Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 10
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
BANGLADESS Yfir 400 manns hafa
fundist látnir í fataverksmiðjunni
sem hrundi til grunna í úthverfi
Dhaka í Bangladess í síðustu viku.
Tæplega 150 manns eru enn taldir
vera undir rústunum.
Í fyrstu var talið að mun fleiri
hefðu látist en hátt í 2.500 slösuð-
ust.
Um 20 þúsund manns tóku þátt
í mótmælagöngu í Dhaka í gær og
báru sumir kröfuspjöld þar sem
þess var krafist að eigendur verk-
smiðjunnar yrðu hengdir. Einnig
var mótmælt í öðrum borgum.
„Ég missti bróður minn og
systur. Blóð þeirra skal ekki hafa
runnið til einskis,“ sagði einn mót-
mælenda sem ávörpuðu mann-
fjöldann.
Kamrul Anam, sem situr í
stjórn verkalýðsfélags fata- og
textílgerðar fólks, sagði að morð
hefðu verið framin. „Þeir sem eru
ábyrgir fyrir þessum harmleik
eiga að fá viðeigandi refsingu.“
Í mótmælunum var þess
einnig krafist að hlúð yrði betur
að vinnuaðstæðum verkafólks.
„Við viljum fá föst laun, launa-
hækkanir og meira öryggi í verk-
smiðjum okkar,“ sagði verkamað-
urinn Mogidul Islam Rana.
Margir af stærstu fataframleið-
endum heims voru í við skiptum
við Rana Plaza-verksmiðjuna.
Byggingin sem hrundi var átta
hæðir og voru rústirnar um 600
tonn.
Átta manns eru þegar í varð-
haldi, þar á meðal eigandi verk-
smiðjunnar og verkfræðingar sem
komu að gerð byggingarinnar.
Sheikh Hasina, forsætis-
ráðherra Bangladess, hvatti fólk
til að snúa aftur til starfa í þinginu
á þriðjudagskvöld. „Ég vil biðja
verkafólk um að halda ró sinni og
koma verksmiðjunum aftur í gang.
Annars gæti það misst vinnuna.“
kristjan@frettabladid.is
Minnst 400 fundist
látnir í rústunum
Tugir þúsunda verkamanna mótmæltu slæmum kjörum í Bangladess í gær. Yfir
400 manns létust þegar fataverksmiðja hrundi til grunna í úthverfi Dhaka í síð-
ustu viku. Forsætisráðherra landsins bað verkamenn um að snúa aftur til vinnu.
LÍKIN GRAFIN Verkamenn í Bangladess sjást hér grafa samstarfsmenn sína sem
létu lífið þegar byggingin í Dhaka hrundi. NORDICPHOTOS/AFP
Hágæða Fissler pottasett
Varanleg brúðkaupsgjöf
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt
ht.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
LAUGAVEGI 178. Sími: 568 9955.
Stærst
i
skemmt
istaður
í heimi!
Þjónustusamningur í áskrift hjá Nova er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti. Nánari upplýsingar á nova.is.
Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. í áskrift, skv. þeirri leið sem er valin, en í frelsi 1 GB.
Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri
Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter
4G hneta
12.990 kr.
með þjónustusamningi í áskrift.
Fullt verð í áskrift og frelsi: 19.990 kr.
4G hnetu er hægt að nota á 4G og 3G
þjónustusvæði Nova.
1 GB
1.190 kr.
15 GB
3.990 kr.
Fyrsti mánuðurinn á 0 kr.!
4G netþjónusta
Hægt að nettengjaallt að 10 tæki (WiFi)
4G hneta
fyrir fólk
á ferðinni!