Fréttablaðið - 16.03.2013, Page 20

Fréttablaðið - 16.03.2013, Page 20
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Myndi n sem fylgir hér með sýnir skuldir sveitar félaga sem hlutfall af tekjum þeirra miðað við árs- reikninga árið 2011, þ.e. þeirra sem skulduðu yfir 130% af tekjum. Sveitar- félögunum er raðað eftir skuldsetningu þeirra. Þau sveitarfélög, sem hafa rauða súlu, eru eða voru aðilar að Eignarhalds félaginu Fasteign hf. (EFF). Það vekur athygli að af tíu skuldugustu sveitarfélög- unum voru sjö aðilar að EFF. Spyrja má hvort þetta sé til- viljun eða hvort mistök hafi verið gerð. Það er mat greinar- höfundar að hér sé ekki um til- viljun að ræða heldur hafi átt sér stað gríðar leg fjárfestingar- mistök hjá sumum þessara sveit- arfélaga. Ætla verður að mis- tökin hafi ekki aðeins verið gerð hjá viðkomandi sveitar stjórnum heldur einnig hjá þeim banka- stofnunum sem lánuðu fjármagn til þessara framkvæmda. Eink- um er um að ræða Glitni, sem jafnframt átti aðild að félaginu. Sveitarfélagið Álftanes fór í þrot einkum vegna samninga við EFF. Málið var svo alvarlegt að sveitar félagið gat ekki greitt fyrstu leigugreiðsluna, hvað þá þær sem á eftir fylgdu. Sveitar- félagið hefur nú verið samein- að Garðabæ. Að minnsta kosti eitt annað sveitar félag stóð ekki undir leigugreiðslum úr rekstri, heldur varð að ganga á eigur sínar til að standa í skilum. Íbúarnir greiða Nú er verið að ganga frá nýjum leigusamningum við sveitar- félögin, sem eiga aðild að EFF, þar sem engin mistök eru við- urkennd af hálfu banka heldur eru íbúar sveitarfélaganna látn- ir greiða allan brúsann. Dæmi er um eitt sveitarfélag í þess- um hópi þar sem hækka þurfti fasteigna skatt á milli áranna 2011 og 2012 um nærri 80% og starfsmenn þess að taka á sig verulega launa skerðingu. Rétt er að fram komi að Háskólinn í Reykjavík er leigutaki hjá EFF. Fróðlegt verður að fylgjast með hversu mikið ríkissjóður mun taka á sig í formi hækkunar á fram lögum til háskólans, m.a. vegna leigugreiðslna til EFF. Nú þegar hafa komið fram óskir frá háskólanum um hækkun á árlegu framlagi ríkisins til skólans. Samkvæmt nýjum sveitar- stjórnar lögum mega sveitar- félög ekki skulda meira en 150% af tekjum sínum. Skuldir ríkis- sjóðs sem hlutfall af tekjum voru um sl. áramót um 370%. Hvað er öðruvísi hjá ríkissjóði í þessu sambandi? Ljóst má vera að ekkert annað liggur fyrir en að lækka skuldir. Hins vegar er mikill framkvæmdahugur hjá skuldsettum ríkissjóði eins og kannski var hjá sumum af sveit- arfélögunum sem stóðu að EFF. Ríkissjóður hefur á undan- förnum árum gert samninga við a.m.k. átta sveitarfélög um „Já, farðu bara lífvarða- titturinn þinn, sem eltir ráðherraræfil alla daga.“ Álfh eiður Ingadóttir í bókinni Búsáhalda- byltingin– sjálfsprottin eða skipulögð? Endurtökum ekki mistökin Sandgerðisbær Sveitarfélag Álft anes Reykjanesbær Reykjavíkurborg Fljótsdalshérað Sveitarfélagið Vogar Hafnarfj arðarkaupstaður Norðurþing Kópavogsbær Fjarðabyggð Seyðisfj arðarkaupstaður Grundarfj arðarbær Breiðdalshreppur Blönduósbær Stykkishólmsbær Rangárþing ytra Borgarbyggð Ísafj arðarbær Vesturbyggð Sveitarfélagið Árborg Grímsnes- og Grafningshreppur Bolungarvíkurkaupstaður Sveitarfélagið Ölfus Vestmannaeyjabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Skagafj örður Hveragerðisbær Akraneskaupstaður Akureyrarkaupstaður Djúpavogshreppur 0% 100% 200% 300% 400% FJÁRMÁL Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti.“ Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um úttekt á lífríki Lagarfl jóts. „Guð fyrirgefi ykkur fyrir það sem þið hafið gert.“ Frans páfi við hina kardínálana þegar þeir voru búnir að kjósa hann. byggingu hjúkrunarheimila. Skuldir vegna þessa verða bók- aðar hjá sveitarfélögunum, en ríkissjóður borgar leigu til við- komandi sveitar félaga. Eru leigu- skuldbindingarnar skuldfærðar hjá ríkissjóði? Ef ekki þá er það nokkuð svipað og var hjá sveitar- félögunum sem stóðu að EFF í upphafi. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er í eigu ríkisins og Reykjavíkur- borgar. Er skuldbinding ríkis- sjóðs um framlög skuldfærð hjá ríkissjóði? Nú nýverið hefur komið í ljós að áætlanir um rekstur stóðust ekki, það vantar meiri peninga. Pólitísku skila- boðin eru: Við (stjórnmálamenn) berum ekki ábyrgð, reksturinn er á „ábyrgð“ hlutafélags, for- stjórinn hefur látið af störfum, en þið (skatt greiðendur) verðið að greiða það sem upp á vantar. Forsvaranlegt? Fjármálaráðherra hefur nú á lokadögum þingsins lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á eignarformi nýs sjúkrahúss, þar sem hverfa á frá hugmynd- inni um einkaframkvæmd. Því ber að fagna. Hins vegar virð- ist ástæðan vera erfiðleikar með fjármögnunina undir formerkj- um einkaframkvæmdar. Sumir gæla þó enn við þá von að fram- kvæmdin verði undir merkjum einkaframkvæmdar. Spyrja má hvernig þessir sömu aðilar skilja orðið einkaframkvæmd? Áætlað- ur kostnaður nú við nýtt sjúkra- hús er 85 milljarðar króna, sem lætur nærri að vera um 20% af árstekjum ríkissjóðs. Með hlið- sjón af því að skuldir ríkisins eru um 370% af tekjum er spurt hvort forsvaranlegt sé að hefja slíka framkvæmd? Auk þessa hefur að undan- förnu verið rætt um fleiri fram- kvæmdir á vegum ríkisins í einhvers konar félagaformi og þannig reynt að komast hjá því að færa þurfi raunverulegar skuldir í efnahags reikning ríkisins. Vara ber við framkvæmdum á vegum hins opinbera í félagi, t.d. hlutafélagi, þar sem aðrir aðil- ar en hinir pólitískt kjörnu bera „ábyrgð“ eða taka ákvarðanir, en samt sem áður liggi öll fjárhags- leg ábyrgð hjá ríkinu. Jafnframt er varað við hvers konar skuld- bindingu ríkissjóðs sem ekki er færð til skulda eða skuldbind- inga í efnahagsreikningi með vísan til biturrar reynslu nokk- urra sveitar félaga og íbúa þeirra af því fyrirkomulagi. Mikilvægt er að lánar drottnar geri sér grein fyrir greiðslugetu lántakandans og hver hinn raun- verulegi lán takandi er. Lánar- drottnar og stjórnmálamenn bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Rétt er að nefna að margir horfa til lífeyrissjóða til að fjármagna nýjar framkvæmdir við sjúkra- húsklasann. Spyrja má hvort það sé forsvaranlegt að fáir stjórnar- menn lífeyrissjóða taki slíkar ákvarðanir einir og sér? Hvað ræður för? Málþing um þjónustu fyrir börn og ungmenni með verulegan hegðunar- og tilfinningarvanda Málþing Sjónarhóls verður 21.mars 2013, kl.12:30-16:30 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 Skráning á heimasíðu Sjónarhóls: www.sjonarholl.net Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. 12.30-12.40 Setning Ágúst Hrafnkelsson, formaður stjórnar Sjónarhóls 12.40-13.10 Verkefni Sjónarhóls: Raddir foreldra barna með verulega hegðunar- og tilfinningaörðugleika. Jón Björnsson, sálfræðingur 13.10-13.30 Réttur barna á að þörfum þeirra sé mætt: Hvað segir Barnasáttmálinn? Hverju mun lögleiðing Barnasáttmálans breyta? Elísabet Gísladóttir frá Umboðsmanni barna 13.30-13.55 Sjónarhóll foreldra Anna Elísabet Gestsdóttir og Sigurður Grétar Sigurðsson 13.55-14.25 Barnavernd og félagsþjónusta við börn með sérþarfir: Hvað hefur tekist vel? Hvað hefur (enn) ekki tekist? Í hverju þurfa næstu framfarir að felast? Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar 14.25-14.55 Kaffi og léttar veitingar 14.55-15.20 Sjónarhóll foreldris Kristín Ósk Hlynsdóttir 15.20-15.45 Sjónarhóll skólastjóra: Þjónusta grunnskóla við börn með sérþarfir. Hvað hefur tekist vel? Hvað hefur (enn) ekki tekist? Í hverju þurfa næstu framfarir að felast? Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla 15.45-16.10 Lausnir á vettvangi til að mæta þörfum barna með hegðunar- og tilfinningavanda Anna-Lind Pétursdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ 16.10-16.30 Eyþór Ingi Gunnlaugsson, tónlistarmaður Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra og aðstandendur barna með sérþarfir. Til Sjónarhóls leita foreldrar og aðstandendur vegna barna sinna með margvísleg vandamál. Foreldrar eru þá ýmist með áhyggjur af velferð barns, fá ekki áheyrn í kerfinu, fá ekki lögboðna þjónustu, eru ráðalausir og/eða þurfa uppörvun, stuðning og leiðsögn. Til að fá ráðgjafarviðtal á Sjónarhóli nægir að foreldrar hafi áhyggjur af líðan eða þroska barnsins. Ferskar fréttir á Facebook! Splæstu á eitt like á Fréttablaðið á Facebook og fáðu ferskustu fréttirnar á síðuna þína. Heppinn vinur Fréttablaðsins vinnur iPad. facebook.com/frettabladid ➜ Rétt er að nefna að margir horfa til lífeyris- sjóða til að fjármagna nýjar framkvæmdir við sjúkrahús- klasann. Spyrja má hvort það sé forsvaranlegt að fáir stjórnar menn lífeyrissjóða taki slíkar ákvarðanir einir og sér? UMMÆLI VIKUNNAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.