Fréttablaðið - 16.03.2013, Síða 42

Fréttablaðið - 16.03.2013, Síða 42
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 Bjarni Benediktsson varð formaður Sjálf-stæðisflokksins í mars 2009. Óhætt er að segja að hann hafi tekið við flokknum á erfiðum tímum og í kosningunum skömmu síðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn minnsta fylgi í sögu sinni. Það hefur síðan sveiflast upp og niður en verið á niðurleið undanfarið. Sú niðursveifla hófst þegar Icesave- dómurinn féll og, öfugt við það sem yfirleitt gerist, jókst hún við lands- fund flokksins sem haldinn var í febrúar. Bjarni segir að flokkurinn sé ósáttur við fylgi sitt í könnunum og ætli sér að sækja fram að nýju. „Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka að tala fyrir raunhæfum leiðum til að lækka skatta og efla atvinnulífið í landinu en allt stendur og fellur með því þegar uppi er stað- ið. Bæði staða ríkissjóðs og staða heimilanna er algjörlega undir því komin að atvinnulífið taki við sér en sé ekki í þeim dróma sem verið hefur.“ Skattaafsláttur Bjarni segir mikilvægast fyrir heimilin að lækka skatta og skuldir. Horfa verði á greiðslugetu heimil- anna. „Það eru um 25 þúsund heimili sem á skömmum tíma voru komin með neikvæða eiginfjárstöðu. Það gerir yfir 50 þúsund framteljend- ur. Á þessu verður að taka, annars verður allt annað sem þarf að fást við miklu erfiðara. Við ætlum að gefa fólki sem greið- ir af húsnæðislánum sínum skatta- afslátt. Hann mun vara í fjögur til fimm ár og þegar horft er á dæmi- gert lán munu þessar aðgerðir gera það að verkum að höfuðstóll láns- ins verður 20 prósentum lægri en ella. Þetta gerist annars vegar með tekjuskattsafslættinum, sem fæst á móti afborgunum á lánum, og hins vegar því að við ætlum að veita fólki valkost um að taka greiðslur sem færu ella til séreignarsparnaðar og beina þeim beint inn á húsnæðis- lánin sín. Þetta tvennt, saman með tekju- skattslækkun og endurskoðun þessa þriggja þrepa skattkerfis, mun bæði auka ráðstöfunartekjur og bæta skuldastöðu heimilanna. Það er líka eitt stærsta hagsmuna- mál heimilanna að í landinu sé öfl- ugt atvinnulíf sem tryggi fólki störf og bæti lífskjör.“ 14 til 16 milljarðar Hafið þið reiknað út hvað þetta þýðir í minni tekjum fyrir ríkissjóð? „Já. Við teljum að þessar aðgerð- ir muni kosta ríkissjóð um 14-16 milljarða á ári, í þessi fjögur til fimm ár. Það er brúttókostnaður. Nettókostnaðurinn er lægri. Þetta er raunhæft en ekki byggt á ein- hverju stórkostlegu ofmati á getu ríkissjóðs til að standa undir hundr- aða milljarða loforðum sem sumir flokkar hafa gefið fyrir þessar kosningar. Í frétt RÚV í vikunni voru hugmyndir flokkanna bornar saman og þar kom fram að aðrir eru að lofa aðgerðum sem kosta á bilinu 240-400 milljarða. Þetta eru 10-15 Hörpur eða rekstrar kostnaður Landspítalans í um það bil tíu ár. Á sama tíma er kirkjan að safna fyrir lækningatækjum fyrir sjúkrahúsin og lögreglan er fjársvelt. Þetta er því ávísun á stórkostlega viðbótar- skuldsetningu ríkissjóðs, verðbólgu og lífskjararýrnun Íslendinga um ókomna tíð. Hvað aðgerðirnar okkar varðar hafa þær ekki sömu áhrifin á tekjur ríkissjóðs til skamms tíma vegna þess að séreignarsparnaðurinn hefði aldrei komið til tekna hjá rík- issjóði fyrr en hann hefði verið tek- inn út. Okkar hugmynd er að hann verði varanlega skattlaus og að því leyti má segja að hann hafi engin áhrif á tekjur ríkissjóðs til skamms tíma, en tekjuskattsafslátturinn vegna afborgana veldur einhverri tekjulækkun hjá ríkissjóði. Á móti munu ráðstöfunartekjur heimilanna smám saman vaxa og þau geta orðið virkari þátttakendur í efnahagslífinu og þannig gerum við ráð fyrir að nettókostnaðurinn verði lægri. En það liggur í hlutar- ins eðli að við getum ekki gert eitt- hvað sem um munar sem kostar ekki neitt. Þetta er ábyrg og raun- hæf leið. Hvað áhrif á ríkissjóð varðar er þessu dreift á nokkur ár og þetta er almenn aðgerð sem nýtist öllum sem eru að greiða af húsnæðislánum. Hún hvetur til þess að fólk standi í skilum, hún styður fólk í þeirri við- leitni sinni að halda eignum sínum. Þannig styður hún við séreigna- stefnuna sem við höfum alltaf stutt og hún er, hvað tekjuskatts afsláttinn snertir, alveg hlutlaus gagnvart tekjuhópunum. Það skiptir ekki máli hvað þú ert með í tekjur, þú munt fá sama afsláttinn af tekjuskattinum.“ Hvetja til sparnaðar Sjálfstæðisflokkurinn vill gera atlögu að almennri notkun verð- tryggingar í landinu og tryggja það að fólk hafi val um verðtryggð eða óverðtryggð lán. Bjarni segir það vera hlutverk stjórnvalda að endur- skoða húsnæðislánamarkaðinn með það að markmiði að tryggja óverð- tryggð lán sem valkost. Hann segist vilja vinna áfram með hugmyndir ASÍ um breytta fjármögnun húsnæðislánakerfisins. Útgangspunkturinn sé að fyrst og fremst verði um óverðtryggð lán að ræða og verkefnið að tryggja fasta vexti til lengri tíma. „Að auki viljum við beita skatta- legum hvötum til að gera ungu fólki, sem er að fara í fyrstu fasteigna- kaup, kleift að eignast höfuðstól. Þetta er mikilvæg kerfis- og hugar- farsbreyting, þannig að það verði ekki meginreglan að fólk skuldsetji sig mikið við kaup á fyrstu íbúð og fái svo vaxtabætur frá ríkinu eins og verið hefur. Það skiptir öllu að tefla fram hug- myndum sem ganga upp því ella fáum við aðgerðirnar í bakið með hærri verðbólgu og vöxtum. Það má því segja að ekkert af þessu takist, þegar upp er staðið, það er að segja, að ná raunverulegum kjarabótum nema við náum stöðugleika, lækkum verðbólguna og sköpum fleiri störf.“ En er hægt að tryggja þann stöðug leika sem með þarf með íslenskri krónu? „Já. Ég tel að það sé hægt. Það hefur verið og verður áfram eitt erfið asta verkefni stjórnvalda á hverjum tíma að tryggja stöðug- leika. Ég hef lengi talað fyrir því að það þurfi, og ræddi um það í eldhúsdags umræðunum, að strax eftir kosningar yrði að ná nýrri þjóðarsátt. Það þarf að gera nýjan stöðug leika- og vaxtasáttmála í landinu. Ég hugsa í því sambandi til þjóðar sáttarinnar frá 1990 og þess hve miklu hún skipti fyrir heimilin og atvinnulífið. Stöðugleikasáttmáli, þar sem menn tryggja að kjarabætur haldist í hendur við aukna verðmætasköp- un, aukna framlegð og framleiðslu, er ein grunnforsenda þess að okkur takist að ná tökum á ástandinu. Ein helsta forsenda þess að það takist er að fyrir liggi trúverðug áætlun stjórnvalda til næstu ára.“ Skattar verða lækkaðir Hvað atvinnulífið varðar segir Bjarni að þrennt hafi staðið því fyrir þrifum í tíð núverandi ríkisstjórnar. „Í fyrsta lagi pólitísk óvissa um hvert skuli stefna. Í því samhengi nægir að benda á sjávarútveginn og orkunýtingarmál. Það verður að tryggja atvinnulífinu í landinu starfsöryggi og vissu um lagalegt og rekstrarlegt umhverfi sitt. Í öðru lagi eru skattahækkanir. Mun hærra hlutfall aðhalds aðgerða ríkisstjórnarinnar kom í gegnum auknar skatttekjur en lofað var í stöðugleikasáttmálanum. Okkar stefna verður að lækka skatta að nýju og einfalda skattkerfið. Fremst á forgangslistanum er trygginga- gjaldið sem er enn allt of hátt. Í þriðja lagi eru það höftin. Þau verða einfaldlega að fara, enda kæfa þau bæði atvinnulífið og heimilin í landinu. Tekjutap sem vinnst upp Bjarni segist ósammála því að það að lækka skatta þýði tekjutap fyrir ríkið. Fjölmörg dæmi séu frá undan- förnum áratugum þar sem skattar hafi verið lækkaðir en tekjur ríkis- ins á sama tíma aukist vegna frek- ari umsvifa. Nægi þar að horfa á tekjuskattslækkanir á fyrirtæki úr 50 prósentum í 15 prósent á meðan tekjur ríkisins jukust. En geturðu lofað kjósendum því að skattalækkun þýði ekki minni tekjur? „Já, þegar upp er staðið er það alveg skýrt. Tekjutap ríkissjóðs getur hins vegar verið óhjákvæmi- legt í skamman tíma en afrakstur- inn af skattalækkunum mun koma í ljós þegar umsvifin aukast.“ Í hve skamman tíma og hve mikið? „Reynsla annarra þjóða er að á einu til þremur árum er hægt að snúa hagkerfinu við með markviss- um aðgerðum. Tekjutap í eitt til tvö ár getur ekki komið í veg fyrir að menn grípi til aðgerða sem eru skynsamlegar og borga sig marg- falt til baka til samfélagsins með meiri fjárfestingum og fjölgun starfa,“ segir Bjarni. Hann segir sem dæmi að lægra og sann- gjarnara veiðigjald muni auka fjár- festingu í greininni og útflutnings- tekjur þar með. „Það verður líka flókið mál, og ekki einnar nætur verk, að einfalda virðisaukaskattkerfið. Við viljum lægra almennt þrep þar, en í dag eru þau þrjú með tilheyrandi flækju- stigi. Þetta er ekki verkefni sem við getum leyst á fyrstu mánuðum eftir kosningar, en það er hins vegar hægt að gera það varðandi trygg- ingagjaldið. Að auki þarf að endur- skoða vöru- og aðflutningsgjöldin.“ En hafið þið reiknað það nákvæm- lega út hvað þetta kostar? „Já, en við einblínum ekki síður á hverju þetta skilar. Það er aðal- atriðið að við þurfum að hefja nýtt vaxtar- skeið. Skammtíma- tekjutap upp á 10-20 milljarða af skattalækkunum á atvinnulífið mun skila sér margfalt til baka. Að sjálf- sögðu munum við loks raða þessum skattalækkunarað- gerðum þannig að það eigi saman við stöðuna í hagkerfinu á hverjum tíma og við munum ekki gefa eftir það stóra markmið okkar að loka fjárlaga- gatinu. Ég vil setja mun strangari reglur um fjármál ríkis- i n s e n fylgt hefur verið hing- að til.“ Munum lækka skatta og skuldir Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur minnkað undanfarið og landsfundur flokksins breytti engu þar um. Fréttablaðið settist með Bjarna Benediktssyni formanni og fór yfir helstu stefnumálin í kosningabaráttunni, stöðu heimilanna, skatta og atvinnumál. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is 2013 Bjarni segir að setja verði fram raunhæfa áætlun til að afnema gjaldeyrishöftin. „Höftin eru þarna vegna þess að við getum ekki leyft eignum í eigu erlendu kröfuhafanna að fara út á hinu opinbera skráða gengi. Það verður að ganga mjög ákveðið til verks núna og setja reglur sem miða að því að afskrifa stóran hluta af þessum kröfum og gera í framhaldi af því upp við kröfuhafana, án þess að gengi krónunnar verði sett í algjört uppnám. Ef hugmyndir um nýjar reglur leysa ekki vandann, þá er ekkert annað að gera en að taka þessi fjármála- fyrirtæki sem eru í slitameðferð og setja í þrotameðferð. Þá verða bankarnir að gjaldþrota félögum og ég get séð fyrir mér að þá verði þetta ekki leyst með skilyrðum seðlabankans um útgreiðslu gjald- eyris, heldur einfald- lega með mjög háum skatti á greiðslu fjár út úr landinu.“ ➜ Afnemum höftin 18,8% ➜ Fylgi Sjálfstæðisflokksins í formannstíð Bjarna 60% 50% 40% 30% 20% 25 .3. 20 09 7.4 .20 09 14 .4. 20 09 20 -22 .4. 20 09 28 .7. 20 09 15 .10 .20 09 7.1 .20 10 18 .3. 20 10 23 .9. 20 10 19 .1. 20 11 24 .2. 20 11 5-6 .4. 20 11 8.9 .20 11 7-8 .12 .20 11 8-9 .2. 20 12 11 -12 .4. 20 12 23 -24 .5. 20 12 16 -17 .1. 20 13 27 -28 .2. 20 13 30 -31 .1. 20 13 13 -14 .3. 20 13 Ko sni ng ar 25 .4. 20 09 treysta Bjarna Benedikts- syni best til að leiða ríkis- stjórn að loknum kosn ing- um, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var í lok febrúar. 29,1% 40,3% 27,3% 43,4% 23,7% 44,0% 43,7% 34,7% 24,8% 35,6% 41,2% 42,6% 30,4% 50,3% 31,1% 27,6% TÆKIFÆRI Bjarni Benediktsson segir tækifæri felast í óvissufylgi. Raunhæfar tillögur Sjálfstæðisflokksins muni laða fleiri kjósendur að honum. ÞRJÚ MÁL SEM EKKI VERÐUR HVIKAÐ FRÁ ÞEG- AR KEMUR AÐ RÍKISSTJÓRNAR- SAMSTARFI.Skattalækkanir „Skattar verða lækkaðir og einfaldaðir. Það verður einfaldlega að gera það.“ 1 Tekið á hallarekstri „Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi sem byggir á áfram- haldandi stórkost- legum hallarekstri ríkissjóðs.“ 3 Skuldastaða heimilanna „Það verður ekki gefið eftir að taka á skulda- stöðu heimilanna og greiðsluvanda þeirra.“ 2 21,9% 49,6% 35,0% 17.11.2011 Landsfundur 27.1.2013 Icesave- dómur fellur 21.02.2013 Landsfundur 32,0% 40,7% 29,0% FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.