Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 84
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 52 ➜ Hamilton gegn Alonso gegn Vettel gegn Räikkönen Fjórmenningarnir Lewis Hamilton, Fernando Alonso, Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen munu að öllum líkindum gera mest tilkall til heimsmeistaratitilsins þegar líður á. Fyrstu mótin gætu reynst gríðarlega mikilvæg. ➜ Hver hefur besta bílinn í júlí? Tæknistríðið verður háð á fyrrihluta tímabils- ins í ár því í ágúst munu tæknimenn liðanna snúa sér að bílum næsta árs. ➜ Caterham og Marussia Litlu liðin á ráslínunni munu heyja lífs- baráttu enda er mikið af peningum í húfi fyrir liðið sem nær betri árangri á brautinni á tímabilinu. HRT-liðið er til að mynda gjaldþrota eftir tap síðasta árs. ➜ Valtteri Bottas Hinn finnski Bottas, nýliði hjá Williams-liðinu, gæti reynst Pastor Maldonado erfiður andstæðingur í ár. Miklar vonir eru bundnar við Bottas og gæti hann orðið næsti „Finninn fljúgandi“. Í nótt sýndu keppnisliðin í Formúlu 1 trompin sín þegar tímatakan fyrir fyrsta mót ársins fór fram í Ástralíu. Búist er við jafnri titilbaráttu í ár og óvæntum úrslitum. Fimm heimsmeistarar ræsa í kappakstrinum í fyrramálið. Keppnisvertíðin í Formúlu 1 hefst á sunnudags morgun þegar ljósin slokkna á ráslínunni í Melbourne í Ástralíu. Fimm ný liðar hefja sitt fyrsta mót í mótaröðinni vinsælu og jafn margir heimsmeistarar vonast til að krækja í titilinn góða á ný. Ef eitthvað er að marka æfingar og prófanir keppnisliðanna á undir- búningstímabilinu sem lauk í byrjun mánaðarins má búast við virkilega jafnri keppni þetta árið. Tækniregl- urnar eru þær sömu og í fyrra svo bílarnir verða að öllum líkindum jafnari. „Enginn veit hver hefur burði til að vinna mót í ár,“ sagði Fernando Alonso við fjölmiðla í Ástralíu í vik- unni. Hann var valinn ökuþór árs- ins 2012 eftir að hafa verið hreint út sagt stórkostlegur fyrir Ferr- ari-liðið. „Af efstu fimm mönnum á æfingunum er erfitt að sjá hver hefur yfirhöndina. Það er mjög erf- itt að velja líklegan sigurvegara.“ Stóru liðin fjögur, Red Bull, Ferr- ari, McLaren og Lotus, gera öll til- kall til heimsmeistaratitilsins. Svo má auðvitað ekki gleyma Mercedes- liðinu sem eftir brösótt gengi í fyrra hefur smíðað hraðskreiðan bíl. Enn betri ástæða til að líta ekki fram hjá Mercedes er að Lewis Hamilton ekur fyrir liðið í fyrsta sinn í ár. Hamilton og liðsfélagi hans Nico Rosberg voru ofboðslega fljótir á síðustu æfingum undirbúningstíma- bilsins í Barcelona svo auðséð er að græjurnar þeirra virka. Brautin í Melbourne liggur á strætunum umhverfis Albert Park- skemmtigarðinn þar í borg. „Þetta er götubraut og þær eru aldrei auð- veldar. Þetta verður því nokkur eldskírn fyrir nýliðana,“ segir Ant- hony Davidson, fyrrverandi Form- úlu 1-ökuþór. Breytingar í nánd Formúla 1 mun hins vegar ganga í gegnum breytingar á næsta ári þegar nýjar reglur taka gildi. Vélar- rúmið verður minnkað en á vélarn- ar sett forþjappa. Liðstjórar stærstu liðanna full- yrtu í vetur að mikilvægt væri að koma með allt á hreinu til leiks því túrbínuhlaðnar V6-vélar ársins 2014 munu fá alla athygli tæknimanna liðanna strax í ágúst. Tæknistríðið verður þar af leiðandi háð í byrjun tímabils en ekki í lok þess. Það mun gera tímabilið 2013 enn áhugaverð- ara fyrir vikið. Dekkin stór breyta Enn á ný virðist ítalski dekkjafram- leiðandinn Pirelli hafa framleitt óútreiknanleg dekk undir Formúlu 1-bíla ársins. Öll liðin eru skyldug til að nota fyrir fram ákveðnar gerðir Pirelli-dekkja í hverju móti. Dekkin gáfu öllum liðum höfuðverk við undirbúninginn því þau virðast eyðast hratt; gefa takmarkað grip í takmarkaðan tíma. Það er því von á fleiri viðgerðarhléum í mótum árs- ins en við höfum áður vanist. Einn- ig má fastlega búast við óvæntum stjörnum eins og í fyrra en eftir- minnilegt er þegar Pastor Mald- onado vann Spánarkappaksturinn fyrir Williams í fyrra. Um leið og keppnisbílarnir verða jafnari verður það meira undir öku- þórunum komið að ná góðu sæti og sækja stig. Dekkin munu svo gera liðstjórum og reiknimeisturum lið- anna erfiðara fyrir þegar keppnis- áætlanirnar verða ákveðnar. Það bendir því allt til þess að keppnisvertíðin 2013 verði hörku- spennandi. Birgir Þór Harðarson birgirh@frettabladid.is FYLGIST VEL MEÐ … 1. ÁSTRALÍA 17. MARS 2. MALASÍA 24. MARS 7. KANADA 9. JÚNÍ 3. KÍNA 14. APRÍL 8. BRETLAND 30. JÚNÍ 4. BAREIN 21. APRÍL 9. ÞÝSKALAND 7. JÚLÍ 10. UNGVERJALAND 28. JÚLÍ 11. BELGÍA 25. ÁGÚST 16. INDLAND 27. OKTÓBER 12. ÍTALÍA 8. SEPTEMBER 14. SUÐURKÓREA 6. OKTÓBER 15. JAPAN 13. OKTÓBER 19. BRASILÍA 24. NÓVEMBER Ástralski kappaksturinn er í beinni útsendingu á STÖÐ 2 SPORT klukkan 05.40 á sunnudagsmorgun. 13. SINGAPÚR 22. SEPTEMBER 5. SPÁNN 12. MAÍ 6. MÓNAKÓ 26. MAÍ 17. ABU DHABI 3. NÓVEMBER 18. BANDARÍKIN 17. NÓVEMBER ENGIN LEIÐ AÐ SPÁ UM ÚRSLITIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.