Fréttablaðið - 16.03.2013, Side 46

Fréttablaðið - 16.03.2013, Side 46
KYNNING − AUGLÝSINGBrugghús LAUGARDAGUR 16. MARS 20132 Heimabruggaður bjór og vín er einstök bragðupplifun þegar vel tekst til,“ segir Bernhard Svendsen, eigandi Vín- kjallarans. „Það er því til mikils að vinna fyrir bjór- og vínáhugamenn að brugga sinn bjór sjálfir.“ Bernhard hefur í Vínkjallaran- um staðið fyrir vinsælum nám- skeiðum í bjór- og víngerð og á næstunni hyggst hann endurtaka leikinn og vonandi með reglulegu millibili. „Eftir hrun tók bjór- og víngerð til heimabrúks mikinn kipp og við finnum mikinn áhuga fólks á að gera eigin bjór. Hægt er að brugga bjór úr tilbúnu maltsírópi og þurr- malti (bjórkit) sem er tiltölulega einfalt, fljótlegt og gott en áhugi á bjórgerð kemst á enn hærra plan ef farið er alla leið og notað korn, humlar og valin ger. Þegar notaðar eru uppskriftir er nefnilega hægt að laga hvaða bjór sem er.“ Bernhard segir mun skemmti- legra að brugga bjór frá grunni með korni í stað þess að notast ein- göngu við tilbúna bjórpakka. „Að laga góðan bjór er þriggja til fjög- urra tíma nákvæmnisvinna þar sem í mörg horn er að líta. Afrakst- urinn skilar sér í mun betri afurð og afar ljúffengum bjór,“ upplýsir Bernhard. Að sögn Bernhards hafa áhuga- klúbbar um bjórgerð sprottið upp hérlendis á undanförnum árum. „Bjórgerð verður æ vinsælla áhugamál og í Danmörku, Eng- landi, Kanada og Bandaríkjunum hefur hún aukist mjög á síðustu misserum. Það er þó ekki vegna lélegs úrvals eða verðsins heldur þykir heimabruggaður bjór jafn góður. Hitt er ekkert launungar- mál að þeir sem kaupa dýra bjóra í búðum fá sömu gæði fyrir margfalt lægra verð með því að brugga sjálf- ir,“ segir Bernhard. Í Vínkjallaranum fæst bjór- og víngerðarefni í úrvali, ásamt tækj- um og tólum til verksins. Humlar, korn og ger til bjórgerðar kemur frá Danmörku, Belgíu og Bretlandi og sífellt bætist við ríkulegt fram- boð heillandi vínþrúga frá öllum heimshornum. Þess má geta að í Vínkjallaran- um starfar einnig pólskur starfs- maður sem eykur enn á þjónustu fyrir pólskumælandi viðskipta- vini. Piwo domowe i wino domowe, wszystko do wyrobu piwa i wina domowego - brewkity, chmiel, słody, drożdże oraz wiele innych produktów. Czynny: od poniedziałku do piątku w godz. 11.00–18.00 Serdecznie zapraszamy Vínkjallarinn er í Suðurhrauni 2b í Garðabæ. Opið frá 11 til 18 alla virka daga. Sjá nánar á www. vin- kjallarinn.is. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sigrún Kristinsdóttir, sigrunk@365.is, s.512-5455 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Bjórgerð frá grunni Vínkjallarinn er musteri visku og þekkingar þegar kemur að úrvals heimabruggi. Þar fást afbragðs vínþrúgur, fyrsta flokks hráefni til bjórgerðar og öll tæki til brugggerðar. Bernhard Svendsson í Vínkjallaranum þar sem bæði eru haldin fróðleg og skemmtileg námskeið í bjór- og víngerð og allur efniviður og tækjabúnaður fæst. MYND/VALLI Hjónin Agnes Anna Sigurð-ardóttir og Ólafur Ólafsson tóku mikla áhættu í des- ember árið 2005 þegar þau létu gamlan draum rætast og opnuðu litla bruggverksmiðju á Árskógs- sandi. Áhættan borgaði sig því vinsældir bjórsins Kalda eru fram- ar vonum. „Við byrjuðum með 170 þúsund lítra framleiðslugetu á ári, stækkuðum strax ári seinna upp í tæpa 300 þúsund lítra og getum bruggað í dag í kringum 550 þús- und lítra á ári,“ segir Agnes sem sér fram á enn meiri stækkun í fram- tíðinni. Starfsmenn eru í tíu í dag en eigendur eru þau hjónin auk nokkurra hluthafa. Nafnið kom frá syninum Bruggsmiðjan framleiðir fimm fastar tegundir allt árið um kring og f jóra árstíðatengda bjóra, þorra- páska-, október- og jólabjór. „Svo erum við að undirbúa nýjan Sumar kalda,“ upplýsir Agnes. Innt eftir því hvaðan nafnið Kaldi er dregið segir hún það komið frá elsta syni þeirra hjóna. „Það er þrennt sem hann sá fyrir sér. Í fyrsta lagi kuldann á Íslandi og á Árskógs- sandi, síðan tenginguna við veður- fræðina og síðast en ekki síst fannst honum við óskaplega köld að ætla að veðsetja okkur langt upp fyrir höfuð til að fara að brugga bjór,“ segir Agnes og hlær. Ruddu brautina „Við vorum fyrsta míníbrugghús- ið á Íslandi og enginn hafði rutt brautina áður,“ segir Agnes en með sanni má segja að Bruggsmiðjan hafi veitt öðrum innblástur enda hafa mörg önnur lítil brugghús sprottið upp. „Ég tel að við höfum breytt bjórmenningu á Íslandi mun meira en við gerðum okkur grein fyrir,“ segir hún og finnst ótrúlegt hvað fólk getur gert ef það ætlar sér það. „Ef þú hefur góðan fókus kemstu langt.“ Sonurinn orðinn bruggari Sigurður Bragi Ólafsson, sonur þeirra Agnesar og Ólafs, starfar í fjölskyldufyrirtækinu sem brugg- ari. „Aðferðin sem við notum til að brugga bjórinn er lík þeirri að- ferð sem lög gilda um í Þýskalandi og Tékklandi,“ upplýsir hann en í Kalda er enginn viðbættur sykur eða rotvarnarefni, auk þess sem hann er ógerilsneyddur. „Við bruggum einungis úr vatni og byggi. Við bætum síðan við huml- um, sem eru kryddið og gefa beiskju, ilm og bragð. Síðan bætum við geri út í til að mynda áfengi og kolsýru,“ segir hann og útskýrir að til að gerilsneyða bjór þurfi að hita hann mikið og þar með tapist lif- andi gerlar sem oft séu góðir í bjór. Sigurður Bragi er aðeins 21 árs en hefur víðtæka þekkingu og reynslu af bjór. Stefnan var þó ekki alltaf að verða bruggmeist- ari. „Ég hef unnið hér í sumarfrí- um frá stofnun og þegar ég kynnt- ist bjórgerðinni vaknaði áhugi og ástríða,“ segir Sigurður Bragi sem byrjaði á því að læra af bruggmeist- ara Bruggsmiðjunnar, hinum tékk- neska David Masa. Nýverið kláraði hann bóklegt nám frá bandarísk- um skóla og á næsta ári mun hann klára verklegt nám í Þýskalandi. Spenntir fyrir nýjungum Fyrsti bjór eftir uppskrift Sigurð- ar var Októberkaldi. „Ég fylgdi okkar stíl og gerði ekki alltof miklar breytingar,“ segir Sigurð- ur Bragi, sem hlakkar til að tak- ast á við fleiri nýjungar. „Í sumar kemur út Sumarkaldi sem verð- ur hveitibjór. Við erum byrjaðir að leika okkur og gera prufur. Við bruggararnir erum mjög spenntir fyrir að færa okkur aðeins út fyrir þægindarammann,“ segir Sigurð- ur ánægður. Breytti bjórmenningunni á Íslandi Bruggsmiðjan á Árskógssandi er þekktust fyrir bjórinn Kalda. Bruggsmiðjan var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ruddi brautina fyrir fjölmargar aðrar litlar bruggsmiðjur. Umsvifin hafa aukist mikið frá því hún var stofnuð fyrir rúmlega sjö árum og ekki sér fyrir endann á síauknum vinsældum Kalda. Í sumar er von á nýjum sumarbjór sem verður hveitibjór. Í bruggsmiðjunni eru framleiddar fimm fastar tegundir árið um kring og fjórir árstíðatengdir bjórar. Eina kráin í Reykjavík með ósíaðan Kalda á krana LÉTTÖL Laugavegur 20b, 101 Reykjavík
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.