Fréttablaðið - 16.03.2013, Side 95
LAUGARDAGUR 16. mars 2013 | MENNING | 63
Kór Breiðholtskirkju heldur
hátíðatónleika annað kvöld í til-
efni af 25 ára vígsluafmæli kirkj-
unnar 13. mars og 40 ára afmæli
kórsins en hann söng við helgihald
í Breiðholtsskóla áður en kirkjan
kom til sögunnar. Í tilefni af tíma-
mótunum fékk kórinn Hróðmar
Inga Sigurbjörnsson tónskáld til
að semja verk sem nefnist Rennur
upp um nótt.
Einnig verður flutt mótettan
Jesu meine Freude eftir Johann
Sebastian Bach sem er viðamesta
og að margra mati fegursta mót-
etta tónskáldsins, samin fyrir
fimm radda kór og fylgirödd.
Stjórnandi kórsins og organisti
Breiðholtskirkju er Örn Magnús-
son. „Kórinn getur mikið, enda
er innan hans margt vel mennt-
að tónlistarfólk. Það er gaman að
hafa slíkt hljóðfæri í höndunum,“
segir hann.
Auk kórsins koma fram á tón-
leikunum þau Guðný Einars dóttir
orgelleikari, Sigurður Halldórs-
son sellóleikari, Elísabet Waage
hörpuleikari, Gunnlaugur Torfi
Stefánsson bassaleikari og ein-
söngvararnir Marta Guðrún
Halldórsdóttir og Hafsteinn Þór-
ólfsson. Tónleikarnir verða að
sjálfsögðu í Breiðholtskirkju og
hefjast klukkan 20.
gun@frettabladid.is
Tvöfalt afmæli
Verk fyrir kór, orgel, hörpu, selló, tvo einsöngvara og klukkur kirkjunnar verður
frumfl utt á hátíðatónleikum í Breiðholtskirkju á morgun 17. mars klukkan 20.
Í KIRKJUNNI Kór Breiðholtskirkju hóf æfingar á verki Hróðmars Inga síðastliðið
haust en þessi mynd var tekin á æfingu nýlega. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Suður heiðar, eftir Gunnar M. Magn-
úss, kemur strax upp í hugann sem
fyrsta bók sem breytti einhverju í
mínu lífi því hana las ég sem barn,
sennilega um níu ára aldur, og hún
varð mér innblástur margra leikja úti
við. Bókina fann ég á heimilisbóka-
safninu en þar gat verið úr vöndu
að ráða þegar velja átti bók. Oft var
móðir mín hjálpleg og rétti mér þá
valdar bækur heimsbókmenntanna
en þessa fann
ég sjálf.
Suður
heiðar fjallar
um stráka
og ævintýri
þeirra vestur
á fjörðum. Ég
hef sennilega
lesið hana
að vorlagi
því sumarið
lifir í minn-
ingunni sem
eitt það dásamlegasta.
Leikirnir snerust um að skipuleggja
alls konar verkefni og hrinda þeim
í framkvæmd. Bókin kenndi mér að
það má virkja samtakamáttinn til
að gera hugmyndir að veruleika. Ég
las hana mörgum sinnum og lánaði
síðan því það geri ég gjarnan við
bækur sem mér finnst góðar.
Ég á bókina Suður heiðar ekki í
dag en fletti henni upp á netinu og
sá að hún hafði verið gefin út 1937,
1958 og 1969 og í umsögn Jóhannes-
ar úr Kötlum segir „… einhver besta
drengjabók sem ég hef lesið“.
Suður heiðar
BÓKIN SEM BREYTTI
LÍFI MÍNU
Rakel Pétursdóttir
deildarstjóri fræðsludeildar
Listasafns Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Save the Children á Íslandi