Fréttablaðið - 16.03.2013, Page 64
Vík í
Mýrdal
Fjölskylduvænt
samfélag í fallegu
umhverfi.
Mýrdalshreppur er
tæplega 500 manna
sveitarfélag. Í Vík er öll
almenn þjónusta svo sem
grunn- leik- og tónskóli
heilsugæsla, dvalar
og hjúkrunarheimili og
frábær aðstaða til íþrótta-
iðkunar.
Náttúrufegurð er rómuð í
Vík og nágrenni og sam-
göngur greiðar allt árið.
Ferðaþjónusta er öflug og
vaxandi í sveitarfélaginu
og fjölbreyttir möguleikar
á því sviði fyrir fólk með
ferskar hugmyndir.
Við Víkurskóla, Vík í Mýrdal sem er sameinaður grunn-
leik- og tónskóli Mýrdalshrepps eru eftirtaldar stöður
lausar til umsóknar.
Staða skólastjóra.
Starfssvið:
• Skipulagning og áframhaldandi þróun nýrrar skólastofnunar.
• Fagleg forusta á sviði kennslu og skólaþróunar.
• Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlun og rekstri.
• Leiðtogi í faglegu starfi nemenda, starfsmanna og skólasamfélagsins í heild.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Kennsluréttindi, framhaldsmenntun í stjórnun og/eða uppeldis og kennslufræðum æskileg.
• Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi.
• Sjálfstæði i starfi og skipulögð vinnubrögð.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur einlægan áhuga á og kraft til forustu í skapandi
skólastarfi.
Staða íþróttakennara.
• Tímabundin ráðning næsta skólaár. Hluti starfssviðs íþróttakennara er umsjón íþróttamannvirkja.
Staða leikskólakennara.
• Föst staða leikskólakennara við leikskóladeild Víkurskóla. Í deildinni eru 25 börn í tveimur
deildum og er hún í nýju húsnæði. Þetta er spennandi tækifæri fyrir hugmyndaríkan og jákvæðan
kennara til að taka þátt í mótun starfsins á nýjum stað.
Umsóknarfrestur er til 27. mars n.k.
Umsóknir skal senda til sveitarstjóra Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870, Vík.
Nánari upplýsingar veita:
Ásgeir Magnússon sveitarstjóri S. 898-3340, sveitarstjori@vik.is
Anna Björnsdóttir skólastjóri S. 487-1242, anna@vik.is
Mýrdalshreppur - Austurvegi 17 - 870 - Vík sími 4871210
www.skra.is
www.island.is
Hæfniskröfur:
• Menntun á sviði byggingafræði, tæknifræði, verkfræði
eða önnur menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af matsstörfum eða fasteignasölu er kostur
• Reynsla af útreikningi byggingarkostnaðar er æskileg
• Reynsla af vinnslu stórra tölvukerfa
• Góð kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði og æskilegt
er að kunna eitt Norðurlandamál
• Góðir skipulagshæfileikar
• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
• Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða sérfræðinga á sviði skráningar og
mats fasteigna á starfsstöðvar sínar í Reykjavík og á Akureyri.
Helstu verkefni eru yfirferð á skráningu fasteigna, skoðun mannvirkja, útreikningur fasteignamats og
brunabótamats, vinnsla í sérhæfðum tölvukerfum og samskipti við fasteignaeigendur og sveitarfélög
auk gæða- og þróunarstarfs.
Sérfræðingar hjá Þjóðskrá Íslands
Leitað er að einstaklingi sem sýnir frumkvæði, nákvæmni
og hraða í vinnubrögðum og hefur ríka þjónustulund.
Um er að ræða full störf á starfsstöðvum stofnunarinnar
í Reykjavík annars vegar og Akureyri hins vegar og þurfa
umsækjendur að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör
eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg J.
Helgadóttir mannauðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands á
netfanginu sjh@skra.is.
Hjá Þjóðskrá Íslands starfa yfir 100 starfsmenn. Verkefni stofnunarinnar eru mjög fjölbreytt og heldur stofnunin m.a. fasteignaskrá og þjóðskrá, gefur út
fasteignamat og brunabótamat, rekur vefinn island.is og sér um útgáfu vegabréfa. Þjóðskrá Íslands leggur metnað sinn í að sinna verkefnum sínum af
fagmennsku og áreiðanleika. Stofnunin hefur það að leiðarljósi að starfsmönnum líði vel í starfi og leggur áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn.
Gildi stofnunarinnar eru virðing, sköpunargleði og áreiðanleiki.
Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að
umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2013. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf
þar sem fram kemur ástæða umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið og hvort sótt er um starf á
Akureyri eða í Reykjavík. Umsóknir óskast sendar á netfangið sjh@skra.is.
DEILDARSTJÓRI OG SÉRKENNARI ÓSKAST
Save the Children á Íslandi
16. mars 2013 LAUGARDAGUR