Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 30
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Stór hópur ungs fólks á Íslandi er nú í þeim spor-um að vera í leit að sinni fyrstu íbúð, margir eftir nokkur ár á leigu markaði. Þessi hópur stendur frammi fyrir nokkuð breyttu búsetuumhverfi frá því sem var fyrir einungis fáum árum. Sem dæmi má nefna að kröfur um eigið fé við húsnæðiskaup hafa hækk- að, fjármálastofnanir hafa hafið að bjóða nýjar lánagerðir, leigu- markaðurinn hefur vaxið til muna og upp á síðkastið hefur húsnæðis- markaðurinn verið að hjarna við eftir hæglát ár eftir banka hrunið. Fréttablaðið kynnti sér búsetu- umhverfi ungs fólks á Íslandi í dag. Ýmsar lánagerðir í boði Hin hefðbundna leið í séreigna- samfélaginu Íslandi hefur verið sú að kaupa húsnæði og taka verð- tryggt lán til þess að fjármagna kaupin. Tvennt hefur hins vegar haft nokkur áhrif á vinsældir þess- arar leiðar eftir bankahrun. Í fyrsta lagi hefur hið mikla verðbólguskot sem fylgdi hruninu, og lék marga með verðtryggð lán grátt, vakið frekari athygli á þeim áhættuþáttum sem fylgja þessum lánakosti. Fyrir vikið hafa vin- sældir verðtryggðra lána dalað. Í öðru lagi hafa viðskipta bankarnir um hríð boðið upp á óverðtryggð húsnæðislán og hefur meirihluti nýrra húsnæðiskaupenda síðan kosið að taka slík lán. Þá hafa bankarnir einnig boðið blönduð lán og viss úrræði sem fara milliveg milli kosta og galla lánagerðanna. Algengt er að hefðbundnar tveggja til þriggja herbergja íbúðir í grónari hverfum Reykjavíkur kosti á bilinu 20 til 30 milljónir króna um þessar mundir. Í tilviki 25 milljóna íbúðar er algengast að húsnæðiskaupendur þurfi að eiga um sjö og hálfa milljón í eigið fé til að geta fengið lán. Ljóst er að fáir sem nýlega hafa lokið námi hafa slíka peninga á lausu og því getur þetta verið ansi stór þröskuldur fyrir yngra fólk. Hafi það minna á milli handanna eru að vísu vissir valkostir í boði, eins og fjallað er um hér að neðan, en komi þeir ekki til greina þarf einfaldlega að safna eða þá leita til ættingja. Þá getur verið skynsam- legt að leita til bankanna sem bjóða sumir upp á sérstaka sparnaðar- leið fyrir íbúðakaupum. Þá er í lok sparnaðartímans til dæmis gef- inn afsláttur af lántökugjaldi (sem getur numið hundruðum þúsunda). Verðtryggt eða óverðtryggt lán? Líta ber til ýmissa þátta þegar teg- und af íbúðaláni er valin og hentar sami kosturinn ekki öllum. Frétta- blaðið birti fyrir ári, 20. mars 2012, fréttaskýringu um muninn á verð- tryggðum og óverðtryggðum fast- eignalánum. Skýringuna má finna á Fréttablaðssvæði Vísis.is. Í fréttaskýringunni var rætt við Jón Finnbogason, aðstoðarfram- kvæmdastjóra viðskiptabanka- sviðs Íslandsbanka. Sagði Jón að val hvers og eins á lánagerð réð- ist af þolgæði gagnvart áhættu og væntingum um þróun verðbólgu og vaxta. Þá kom þar fram að stilla mætti samanburðinum á verð- og óverðtryggðum lánum upp á eftir- farandi hátt. Þeir sem taka óverð- tryggð lán þurfa að greiða nokkru meira í hverjum mánuði fyrstu þó nokkur árin. Þá þurfa þeir að taka á sig meiri áhættu vegna vaxta- þróunar því greiðslubyrði getur skyndilega skotist upp ef vextir hækka. Á móti lækkar höfuðstóll lánsins jafnt og þétt og áhætta vegna þróunar verðbólgu er minni. Þeir sem hins vegar taka verð- tryggð lán greiða minna á mánuði og þurfa litlar áhyggjur að hafa af þróun vaxta. Þeir þurfa á móti að sætta sig við hægari eigna myndun og meiri áhættu vegna þróunar verðbólgu eins og flestir þekkja. Til lengri tíma eru þó nokkur tengsl milli vaxta og verðbólgu. Hækki verðbólga um hríð er því líklegt að vextir hækki líka. Verð- bólga kemur sér því illa bæði fyrir þá sem eru með óverð- og verð- tryggð lán. Greiðslubyrði fyrri hópsins þyngist, í það minnsta um tíma, en lán þess seinni belgist út. Annað sem líta þarf til eru vænt- ingar um þróun húsnæðisverðs. Séu kaupendur bjartsýnir á að húsnæðis verð fari hækkandi geta þeir kannski leyft sér að kaupa dýrara húsnæði en ella og treyst því að eign í húsnæðinu vaxi hratt. Slík spákaupmennska er þó vita- skuld ekki allra. Þá kjósa sumir að kaupa sér minni íbúð en þeir myndu vilja, með það fyrir augum að búa hratt til eign í íbúðinni sem svo er hægt að nota til að kaupa stærri íbúð seinna. En hvað geta lántakendur vænst að greiða á mánuði fyrst um sinn eftir að hafa tekið lán? Taki Hvort er vit í að kaupa eða leigja? Líklega hafa aldrei jafn margir Íslendingar staðið frammi fyrir því að kaupa sína fyrstu íbúð á næstu misserum og einmitt nú. Bæði húsnæðis- og leigumarkaður hafa hins vegar tekið nokkrum breytingum að undanförnu og Fréttablaðið skoðaði málið. Annað búsetuúrræði sem hafa má í huga er þátttaka í svokölluðum húsnæðissamvinnufélögum en þeirra þekktast hér á landi er sennilega Búseti. Húsnæðissamvinnufélög eru algeng á Norðurlöndunum en hafa náð takmarkaðri útbreiðslu hér á landi. Í slíkum félögum greiða íbúar fyrir búseturétt í íbúð sem nemur 10 til 30% af kostnaðarverði íbúðarinnar, yfirleitt er verðið þó nær 10%, og greiða þar að auki ákveðið mánaðargjald. Segja má að búseturéttar- fyrirkomulagið sé að þessu leyti ákveðinn millivegur milli þess að kaupa og leigja en um húsnæðissamvinnufélög gilda sérstök lög. Með búsetu- rétti lágmarka íbúarnir fjárbindingu sína í fasteign en hafa samt sem áður örugga búsetu eins lengi og þeim hugnast að því gefnu að íbúarnir hlíti reglum félagsins og standi í skilum. Þá er íbúunum veitt ýmis þjónusta, svo sem við viðhald fasteignanna. Íbúarnir eignast hins vegar aldrei neitt í íbúðum sínum utan búseturéttarins en borga í flestum tilvikum lægra gjald en sem næmi afborgun af láni vegna kaupa á íbúð í sambærilegri stærð. Þriðji kosturinn er samvinnufélög Ungt fólk á leið út á húsnæðismarkaðinn hefur oft lítið fé milli handanna og þarf því flest að taka lán fyrir megn- inu af kaupverði. Húsnæðislán eru hins vegar í engum tilfellum veitt fyrir öllu kaupverði heldur í mesta lagi fyrir 70% af kaupverði þótt jafnframt séu í boði dýrari viðbótarlán sem geta hækkað þetta hlutfall upp í 85%. Áhuga- samir húsnæðiskaupendur þurfa því að hafa nokkurt eigið fé milli handanna til að geta fengið lán. Vilji húsnæðiskaupendur því kaupa 25 milljóna króna íbúð og helst ekki taka hið dýra viðbótarlán þurfa þeir að eiga hátt í 7,5 milljónir í eigið fé til að standa undir þeim hluta kaupverðsins sem lánið dekkar ekki auk annars kostnaðar við lánið. Má þar nefna lántökukostnað sem er 1% af lánsfjárhæð, stimpilgjald sem er 1,5% af láns- fjárhæð (en kaupendur fyrstu íbúðar sleppa við) auk þinglýsingargjalds og umsýslugjalda sem eru lág. Eigi áhugasamir húsnæðiskaupendur lítið sem ekkert eigið fé stendur þeim þó einn valkostur til boða. Þeir geta keypt húsnæði með þeirri aðferð að yfirtaka lán þess sem er að selja íbúðina. Í einstaka tilvikum vill seljandi einungis losna undan láninu sínu og ekkert þarf að greiða á milli en algengara er að einhverja fjárhæð þurfi að borga fyrir utan það að yfirtaka lánið. Sú fjárhæð getur verið lægri en sem nemur eigin- fjárkröfu við lántöku en getur þess vegna verið hærri. Þeir sem kjósa að leigja þurfa auðvitað minna eigið fé en þó meira en ekkert. Leigusalar krefja nefnilega oft leigjendur um tryggingu eða fyrirframgreidda leigu. Trygging er hugsuð til verndar leigusalanum gegn því að leigjandi greiði ekki leigu eða þá valdi tjóni á íbúðinni. Tryggingar fjárhæð getur hæglega numið hundruðum þúsunda. Annað algengt samningsatriði við gerð leigu- samninga er fyrirframgreidd leiga. Þá greiðir leigjandi til dæmis leigu eins til þriggja mánaða fyrir fram. Þegar leigjandinn hyggst svo sleppa íbúðinni er upphæðin annaðhvort notuð til að greiða leigu síðustu mánaðanna eða þá rennur til leigusalans ef leiga hefur ekki verið greidd eða ef tjón hefur orðið á íbúðinni. Bæði kaup og leiga krefjast eigin fjár Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is KAUPA ÞRIGGJA HERBERGJA 90 FERMETRA ÍBÚÐ Íbúð kostar ~ 26 milljónir og hægt er að fá 70% lán ~ 18 milljónir. Eiginfjárkrafa ~ 8 milljónir Mánaðarleg greiðslubyrði fyrst um sinn: Verðtryggt fastvaxtalán ~ 80.000 kr. Verðtryggt lán með breytilegum vöxtum ~ 70.000 kr. Óverðtryggt fastvaxtalán ~ 120.000 kr. Óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum ~ 110.000 kr. HVAÐ GETUR PAR Í KRINGUM ÞRÍTUGT MEÐ EITT UNGT BARN VÆNST AÐ BORGA FYRIR ÞRIGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ? LEIGJA ÞRIGGJA HERBERGJA 90 FERMETRA ÍBÚÐ Eiginfjárkrafa ~ 500.000 kr. Mánaðarleg leiga ~ 140.000 kr. Íbúðalánasjóður og viðskiptabankarnir fjórir bjóða upp á húsnæðislán, auk sparisjóða og lífeyrissjóða sem veita lán til sjóðfélaga. Þessir aðilar bjóða fæstir upp á nákvæmlega eins lán. Algengt er þó að í boði séu verðtryggð lán með föstum vöxtum á bilinu 3,6% til 4,7%. Þau hagstæðari eru yfir- leitt með fasta vexti til fimm ára og svo endurskoðun og eru þar að auki án endurgreiðsluákvæðis. Þau með hærri vextina hafa hins vegar jafnan slíkt ákvæði eða eru með fasta vexti út lánstímann. Þá eru í boði verð- tryggð lán með breytilegum vöxtum á bilinu 3,5% til 3,75%. Til samanburðar eru óverðtryggð lán yfirleitt með breytilega vexti í kringum 6,75%. Þá eru flest óverðtryggð fastvaxtalán með í kringum 7,5% vexti til ýmist þriggja eða fimm ára en svo eru vextir endurskoðaðir. Hvers konar lán eru í boði?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.