Fréttablaðið - 16.03.2013, Page 48

Fréttablaðið - 16.03.2013, Page 48
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Það er yndisleg tilfinning, rosa-lega gaman og stórkostlegt afrek að vera heimsins fegursti bikiníkroppur. Því dáist ég vitaskuld að spegilmynd minni enda ánægð með líkamsformið eftir að hafa lagt hart að mér. Ég hef uppskorið eins og ég sáði,“ segir Íris Arna glaðlega og má víst vera stolt af sjálfri sér eftir að hafa sigrað fjörutíu bikiníkroppa á heimsmeistara- mótinu í Bikiní fitness í Kanada í haust. „Ég er heimsmeistari og hampa titlinum Bikini Diva Model,“ segir Íris Arna og bros- ir. „Auðvitað er alltaf smávegis öfund en ég finn mest fyrir ein- lægri aðdáun og að fólk samgleðj- ist mér. Ég vek athygli hvar sem ég fer en hef bara gaman að því.“ Íris Arna fæddist í sumarbyrjun 1987 og var alin upp í Grafarvoginum. Hún lauk BS-gráðu í sálfræði síðastliðið vor og flyst eftir páska til Mílanó til að hefja meistaranám í vörumerkjastjórn og markaðs fræði. „Eflaust er ég draumakroppur margra en ég á kærasta, er honum trú og afar ham- ingjusöm. Mér hefur reyndar verið uppá- lagt að lita hárið dökkt áður en við komum okkur fyrir meðal blóðheitra Ítala en við hlökkum til að búa í því heillandi landi,“ segir Íris Arna um unnustann Kristján Kröyer, Íslandsmeistara í fitness. „Stuðningur hans er ómetanlegur og við samstíga í ræktinni. Það skiptir sköpum því það væri erfiðara að vera með manni sem snæddi pitsur og kökur í öll mál.” Íris Arna fékk sér fyrsta líkamsræktarkortið á fermingarárinu og hefur stundað ræktina síðan. „Hollur lífsstíll og líkamsrækt hefur alltaf verið áhugamál. Ég byrjaði í módel fitness 2009 og varð Íslandsmeistari sama ár. Síðan hefur orðið mikill munur á líkams- forminu þótt ég hafi alltaf verið í góðu formi,“ upplýsir Íris Arna sem æfir níu sinnum í viku. Hún segir lífsstílinn agaðan en mestu vinnuna felast í niðurskurði fyrir keppnir. „Hvíldardaginn held ég heilagan en æfi hina daga vikunnar og hef gaman af. Ég hef aldrei fundið fyrir uppgjöf né neikvæðum fylgifiskum sem stundum er talað um. Jafn- framt veit ég að módel fitness hentar ekki nema þeim sem hafa brennandi áhuga á líkamsrækt, hafa stundað hana lengi og eru keppnismanneskjur í sér. Það dugar ekki að ætla sér í keppnisform á stuttum tíma og hafa aldrei lyft lóðum. Slíkt getur varla endað vel en fyrir hinar er þetta áreynslu- laust í samanburði.“ Íris Arna er heimsmeistari vegna sláandi fagurs líkamsvaxtar, útgeislunar, líkams- burðar og sviðsframkomu. „Sjálfstraust eykst mikið við að vera í svo góðu formi og manni líður vel að ástunda holla lífshætti og vera upp á sitt besta. Ég er mikill sælgætisgrís en þarf að gíra mig upp í sælgætisát eftir viku- langa hollustu. Mér finnst því best að hafa nammidaga báða helgardagana því þá borða ég minna í einu en næri nammigrís- inn tvisvar.“ Íris Arna hefur eignast góðar vinkonur í flokki kvenna í módel fitness. „Á milli okkar er enginn mórall né leiðindi; bara stuðningur og gleði. Við stofnuðum sauma- klúbbinn Fatness og hittumst stundum með hnallþórur og sætabrauð til að gera vel við okkur. Slíkt verður að vera með; hitt verður leiðigjarnt til lengdar.“ Íris Arna skipar nú flokk atvinnukvenna í módel fitness og hefur titil að verja í Las Vegas í ágúst. „Á sumrin vil ég geta leyft mér meira og því leiðinlegra að vera í niðurskurði. Ég býst þó við að skella mér í heimsmeistarakeppnina og etja kappi við sigurvegarana frá árunum áður. Það verður erfitt en verðugt verkefni.“ ■ thordis@365.is FLOTTUST Í BIKINÍI HEIMSMEISTARI Íris Arna Geirsdóttir er með vottorð um að vera fegursti bikiníkroppur heims. Henni er ráðlagt að dekkja hárið áður en hún flyst meðal blóðheitra Ítala. Cintamani frumsýndi nýju haust- og vetrarlínuna sína á opnun Hönnunarmars í gær. Hún er að hluta unnin í samstarfi við mynd- listarmanninn Tolla og innblásin af verkum hans. Framlag fyrirtækisins til Hönnunarmars er útstillingargluggi í versluninni að Bankastræti 7 með nýju vetrarlínunni. Í vinstra glugg- anum eru eingöngu vörur innblásnar af verkum Tolla en um tvenns konar munstur er að ræða. „Annars vegar svarthvítt munstur sem er tekið beint upp úr verki eftir hann og hins vegar munstur í lit sem sækir innblástur til verkanna. Það munstur minnir á fjallgarða og er appelsínuguli liturinn áberandi. Munstrið prýðir sömuleiðis hluta gluggans og kallast á við flíkurnar,“ segir Sigrún Guðný Markús- dóttir, vörumerkjastjóri og yfirmaður hönnunardeildar Cintamani. Í hægra glugganum eru svo aðrar flíkur sem tilheyra haust- og vetrarlínunni 2013 til 2014 en þar er litadýrðin áberandi. „Við verðum ekki með tískusýningu í ár en þetta er okkar framlag og vonumst við til að gluggarnir gleðji augu vegfarenda,“ segir Sigrún. INNSETNING Flíkurnar í þessum glugga eru innblásnar af verkum Tolla. INNBLÁSTUR FRÁ TOLLA Hluti haust- og vetrarlínu útivistarfyrirtækisins Cintamani er innblásinn af verkum myndlistar- mannsins Tolla. Innsetningu með vörunum má sjá í útstillingarglugga verslunarinnar að Bankastræti 7. Rúmföt frá 8.390 kr Dúnsæng 24.990 kr Föndra, Dalvegi 18, Kópavogi s. 5686500 Föndra Sunnuhlíð, Akureyri. s. 4622204 Ný sending af garni og prjónablöðum Ýmis tilboð í garndeild 25% afsláttur af Eskimo og Polaris KROPPUR Íris Arna segir mikinn heiður að verða heimsmeist- ari í módel fitness og hún hefur fengið mörg tilboð um módelstörf í kjölfarið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.