Fréttablaðið - 02.05.2013, Qupperneq 2
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Þetta er eins og
maður fær veturinn
verstan, ég verð að viður-
kenna það.
Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á
Brúnastöðum
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • fiskikongurinn.is
Opið laugardag 10–15
Stærð 9-12
Millistærð Humarhalar . . . . . . . . . . . . . . . . 6.900 kr.kg
Smáir Humarhalar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.900 kr.kg
Humarklær . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 990 kr.kg
Humarsúpa 1. líter . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.490 kr.kg
Fiskisúpa 1.líter . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.490 kr.kg
Stærð 24-30
Stærð 15-18
Guðni, er þetta hálfgert
kvalræði hjá ykkur?
„Nei, þetta bjargast alltaf í okkar
sveit.“
Guðni Örn Hauksson er formaður björgunar-
sveitarinnar Hafliða á Þórshöfn. Sveitin
lagði nótt við dag og bjargaði tveimur af
sex háhyrningum sem syntu upp í fjöru við
Heiðarhöfn á Langanesi.
VIÐSKIPTI
Engilbert bauð í golfvöll
Sveitarstjórn Grímsness- og Grafnings-
hrepps hafnaði kauptilboði athafna-
mannsins Engilberts Runólfssonar fyrir
hönd óstofnaðs hlutafélags í golfvöllinn
að Minni-Borg.
LANDBÚNAÐUR Fulltrúar Bænda-
samtakanna (BÍ) funduðu með
embættismönnum í atvinnuvegar-
áðuneytinu á mánudag til að ræða
horfur á Norður- og Austurlandi
vegna yfirvofandi hættu á kali í
túnum og heyskorti. Gerð verður
allsherjar könnun á stöðu bænda
eftir veturinn. Bóndi í Fljótum
segir veturinn standast samanburð
við það versta sem menn þekki til.
Sindri Sigurgeirsson, formað-
ur BÍ, segir að viðvarandi kulda-
tíð hafi orðið til þess að menn
settust niður. „Það er hins vegar
ekki okkar trú að um yfirvofandi
neyðar ástand sé að ræða. En við
viljum vera tilbúin. Niðurstaðan
er að hafa samband við búnaðar-
samböndin landið um kring því við
viljum vita í hvaða sveitum mesti
snjórinn er, hvar mesta kalhættan
er og hvernig heyforða bænda er
háttað. Einnig viljum við vita hvort
til eru fræ ef mikið þarf að rækta
upp. Ef vorar illa, sem ekki virðist
útilokað, viljum við einfaldlega vita
þetta í tíma.“
Þeir sem funduðu voru Bænda-
samtökin, atvinnuvega ráðuneytið,
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins
og Bjargráðasjóður, sem bætir
bændum fjárhagslegan skaða
vegna kals eins og segir í verklags-
reglum sjóðsins.
Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi
á Brúnastöðum í Fljótum, segir
stöðuna langt frá því góða. Allt sé
á kafi í snjó og sem í janúar yfir
að líta. „Þetta er eins og maður fær
veturinn verstan, ég verð að viður-
kenna það. Skaflarnir hérna heima
við hús eru um sex metrar á dýpt
og kominn maí.“
Jóhannes er með 800 fjár en
búnaðar hættir nútímans gera ekki
ráð fyrir öðru en að beita vélum
allan veturinn. Það er hins vegar
ekki hlaupið að slíku þegar allt er á
kafi vikur og mánuði á enda, segir
Jóhannes. „Ég er orðinn tæpur á
fóðri enda uppskerubrestur í fyrra-
sumar vegna þurrka. Maður hefði
kannski sloppið ef fé hefði ekki
verið komið í hús í byrjun nóvem-
ber á fulla gjöf.“
Það er huggun harmi gegn, segir
Jóhannes, að hann óttast ekki kal í
túnum hjá sér. Það segir hann hins
vegar ekki eiga við um alla bændur
í sveitinni.
Sauðburður er hafinn á Brúna-
stöðum og vandamál með hýsingu
er yfirvofandi þar sem og á mörg-
um bæjum, enda erfitt að hleypa fé
úr húsi vegna snjóþyngsla.
„Þetta er svona að síga af stað,
þrjátíu eða fjörutíu eru bornar. En
við brugðum á það ráð að fá okkur
grænlenska vinnumenn – það þurfti
vana menn fyrst svona er komið,“
segir Jóhannes hlæjandi og bætir
við að ekkert sé annað eftir en að
gera grín að öllu saman.
svavar@frettabladid.is
Bændur taka birgða-
stöðu eftir kuldatíð
Bændasamtökin kanna á landsvísu hver staða bænda er eftir veturinn. Heyforði
fer þverrandi og hætta á kali í túnum. Bóndi í Fljótum segir veturinn á við það
versta sem hafi sést. Allt er á svarta kafi í snjó en sauðburður er þegar hafinn.
REYKJAVÍK Nóg er að gera hjá starfsmönnum borgarinnar sem sjá um að
tína upp rusl þessa dagana, enda hefur mikið rusl safnast upp í vetur og
eftir vindasama daga undanfarið.
„Það er alltaf nóg að gera en þó aðeins meira á vorin og á sumrin,“
segir Grímur Þ. Jónasson, starfsmaður á Hverfamiðstöð Reykjavíkur-
borgar í Laugardal.
Grímur hefur starfað hjá Reykjavíkurborg síðan árið 1979, eða í 34 ár,
og kann því vel. Hann segir starfið vera þægilega útivinnu en það sé þó
alltaf betra á sumrin þegar sólin er á lofti.
Grímur hefur farið víða undanfarna daga. Þegar Fréttablaðið hitti á
hann var hann að tína rusl við Hverfisgötu, en hann hefur hreinsað svæð-
in við Reykjavíkurtjörn og Klambratún undanfarna daga, enda hafði
mikið af rusli safnast upp á svæðinu. - hó
Hreinsunarstarf í Reykjavík stendur nú yfir sem endranær:
Alltaf nóg af rusli í borginni
HREINSAR TIL Grímur Þ. Jónasson hefur unnið hjá Reykjavíkurborg frá árinu 1979.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HAPPDRÆTTI
Vann 54 milljónir í lottó
Einn Íslendingur og einn Dani skiptu
á milli sín fyrsta vinningi í Víkinga-
lottóinu í gærkvöldi. Hvor um sig hlýtur
rúmar 54 milljónir króna í vinning.
Á SVARTA KAFI Handmokað var ofan af sauðburðarskýlinu á Brúnastöðum sem var
að falla saman undan snjófarginu. MYND/JÓHANNES RÍKHARÐSSON
AKUREYRI Sakaskrá ríkisins hefur
synjað beiðni Akureyrarbæjar
um að senda sérstaklega upplýs-
ingar um auðgunarbrot hjá þeim
sem sækja um starf á öldrunar-
heimilum í bænum.
Félagsmálaráð samþykkti um
miðjan mars að fá upplýsingarn-
ar til viðbótar venju bundinni
beiðni til sakaskár um saka-
vottorð einstaklinganna.
Inda Björk Gunnarsdóttir, for-
maður félagsmálaráðs, segir
ástæðu ákvörðunar ráðsins
vera þá að starfsmenn öldrunar-
heimila vinni þétt og náið með
vistmönnum inni á stofnunum.
Engin atvik varðandi þjófnað eða
annað slíkt hafi þó komið upp.
„Fólkið hefur aðgang að her-
bergjum fólks og þetta var sett
fram til að setja smá varnagla,“
segir hún. „Þetta er eitt af því
sem kom upp þegar við vorum
að ræða sakavottorðin, hvort það
væri ekki rétt að fylgdi, eins og
kynferðisbrot og fíkniefnabrot.“
Fram kemur á vef Akureyrar
vikublaðs að sakaskrá hafi ekki
heimild til að gefa umbeðnar
upplýsingar en umsækjandi geti
sjálfur sótt slíkt sakavottorð til
sýslumanns. Ástæðan sé sú að
ferlið sé bæði kostnaðarsamt
og tímafrekt, sem gæti raskað
ráðningar ferlinu og tímaramma
þess.
Inda segir að ekki sé enn búið
að ákveða hvort umsækjendur
eigi að sækja um upplýsingarn-
ar sjálfir til að vísa fram við
umsókn. - sv
Akureyrarbær vill vita hvort starfsumsækjendur á elliheimilum hafi framið auðgunarbrot:
Fá ekki upplýsingar um þjófnaði á skrá
SYNJAÐ UM UPPLÝSINGAR Akureyrar-
bær hefur ekki ákveðið hvort umsækj-
endur um starf á öldrunarheimilum
þurfi að framvísa upplýsingum um
hvort þeir hafi framið auðgunarbrot.
MENNTAMÁL Alls munu 24 íslensk-
ir stúdentar þreyta inntöku-
próf í læknisfræði fyrir háskóla í
Slóvakíu.
Greint var frá því í Fréttablaðinu
í fyrra að íslenskir nemendur hefðu
þennan möguleika til að geta stund-
að nám í öðrum Evrópulöndum í
greinum eins og læknisfræði og
öðlast full réttindi. Í fyrra fóru átta
í læknisfræði til Slóvakíu. - sv
24 þreyta inntökupróf:
Vilja í lækna-
nám í Slóvakíu
RANNSÓKNIR Þekkingarfyrirtækið Matís hefur hafið
DNA-greiningar á geninu DMRT3; geninu sem
stjórnar skeiðgangi íslenska hestsins. Rannsakend-
urnir, Lisa Andersson hjá Capilet Genetics AB og
fleiri sem uppgötvuðu genið, telja víst að fundurinn
geti bætt kynbótastarf hestsins.
Í einfaldaðri mynd geta hestar haft eina af þremur
arfgerðum. Ein arfgerðin er þegar hestar eru arf-
hreinir fyrir skeiðgeninu (AA) og búa yfir skeiði. Séu
tvö arfhrein hross pöruð saman gefa þau af sér arf-
hreint alhliðahross (AA).
Önnur arfgerðin gefur af sér arfblendna hesta (CA)
og eru slíkir hestar yfirleitt fjórgangshross en séu
þeir paraðir við arfhreinan eða arfblendinn einstak-
ling geta þeir gefið af sér alhliða afkvæmi í 50% eða
25% tilfella.
Þriðja arfgerðin er arfhrein án skeiðgensins (CC) og
hestar með þessa arfgerð eru í flestum tilfellum gang-
treg hross.
Með því að DNA-greina hross fyrir þessu geni geta
ræktendur valið undaneldisgripina með tilliti til þess
hvort þeir eru alhliða hestar (arfhreinir), klárhestar
með tölti (arfblendnir) eða hreinir klárhestar. - shá
Matís DNA greinir gen sem getur bætt kynbótastarf íslenska hestsins:
Skeiðgenið greint á Íslandi
ÍSLENSKT Genarannsóknir gætu breytt kynbótastarfi á næstu
árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SPURNING DAGSINS