Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 40
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 Á TOPPNUM Tómas og Dagný á Snækolli, hæsta tindi Kerlingafjalla. Hofsjökull og Loðmundur í baksýn. vinnan hér heima dálítið þung því ytri aðstæður eru ekki eins og þær þyrftu að vera. Mér þykir ofboðs- lega vænt um Landspítalann en ég hef miklar áhyggjur af honum. Hann er nokkrum númerum of lítill fyrir þá starfsemi sem ætlast er til af honum – eins og fullvaxinn maður sem er fyrirskipað að vera í ferm- ingarfötunum. Það hefur verið gæfa Íslendinga að heilbrigðisstarfsfólk hefur menntað sig erlendis á miklu stærri stöðum, komið heim og getað boðið þessari fámennu þjóð upp á mjög sérhæfða þjónustu. Ég tel að við getum sagt með góðri samvisku að sá þáttur sé í háum gæðaflokki. Það er bara engan veginn sjálfgefið að þau gæði haldist ef það er ekki hlúð að spítalanum og þeirri starf- semi sem þar er. Unga fólkið veigr- ar sér við að koma heim úr sérnámi vegna þess að tækjabúnaður hér og aðstaða er ófullnægjandi. Það er látið eins og rekstur heilbrigðisþjón- ustunnar sé eintómur kostnaður en við sem störfum við hana erum allt- af að koma fólki á lappir og aftur út í þjóðfélagið. Við erum hagkvæmari en margur heldur.“ Tómas segir áríðandi að fá nýjan spítala. „Það sem einkenn- ir umræðuna núna er ákvarðana- fælni. Það að taka ekki ákvörðun getur verið dýrkeypt. Þetta er eins og með sjúklinginn sem kemur inn með hnífstungu í hjartanu. Ef menn eru of lengi að ákveða hvað eigi að gera þá er hann dáinn. Það kostar mikið fé að viðhalda öllu því sem er að gefa sig hér á Landspít- alanum. Við sjáum það bara með húsnæðið. Hér eru tugir starfs- manna með alvarleg öndunarfæra- óþægindi.“ Hann segir talsverðan tíma hafa tekið að átta sig á því af hverju óþægindin stöfuðu. „Í tvö ár hef ég verið með mikinn hnerra, hæsi og skútabólgur. Fyrst hélt ég að það væri eitthvað að heima, við hjónin tókum alla íbúðina í gegn, skiptum um gólfefni og glugga- kistur en ég lagaðist ekkert. Svo tókum við eftir því að ég var alltaf betri ef ég var í fríi eða erlendis. Það var svo í haust að við, nokkr- ir læknar sem erum með skrif- stofur á sama gangi, leituðum til sama ofnæmissérfræðings, Unnar Steinu Björnsdóttur, og upp úr því fóru böndin að berast að húsnæð- inu hér. Þrjú af okkur höfðu þurft að fara í aðgerð og ég hafði verið á sýklalyfjum í næstum hálft ár. Þetta er engin ímyndunarveiki og maður leggst ekki undir hnífinn, sem prófessor í skurðlækningum, nema eitthvað sé að. Við höfum samt látið okkur hafa það að mæta til vinnu en þegar tempóið er svona hratt eins og hér á Land- spítalanum þá þarf maður að geta beitt sér 100%.“ Þótt heilsufarið hafi stórum lagast eftir að sumum skrifstofum og vaktherbergjum var lokað þá býst Tómas við að það geti tekið allt að tveimur árum að ná fullum bata. Nýtir tímann vel „Ég hefði getað hugsað mér að verða tónlistarmaður,“ segir Tómas spurður hvort læknisstarfið eitt hafi komið til greina sem framtíðarstarf. Hann kveðst hafa spilað á fiðlu í gamla daga. „Ég var á tímabili hjá sama kennara og Sigrún Eðvalds- dóttir sem var náttúrulega undra- barn. Ég kom yfirleitt inn í tíma á eftir henni og fékk alltaf að heyra hvað ég væri lélegur. Kannski hætti ég of fljótt en ég nýt tónlistar betur af því að ég spilaði á hljóðfæri,“ segir hann og kveðst hafa nokkuð breiðan tónlistarsmekk. Hann telur tónlistina hjálpa sér við að kúpla sig út úr vinnunni. „Svo er líka nauð- synlegt að stunda heilaleikfimi með því að stunda rannsóknir, að reyna að finna lausnir, bæta árangur og meðferðir, það er mjög gefandi.“ Hann viðurkennir að allt taki þetta tíma. „En ef maður skipuleggur sig vel þá kemur maður býsna miklu í verk,“ segir hann brosandi. „Maður má kannski ekki segja að maður sé góður í einhverju en ég held ég sé dálítið góður í skipulagningu, að nýta tímann vel, líka þegar ég er í fríi. Stundum segir konan mín reyndar að ég geti ekki slappað af, finnist ég alltaf þurfa að vera að gera eitthvað. Eflaust er það rétt. Ég gerði stóra aðgerð á gamalli konu fyrir tveimur árum síðan, henni fannst ég hlaupa svolítið hratt um gangana og gaf mér kort í nudd á Nordica Spa. Mér tókst aldrei að leysa það kort út. Ekki alveg ég að liggja kyrr í nuddi. Ég er kannski pínulítið ofvirkur.“ ➜ Við höfum samt látið okkur hafa það að mæta til vinnu en þegar tempóið er svona hratt eins og hér á Landspítalanum þá þarf maður að geta beitt sér 100%. Í EINKENNISBÚNINGNUM Auðvitað hjálpumst við félagarnir í teyminu að en það er nú samt þannig við erfiðu aðgerðirnar að skurðlæknirinn verður að leiða teymið þar til sjúklingurinn er kominn í örugga höfn,“ segir Tómas. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tómas er giftur Dagnýju Heiðdal, list- fræðingi og deildarstjóra á Listasafni Íslands. „Það er gott að eiga konu í öðrum bransa,“ segir hann. „Við förum mikið á listsýningar og þá kynnist ég fólki sem er í einhverju allt öðru en ég.“ Börnin eru tvö, Guð- björg, 26 ára grafískur hönnuður og tónlistarmaður, og sonurinn Tryggvi, 23 ára sem er í lyfjafræði. Þau eru flutt að heiman en að sögn Tómasar hefur læknalífsstíllinn ekki heillað þau. Spurður hvort hann sé í ættinni segir Tómas svo ekki vera. „Pabbi, Guðbjartur Kristófersson, kenndi jarðfræði í MR en er nýhættur. Við byrjuðum saman í MR 1981. Móðir mín er líka kennari, kenndi dönsku í Verslunarskólanum. Hún heitir Guð- björg Tómasdóttir. Það er mikið um kennara í ættinni minni en afar lítið um lækna.“ Þótt lækningarnar séu áhugamál Tómasar númer eitt hefur fjalla- mennska líka verið stór hluti af lífi hans lengi og íslensk fjöll voru eitt af því sem dró hann til landsins eftir sér- námið. „Ég var fjallaleiðsögumaður á sumrin meðfram háskólanáminu. Ég bjó í Þýskalandi þegar ég var 17 ára og hafði sem strákur ferðast mikið með pabba um íslensk fjöll og ferða- skrifstofurnar leituðu að einhverjum sem gæti bablað þýsku og þekkti helstu kennileiti. Flestir ferðamenn- irnir voru Austurríkismenn, Þjóð- verjar og Svisslendingar, Alpafólk sem kom hingað til að ganga. Á þessum tíma höfðu bara nokkrir skrítnir Ís- lendingar alvöru áhuga á fjallgöngum en það skemmtilega var að þegar ég flutti heim árið 2005 var skollið hér á fjallgönguæði. Meðal þeirra sem höfðu ánetjast því voru mínir gömlu félagar úr læknadeildinni sem voru flestir komnir heim. Nú er orðinn stór vinahópur sem myndar FÍFL, Félag ís- lenskra fjallalækna. Við höfum áhuga á háfjallaveiki og höfum flutt inn fyrirlesara til að fræða fólk um hana, það sameinar starfið og áhugamálin.“ Langafi Tómasar var Vigfús Græn- landsfari sem fyrstur Íslendinga fór yfir Grænlandsjökul. „Kannski er þetta í genunum en ég ætla ekki að bera mig saman við langafa. Hann var alvöru afreksmaður,“ segir Tómas. MEÐ FJALLABAKTERÍU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.