum skömmt- um, hrærið vel á milli. Bætið matarsóda, lyftidufti og salti við og hrærið vel. Bætið því næst mjólkinni í og hrær- ið vel, gætið þess að engir kögglar séu í deiginu. Að lokum setjið þið súrmjólk, van- illudropa, púðursykur og kakó út í deigið og hrærið í um 2 mín. Klæðið botninn á ofnskúffunni með bökunarpappírnum og smyrja hlið- arnar vel. Hellið deiginu út í. Bakið í um 35 mín. á 170-180°C. Smjörkrem 500 g smjör 400 g flórsykur 1 stk. egg 1 tsk. vanilludropar Þeytið saman smjörið og flórsyk- urinn þar til það er létt og ljóst. Bætið vanilludropum við. Ef þú ætlar að hafa kakóbragð af kreminu bætirðu kakói við í lokin. ÁSTRÍÐA FYRIR EFTIRRÉTTUM Catherine Elisabet Batt hefur verið búsett á Íslandi í fi mmtán ár og segist elska lífs- gæðin sem landinu fylgja. Hún hefur mikla unun af því að baka og veigrar sér ekki við því að gera eftirrétt fyrir aðeins einn ef því er að skipta. http://mysweetedgarden.tumblr.com/ Þú færð TOTAL RESULT vörurnar frá Matrix með 20% afslætti á öllum sölustöðum Matrix í mars. Eingöngu selt á hársnyrtistofum Amplify – fyrir fínnt, þunnt og viðkvæmt hár, gefur lyftingu. Sleek Look – fyrir úfið og óstýrlátt hár, hemur hárið. Moisture – fyrir allar hárgerðir sem skortir raka, gefur djúpa næringu. Color Care – fyrir litað hár, lengir endingu litarins. Curl life – fyrir liðað eða krullað hár, hemur krullur. Repair – fyrir illa farið eða skemmt hár, byggir upp. Skrautlegir ávextir skornir í bita geta komið í staðinn fyrir sælgæti um helgar. Ásdís Ragna Einarsdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.